Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 16
ERLENT
16 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FULLTRÚAR Evrópuskrifstofu Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, komu
saman í Reykjavík í vikunni á svonefndum
Framtíðarfundi og var þar rætt um aðferðir
til að tryggja hratt upplýsingastreymi, t.d.
vegna yfirvofandi farsóttar og hvernig út-
skýra beri hættumat fyrir almenningi og fjöl-
miðlum. Þess má geta að háttsettir embætt-
ismenn í heilbrigðismálum Frakka urðu að
segja af sér vegna rangra viðbragða þegar í
ljós kom að þúsundir aldraðra höfðu látist af
völdum hitabylgjunnar sl. sumar. Upplýs-
ingar um dauðsföllin bárust of seint innan
kerfisins en einnig til almennings.
Meðal þátttakenda á fundinum voru Marc
Danzon, yfirmaður skrifstofu WHO í Evrópu
og Davíð Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heil-
brigðisráðuneytinu. Davíð var í fyrra kjörinn
í stjórn WHO. Sir Liam Donaldson, land-
læknir Bretlands, flutti erindi á fundinum í
gær. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið
að bresk stjórnvöld hefðu þurft að takast í
skyndingu á við kúariðu og mörg fleiri, erfið
mál síðustu ár en hann tók við embætti 1998.
Að vita ekki og segja það
„Áður höfðum við tilhneigingu til að reyna
að róa fólk með því að segja sem minnst,“
segir Donaldson. „En þetta er að breytast.
Nú þurfa viðbrögðin að taka tillit til mun þró-
aðra samfélags, við getum ekki lengur notað
þá röksemd að upplýsingarnar sem við höfum
séu of ógnvekjandi og því verði að sitja á
þeim. Við eigum ekki að sýna slíka forræðis-
hyggju og halda að neikvæðar upplýsingar
muni valda fáti og skelfingu. Við þurfum að
vera opnari og stundum verðum við að vera
reiðubúin að segja: Við vitum það ekki. Það
er ekki merki um veikleika heldur styrk að
segja að við þurfum meiri upplýsingar til að
geta leyst vanda með árangursríkum hætti.“
En er hægt að útrýma nýjum, hættulegum
farsóttum á borð við HABL-lungnabólguna
eins og gert var við bólusótt á sínum tíma?
„Við vitum of lítið um sjúkdóminn til að
geta fullyrt eitthvað um það en sennilega er
það ekki hægt. Við vitum ekki einu sinni með
vissu hvort hann kom úr rottum eða fuglum í
Kína. Eina leiðin til að útrýma smitsjúk-
dómum er að bólusetja. Ég held að við-
brögðin við HABL sýni vel vandann sem
stjórnvöld eiga við að stríða og hvernig rang-
hugmyndir meðal almennings geta leitt til
vafasamra aðgerða. Þess var krafist að flug-
farþegar yrðu skimaðir, milljónir ferða-
manna. Við sögðum hins vegar að rétt væri
að einbeita sér að tilfellum um leið og þau
kæmu upp, koma þá fólkinu á sjúkrahús og
hjálpa því.
En fjölmiðlar spurðu stöðugt: Af hverju er
ekki skimað, af hverju setjið þið ekki upp vél-
arnar sem taka myndir af ferðamönnum og
mæla um leið líkamshitann eins og gert er í
Hong Kong? Síðar var farið yfir árangurinn í
Hong Kong og Kína og í ljós kom að skim-
unin var gagnslítil. Sárafá, hugsanlega engin
tilfelli voru greind með þessum aðferðum.
Grundvöllur góðrar almannaheilsugæslu
er alltaf að leggja beri áherslu á fullkomið
eftirlit og eftirfylgni. (...) Þá geta jafnt ein-
stakar þjóðir sem alþjóðasamfélagið fylgst
með því sem er að gerast, séð hvernig smit
berst og reynt að hindra frekari útbreiðslu.“
Donaldson segir að þessar ráðstafanir hafi
virkað með ágætum í Evrópu sem skýri hve
HABL-tilfellin voru þar fá. Pukur og skortur
á eftirliti hafi ýtt undir útbreiðsluna í Austur-
Asíu þar sem nær öll dauðsföllin urðu. En
myndum við núna eiga auðveldara með að
fást við mjög mannskæða flensu eins og
spænsku veikina 1918? Og eiga eyþjóðir eins
og Bretar og Íslendingar auðveldara með að
takast á við slíkan vanda?
„Ég held að óhjákvæmilegt sé að einhvern
tíma munum við þurfa að takast á við hnatt-
rænan flensuvanda af svipuðu tagi og
spænska veikin var. Hún var óvenju skæð.
