Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 49
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 49
ÁRMANN Smári Björnsson, sókn-
armaður FH-inga, sem fékk þungt
högg á síðuna eftir árekstur við
Kristján Finnbogason, markvörð
KR-inga, í úrslitaleik deildabikars-
ins verður líklega ekki klár í slag-
inn með Hafnarfjarðarliðinu þegar
það sækir Íslandsmeistara KR heim
í opnunarleik Íslandsmótsins á
laugardaginn. Ármann er ekki rif-
beinsbrotinn eins og óttast var í
fyrstu en hann er mjög aumur og
hæpið að hann verði búinn að ná
sér fyrir leikinn. Þá er ljóst að FH-
ingar verða án Allans Borgvardts,
sem er hugsanlega kviðslitinn, og
Emils Hallfreðssonar, sem tognaði
á öxl á dögunum.
Ármann
Smári er
ekki brotinn
PAUL McShane, skoski miðju-
maðurinn hjá Grindavík, er meiddur
á fæti og óvíst að hann verði með í
fyrsta leik liðsins á Íslandsmótinu í
knattspyrnu en Grindvíkingar taka á
móti ÍBV á sunnudaginn. McShane
varð fyrir meiðslunum í æfingaferð
liðsins til Serbíu í síðasta mánuði en
þá flísaðist upp úr beini.
BRANISLAV Zrnic, 24 ára gamall
knattspyrnumaður frá Serbíu/
Svartfjallalandi, er genginn til liðs
við 2. deildarlið KS frá Siglufirði.
Það er Marko Tanasic, fyrrum leik-
maður Keflvíkinga, sem þjálfar lið
KS þriðja árið í röð.
MARK Duffield frá Siglufirði,
leikjahæsti leikmaðurinn í íslensku
deildakeppninni í knattspyrnu frá
upphafi, er enn ekki búinn að leggja
skóna á hilluna þótt hann sé á 42.
aldursári. Mark er að hefja sitt 25.
keppnistímabil í meistaraflokki og
hyggst spila með nýju 3. deildarliði
sem leikur undir nafni GKS, Golf-
klúbbs Siglufjarðar í sumar.
HJÁLMAR Jónsson lék ekki með
Gautaborg vegna meiðsla þegar lið
hans vann Helsingborg, 2:1, á úti-
velli í sænsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í fyrrakvöld. Hjálmar togn-
aði í læri í síðustu viku en meiðslin
eru ekki talin alvarleg.
STUÐNINGSMENN Hammarby
töldu Pétur Hafliða Marteinsson
næstbesta leikmann liðsins þegar
það tapaði 0:1 fyrir Trelleborg í
sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld.
Í kjöri á vef félagsins fékk Pétur 4,96
í meðaleinkunn. Þess má geta að
hann hefur fengið allt að 8,4 í ein-
kunn frá stuðningsmönnunum fyrir
frammistöðu sína það sem af er tíma-
bilinu.
SVAVAR Vignisson, línumaður úr
FH, var valinn besti leikmaðurinn á
Norðurlandamóti lögreglulandsliða í
handknattleik sem fram fór í Dan-
mörku um síðustu helgi. Ísland hafn-
aði í öðru sæti mótsins, tapaði fyrir
Danmörku í úrslitaleiknum með 5
marka mun en hefði nægt fjögurra
marka tap til sigurs í mótinu.
ALEX Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, hefur
áhuga á að koma á sterku móti í
Manchestar í sumar. Vonast hann til
að á mótið, sem kallast „Mót meist-
aranna“ , komi nokkur af stærstu og
þekktustu liðum Evrópu.
FERGUSON hefur þessa dagana
áhyggjur að því að enska landsliðinu
gangi of vel á EM í Portúgal í sumar.
Úrslitaleikurinn verður 4. júlí og
segir Ferguson að ef liðið komist
langt í keppninni komi það niður á
undirbúningi United. „Reynslan
segir að þegar leikmenn taka þátt í
svona móti þá þurfi þeir alveg heilan
mánuð til að jafna sig og ef maður
gefur þeim ekki frí í mánuð kemur
það niður á liðinu síðar á leiktíðinni.“
FÓLK
ÓLAFUR Björn Lárusson var í
gær ráðinn þjálfari meistara- og
2. flokks Aftureldingar í hand-
knattleik og gerði félagið við
hann þriggja ára samning. Ólaf-
ur er ekki með öllu ókunnur í
Mosfellsbænum því hann þjálfaði
2. og 3. flokk félagsins leiktíðina
2002 til 2003 og nutu þá lang-
flestir þeirra leikmanna sem nú
eru í meistara- og 2. flokki Aft-
ureldingar leiðsagnar hans.
Áður hafði stjórn handknatt-
leiksdeildar Aftureldingar
ákveðið að endurnýja ekki
samning sinn við Karl Erlings-
son, þjálfara. Sökum þess sendi
handknattleiksdeild Aftureld-
ingar frá sér eftirfarandi til-
kynningu í gærkvöldi; „Hand-
knattleiksdeild Aftureldingar og
Karl Erlingsson þjálfari hafa
slitið samstarfi sínu. Handknatt-
leiksdeild Aftureldingar kaus að
endurnýja ekki samning sinn við
Karl og hefur hann því lokið
störfum fyrir félagið að sinni.
