Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 51 Þjálfarastyrkir ÍSÍ Verkefnasjóður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auglýsir hér með til umsóknar styrki fyrir íþróttaþjálfara til að sækja sér menntun eða kynna sér þjálfun erlendis. Veittir verða 10 styrkir, hver að upphæð kr. 50.000,- Við úthlutun verður leitast við að styrkja sem flestar íþróttagreinar. Þjálfarar hvers kyns hópa (afreksmanna, barna og unglinga o.s.frv.) koma jafnt til greina við úthlutun. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um styrkina. Umsóknum með lýsingu á náms- og starfsferli, auk greinargóðrar lýsingar á fyrirhugaðri ráðstöfun styrksins og ávinningi íþróttahreyfingarinnar af henni, skal skilað til skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fyrir þriðjudaginn 1. júní nk. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni Laugardal og á heimasíðu ÍSÍ – www.isisport.is Vor 2004 SUNDKONURNAR Ragnheiður Ragnarsdóttir og Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir bættu Íslandsmetið í 100 m skriðsundi í 50 m laug á Evrópu- meistaramótinu í Madríd í gær. Ragnheiður hafnaði í 14. sæti í und- anúrslitum á 56,77 sekúndum og bætti þá nokkurra klukkustunda gamalt met Kolbrúnar Ýrar, 56,86, sem hún setti í undanrásum í gær- morgun þegar Kolbrún bætti eigið met frá 4. apríl um 69/100 úr sek- úndu. Báðar komust þær í undan- úrslit í greininni með árangri sín- um í gærmorgun, Kolbrún varð í 14. sæti í undanrásunum en Ragn- heiður í 17. sæti á 57,19 og bætti þá sinn fyrri árangur um 68/100 úr sekúndu. Þar sem einn keppandi sem hafði tryggt sér sæti í undan- úrslitum heltist úr lestinni fékk Ragnheiður tækifæri í undanúrslit- unum þar sem 16 bestu sundmenn undanrásanna fengu að spreyta sig. Ragnheiður fylgdi árangri sínum frá því um morguninn eftir, synti enn betur og bætti Íslandsmet Kol- brúnar. Kolbrún náði sér hins veg- ar ekki eins vel á strik og hafnaði í 16. sæti á 57,42 sekúndum, rúmlega hálfri sekúndu frá metinu sem hún setti fyrr um morguninn. Til þess að komast í úrslit átta bestu sund- mannanna þurfti að synda á 55,70. Örn Arnarson varð í 29. sæti af 47 keppendum í 100 m skriðsundi á 51,52 sek. Þá hafnaði Íris Edda Heimisdóttir í 29. og næstneðsta sæti í 100 m bringusundi á 1.14,92 mínútum. Ragnheiður og Kolbrún bættu metin í Madríd FULLTRÚAR frá Arsenal í Englandi og Brescia á Ítalíu hafa boðað komu sína á KR- völlinn á laugardaginn þegar KR og FH mætast þar í opn- unarleik Íslandsmótsins í knattspyrnu. „Þessir menn hafa haft sam- band við okkur og óskað eftir því að tekið verði á móti þeim í stúku stjórnarmanna. Við höf- um fengið fleiri fyrirspurnir, og það virðast margir erlendir fulltrúar ætla að fylgjast með leikjunum í fyrstu umferð deildarinnar um helgina. Ef- laust eru það fleiri en við sem fáum þessar fyrirspurnir,“ sagði Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KR-Sport, við Morgunblaðið í gær. Fulltrúar Arsenal og Brescia mæta  INGI Þór Steinþórsson, fyrrver- andi þjálfari meistaraflokks karla í KR í körfuknattleik, hefur verið ráð- inn yfirþjálfari yngri flokka KR. Það er félaginu mjög mikilvægt að vel sé haldið utan um starf yngri flokka og því er þessi ráðning stórt skref í rétta átt. Ingi Þór mun hafa yfirum- sjón með stefnumótun og gerð nám- skrár fyrir starf yngri flokkanna. Einnig mun hann sjá um séræfingar fyrir efnilega iðkendur, auk þess að þjálfa tvo flokka.  Á HEIMASÍÐU bikarmeistaraliðs ÍA í knattspyrnu er greint frá því að kanadíski leikmaðurinn Alen Marc- ina muni leika með liðinu í sumar. Óvissa hefur verið um leikheimild leikmannsins, en félagið sem hann kemur frá, Ottawa Wizards, hefur náð samkomulagi við Knattspyrnu- félag Akraness.  MARCINA er 24 ára gamall fram- herji og ætti að vera í leikmannahópi liðsins gegn Fylki í fyrstu umferð Landsbankadeildarinnar hinn 16. maí en liðin eigast við á Akranesi.  KSÍ, í samvinnu við breska sendi- ráðið og Knattspyrnuakademíu Ís- lands, stendur fyrir markmanns- þjálfunarnámskeiði Simon Smith dagana 17. og 18. maí í Fífunni og Smáranum í Kópavogi. Simon Smith er núverandi markmanns- þjálfari Newcastle United og vinnur þar undir stjórn Bobby Robson og þjálfar því m.a. Shay Given mark- vörð Newcastle United, hann hefur einnig starfað fyrir U-16 landslið Englands og A-landslið kvenna hjá Englandi. Námskeiðið fer fram á ensku og það er ókeypis aðgangur.  