Enginn veit samt hvort hún yrði jafnalvarleg
ef hún kæmi upp núna. Þetta var fyrir tíma
nýtískulegra spítala og súlfalyfja. Þótt slík lyf
dugi ekki gegn sjálfri veirunni koma þau að
gagni í baráttu gegn aukaverkunum eins og
lungnabólgu og öðru sem fylgdi flensunni.“
Kapphlaup við tímann
„Ljóst er samt að farsótt af þessu tagi yrði
alvarlegt vandamál. Vandinn við flensufar-
aldra er að ekki er hægt að hafa hemil á þeim
með sóttkví, veikin berst svo hratt milli fólks
um loftið, þegar það hnerrar eða hóstar.
Réttu viðbrögðin yrðu að fylgjast vel með
þróun sóttarinnar og reyna að búa til mót-
efni. Helsti styrkur WHO er einmitt að þar
eru bestu mótefnasérfræðingarnir. En þetta
yrði vissulega kapphlaup við tímann.
Um eyþjóðirnar, í stuttu máli þá er svarið
nei. Flugið veldur því. HABL-tilfellið í Bret-
landi var rakið til kaupsýslumanns sem hafði
farið flugleiðis frá Hong Kong til níu landa
áður en hann kom til Bretlands. Hinn flókni
heimur alþjóðasamgangna og ferðalaga er
orðinn þannig og Bretland er þungamiðja í
því vegna Heathrow-vallarins. Og á Íslandi
er flugvöllur sem margir fara um. Ég er
smeykur um að eyþjóðir séu ekki betur
staddar að þessu leyti lengur,“ segir sir Liam
Donaldson.
Rangt að sitja
á upplýsingum
af ótta við fát
Morgunblaðið/Þorkell
Sir Liam Donaldson, landlæknir Bretlands:
Ný „spænsku veiki“-flensa óhjákvæmileg.
Einhvern tíma mun á ný
koma upp mannskæð far-
sótt á borð við spænsku
veikina en menn kunna nú
betri ráð en 1918, segir sir
Liam Donaldson, land-
læknir Bretlands. Kristján
Jónsson ræddi við hann.
kjon@mbl.is
ÍSRAELSKIR hermenn felldu alls
sjö Palestínumenn í átökum í Gaza-
borg í gær, en sex ísraelskir her-
menn féllu þegar herskáir Palestínu-
menn sprengdu í loft upp brynvagn
sem þeir voru í.
Frá byrjun uppreisnar Palestínu-
manna sem nú stendur, í september
2000, hafa þeir aldrei fyrr fellt svo
marga ísraelska hermenn í einu.
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr-
aels, kallaði ríkisstjórnina á neyðar-
fund og hét því að ráðist yrði á
herskáa Palestínumenn „hvar sem
þeir kunna að leynast“.
Hamas-samtök Palestínumanna
lýstu sig ábyrg fyrir árásinni á bryn-
vagninn, en önnur samtök, Al-Aqsa-
herdeildirnar, sendu síðar frá sér til-
kynningu þar sem þau kváðust hafa í
fórum sínum líkamsleifar af ísraelsku
hermönnunum og myndu ekki skila
þeim nema að uppfylltum skilyrðum.
Eftir að brynvagninn sprakk mátti
sjá Palestínumenn fara um götur
haldandi á lofti pörtum af líkum her-
mannanna og hlutum úr braki bryn-
drekans. „Ég tók járnstykki úr vagn-
inum. Líkamsleifarnar voru dreifðar
um allt, uppi á húsþökum og á göt-
unni,“ sagði Mohammad Aza, 45 ára
Palestínumaður, við AFP. „Við gleðj-
umst. Þetta er liður í hefndum okkar
vegna þess að þeir drápu leiðtoga
okkar,“ bætti hann við, og skírskot-
aði til vígs Ísraela á stofnanda Ham-
as, Ahmed Yassin, í mars, og eftir-
manni hans, Abdelaziz Rantissi.
Reuters
Palestínumenn hefja á loft hluta úr ísraelska brynvagninum sem sprengdur var í loft upp í Gazaborg í gær.
Ísraelskur bryn-
vagn sprengdur
Gazaborg, Jerúsalem. AFP.
SPÆNSKI herinn neitaði að verða
við beiðni Bandaríkjamanna um að
efna til meiriháttar hernaðaraðgerða
gegn fylgismönnum sjítaklerksins
Moqtada al-Sadrs í hinni helgu borg
Najaf áður en þeir yfirgáfu Írak í
síðasta mánuði. Þetta var haft eftir
spænskum hershöfðingja í gær.