Karl hefur viðhaft hörð orð í
fjölmiðlum vegna þessa máls og
er það miður. Slík orð eru ein-
göngu til þess fallin að undir-
strika ákvörðun stjórnarinnar.
Stjórn handknattleiksdeildar
Aftureldingar ætlar ekki að
munnhöggvast við Karl um
þetta mál í fjölmiðlum. Hafa ber
í huga að tvær hliðar eru að
minnsta kosti á öllum málum.
Karli eru þökkuð störf sín
fyrir félagið í vetur og á árum
áður og óskað velfarnaðar í
framtíðinni.“
ÁHUGAMENNSKUNEFND Golf-
sambands Íslands sendi í gær frá
sér reglugerð um leyfilegt há-
marksverðmæti verðlauna í golf-
keppnum árið 2004 en þar er vak-
in athygli á því að hámarks-
verðmæti verðlauna hafi aukist
verulega og sé nú 75.000 kr. Er þá
miðað við smásöluverðmæti vinn-
ings. Áhugamaður má ekki veita
viðtöku verðlaunum sem greidd
eru út í peningum eða ávísun á
peninga. Áður var hámarkið
45.000 kr.
Vinni keppandi til fleiri en
einna verðlauna á sama móti (eða
mótasamfellu) má samanlagt verð-
mæti þeirra ekki vera umfram kr.
75.000. Þetta gildir einnig um
verðlaun sem eru veitt samkvæmt
útdrætti úr skorkortum.
Verðlaun fyrir að fara holu í
höggi mega einnig vera að verð-
mæti kr. 75.000. Um þau gildir
hins vegar sú sérregla að þau
mega koma að fullu til viðbótar
sérhverjum öðrum verðlaunum í
sama móti
Ferðavinningar mega vera að
verðmæti kr. 100.000.
Hámarks-
verðmæti
verðlauna
Þórður Emil tók á dögunumþátt í innanfélagsmóti hjá
Golf de Belenhaf, klúbbnum sem
hann er í, og gerði sér lítið fyrir og
setti vallarmet þegar hann lék á 68
höggum, fjórum höggum undir
pari vallarsins.
„Þetta var gaman og það gekk
mjög vel hjá mér á þessum hring,“
sagði Þórður Emil í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Annars spila
ég ekki mikið hérna, það er svo
mikið að gera, bæði í vinnunni og
eins heima fyrir,“ sagði kappinn
sem eignaðist sitt þriðja barn í síð-
ustu viku, strák, en fyrir áttu þau
hjón tvær stelpur. „Nú er maður
kominn með samherja í golfið,“
segir hann og hlær en eldri dóttir
hans er þegar byrjuð að reyna sig
í íþróttinni enda orðin sjö ára.
Þórður Emil segist spila mjög
lítið miðað við það sem hann gerði
þegar hann var upp á sitt besta.
„Ætli ég sé ekki búinn að fara tíu
hringi eða svo í ár, en hér er bara
lokað í janúar, annars eru sum-
arflatirnar opnar. Mér hefur geng-
ið ágætlega enda er þetta bara
tóm ánægja þegar menn spila
svona sjaldan. Það er svo rosalega
skemmtilegt í hvert sinn sem mað-
ur kemst í golf,“ segir Þórður Em-
il.
Hann tók þátt í Íslandsmótinu
hér á landi fyrir tveimur árum en
spilaði ekkert hér á landi í fyrra.
„Það er búið að ákveða að ég kem
heim og keppi með Leyni í
sveitakeppni GSÍ. Strákarnir féllu
í fyrra og þetta er auðvitað klúbb-
ur sem á hvergi heima nema í
efstu deild og þangað ætlum við.
Vonandi tekst mér að styrkja
sveitina eitthvað, en það eru svo
margir hættir, farnir í aðra
klúbba, eins og GR, þar sem þeir
halda að þeir geti skorað betur,“
segir Þórður Emil og vísar óbeint í
sigur sinn á Íslandsmótinu í Graf-
arholti 1997.
Hann segist kunna mjög vel við
sig í Lúxemborg þar sem hann
starfar hjá Kaupþingi. „Það er fínt
að vera hér, stutt í allt og til-
tölulega fljótlegt að skjótast heim
þó svo það hafi nú verið betra áður
en hætt var að fljúga beint hingað.
Það gerðist hálfum mánuði áður
en ég flutti út.“
Þórður Emil var með +2 í for-
gjöf þegar best lét fyrir nokkrum
árum, fór upp í 0,5 um tíma í fyrra
en hefur lækkað sig í ár og er nú
með +0,2 og stefnir ótrauður að
því að lækka sig enn frekar því nú
er ætlunin að æfa aðeins þannig að
hann komi sterkur til leiks í
sveitakeppninni með Leyni.
Morgunblaðið/BJG
Félagarnir Þórður Emil Ólafsson, til hægri, og Birgir Leifur Hafþórsson fagna 1997.
Þórður Emil
setti vallarmet
í Lúxemborg
ÞÓRÐUR Emil Ólafsson, kylfingur frá Akranesi, hefur lítið verið í
fréttum síðustu árin enda flutti hann til Lúxemborgar í janúar 1999,
einu og hálfu ári eftir að hann fagnaði Íslandsmeistaratitli í golfi.
Síðan þá hefur hann lítið leikið golf, fer þó stöku sinnum sér til
ánægju og yndisauka.
Ólafur tekur við Aftureldingu