ÍTALSKI knattspyrnukappinn Gi- anfranco Zola, 37 ára, segist vera tilbúinn í slaginn hjá Chelsea á nýjan leik – ekki sem leikmaður, heldur sem einn af þjálfurum liðsins. FÓLK Ég var þokkalega sáttur viðvarnarleikinn í fyrri hálfleik en það sama var ekki um sóknina. Ef menn ætluðu að halda áfram á sömu braut þýddi það að- eins fleiri leiki í þessari rimmu. Í síðari hálfleik breyttust hlutirnir hjá okkur. Vörnin var stórkostleg, Birkir Ívar Guðmundsson varði eins og hann gerir best og í stuttu máli áttu þeir ekki möguleika gegn okkur í þessum ham.“ Páll bætti því við að Haukar legðu ekki mikla áherslu á að kort- leggja leik Vals á þessu stigi. „Við veltum okkur ekki upp úr því sem andstæðingarnir eru að gera. Þess í stað einbeitum við okkur að því sem við þurfum að gera.“ Þegar þjálfarinn var spurður hvort hann legði hart að sínum mönnum að klára verkefnið á fimmtudag til þess að hann gæti farið að viðra golfkylfurnar brosti Páll út í annað munnvikið. „Nei en það væri ekki verra að geta bókað rástíma síðdegis á sunnudag,“ sagði Páll en þá er ráðgert að fjórði leik- ur liðanna fari fram á Hlíðarenda. „Það eru margir kylfingar í her- búðum Hauka en það verður að bíða þar til við höfum lokið þessu verkefni,“ sagði Páll. Ásgeir Örn Hallgrímsson var mættur út á keppnisvöllinn skömmu eftir leikinn þar sem hann skokkaði úr sér þreytuna ásamt fé- lögum sínum úr liðinu. „Ég veit ekki hvort Valsmenn taka ekki mark á mér í upphafi leiks eða hvort ég er svona ákveðinn. Alla- vega gengur mér vel í byrjun leiks gegn Val þessa dagana og síðan taka aðrir við,“ sagði Ásgeir sem skoraði alls 10 mörk og 6 af fyrstu 8 mörkum liðsins. „Það verður ekkert mál að gíra sig niður eftir þennan leik. Ég kláraði síðasta prófið í fyrradag og núna getur maður ein- beitt sér að fullu fram að næsta leik,“ sagði Ásgeir en hann stundar nám við Verslunarskóla Íslands. Ásgeir hafði ekki áhyggjur af því ef forsvarsmenn Hauka væru þegar farnir að undirbúa sigurhátíð á fimmtudagskvöld. „Við erum ekk- ert að skipta okkur af slíku en ger- um allt til þess að ljúka verkefninu á fimmtudag á heimavelli,“ sagði Ásgeir Örn. „Fer ekki í frí í sólina í ágúst“ Birkir Ívar Guðmundsson mark- vörður Hauka varði alls 21 skot í leiknum og lagði grunninn að sigri liðsins með frábærum kafla í upp- hafi síðari hálfleiks. „Ég ligg ekki yfir myndböndum og kortlegg leik- menn Vals. Samvinna markvarðar og varnar hjá okkur var til fyrir- myndar og þá gengur mér vel,“ sagði Birkir Ívar en var ekki á því að hann væri að sanna sig fyrir landsliðsþjálfarannum Guðmundi Guðmundssyni fyrir valið á lands- liðshópnum fyrir Ólympíuleikana um miðjan ágúst. „Guðmundur vel- ur liðið og ég virði ákvörðun hans, hver sem hún verður,“ sagði Birkir og neitaði því að hann væri búinn að panta sólarlandaferð í lok ágúst. „Nei það er ekki á dagskrá,“ sagði Birkir Ívar og brosti. „Mistök að taka ekki leikhlé“ Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var ótrúlega brattur þrátt fyr- ir stöðu liðsins, 2:0 undir, og næsti leikur á útivelli. „Við verðum að slaka aðeins á og reyna að hafa meira gaman af því sem við erum að gera. Auðvitað geta menn ekki gefist upp í þessari stöðu og það kemur aldrei upp í okkar hóp. Við höfum sýnt það að við getum gert það sem okkur langar til þess að gera ef viljinn er fyrir hendi. Og núna er stundin runnin upp, það er aðeins einn leikur og öll pressan er á Haukum,“ sagði Óskar Bjarni en hann taldi að Birkir Ívar hefði gert gæfumuninn að þessu sinni. „Hann er maður leiksins og var ótrúlega góður í síðari hálfleik. Við skutum reyndar oft illa á hann og þeir fengu hraðaupphlaup í kjölfarið. Það kom slík gusa framan í okkur í upphafi síðari hálfleiks, ég ætlaði að taka leikhlé eftir fimm mínútur, beið aðeins þar sem að við vorum að fá færi sem ekki nýttust. Eftir á að hyggja gerði ég mistök að taka ekki leikhlé. Það verður ekki mikið mál að fá strákana til þess að berjast á fimmtudaginn, þeir vita hvað þeir þurfa að gera,“ sagði Óskar Bjarni. Morgunblaðið/ÞÖK Haukamaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson var Valsmönnum afar erfiður í gærkvöldi en hann skor- aði tíu mörk. Hér reyna Baldvin Þorsteinsson og Hjalti Pálmason að stöðva Ásgeir Örn. „Vörnin var stórkostleg“ „ÉG lagði á það áherslu er við ræddum saman í leikhléi að við gæt- um ekki leyft okkur að misnota færi einn gegn markverði. Það var í raun það eina sem við ræddum um og menn skildu það, enda viljum við ekki koma hingað aftur,“ sagði Páll Ólafsson þjálfari Hauka eftir 29:23 sigur liðsins gegn Val á Hlíðarenda í gær. Íslandsmeistararnir eru með vænlega stöðu fyrir þriðja leik liðanna sem fram fer á fimmtudag á Ásvöllum en þar geta Haukar tryggt sér titilinn. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.