„Umboð okkar felur ekki í sér að
við efnum til árása heldur að við
stuðlum að stöðugleika og uppbygg-
ingu [í Írak], auk þess sem við erum
ekki í stakk búnir til að ráðast í slíka
stóraðgerð,“ sagði hershöfðinginn,
Jose Enrique Ayala, að því er fram
kom í spænskum dagblöðum.
Ayala sagði að yfirmenn Banda-
ríkjahers hefðu farið fram á það í
apríl að spænsku hermennirnir 200,
sem þá voru í Najaf, réðust gegn al-
Sadr með það í huga að handtaka
hann. Sagði Jose Bono, varnarmála-
ráðherra Spánar, um þetta á mánu-
dag að Spánn hefði „algerlega hafn-
að að afhenda [Bandaríkjamönnum]
tiltekinn trúarleiðtoga, dauðan eða
lifandi, eins og við vorum beðnir um
að gera á sínum tíma“.
Enn eru nokkur hundruð spænsk-
ir hermenn í Írak en þeirra verkefni
er að flytja búnað spænsku hersveit-
anna, sem þegar hafa yfirgefið land-
ið, heim til Spánar. Sagði Bono að
mögulega yrði hægt að afhenda
Bandaríkjamönnum yfirráð í her-
búðunum, sem Spánverjar réðu yfir
suður af Bagdad, í lok þessarar viku.
13 fylgismenn al-Sadrs felldir
Bandaríkjamenn greindu frá því í
gær að þeir hefðu fellt þrettán liðs-
menn vopnaðra sveita al-Sadrs ná-
lægt borginni Kufa, sunnarlega í
Írak. Harðir bardagar hafa geisað
milli bandarískra hermanna og
manna al-Sadrs undanfarna daga.
Fjórir dóu einnig í gær í spreng-
ingu í borginni Kirkuk í N-Írak og
ráðist var á bílalest á þjóðveginum
sem liggur frá jórdönsku landamær-
unum til Bagdad. Þá féll einn Rússi
og tveir aðrir voru teknir í gíslingu.
Spánverjar
neituðu að ráð-
ast gegn al-Sadr
Madríd, Bagdad. AFP.
MYNDBAND, sem birt var á net-
svæði á vegum herskárra íslamskra
samtaka í gær, virtist sýna liðsmenn
hóps, sem tengdur er hryðjuverka-
samtökunum al-Qaeda, hálshöggva
bandarískan gísl. Segja mennirnir á
myndbandinu að um sé að ræða
hefnd fyrir pyntingar sem íraskir
fangar sættu af hálfu bandarískra
hermanna og varða í fangelsum í
Írak.
Fimm menn með svartar grímur
standa yfir manni sem bundinn er á
höndum og fótum. Kynnir maðurinn
sig sem Bandaríkjamann frá Phila-
delphiu og segist heita Nick Berg.
Lík Bergs fannst í Bagdad sl. laug-
ardag.
Eftir að maðurinn hefur lesið yf-
irlýsinguna sést þegar hinir mennirn-
ir hálshöggva hann með stórum hníf
um leið og þeir hrópa Allahu Akbar!
(Guð er mikill!) Þeir halda síðan á
höfðinu fyrir framan myndavélina.
Einn maðurinn les síðan yfirlýs-
ingu þar sem segir, að þeir hafi boðið
bandarískum stjórnvöldum að skipta
á þessum gísl og nokkrum föngum
sem haldið var í Abu Ghraib-fangels-
inu og því hafi verið neitað.
Aftaka á myndbandi
Bagdad. AFP.
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti ákvað í gær að setja bann við öll-
um útflutningi bandarísks varnings
til Sýrlands, nema á matvælum og
lyfjum. Var þetta haft eftir embætt-
ismönnum í þjónustu Bandaríkja-
þings, sem ríkisstjórnin upplýsti um
ákvörðunina fyrir opinbera birtingu
hennar.
Þessar viðskiptaþvinganir gegn
Sýrlandi fylgja í kjölfar annarra
þingunaraðgerða sem bandarísk
stjórnvöld hafa gripið til gegn land-
inu vegna langvarandi óánægju með
að sýrlenzk stjórnvöld hafa sýnt lít-
inn vilja í verki að stöðva straum
manna yfir landamærin til Íraks sem
þar taka þátt í skæruhernaði gegn
bandaríska hernámsliðinu.
Banna út-
flutning til
Sýrlands
Washington. AP.