Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 35
✝ Sigurgeir Ein-arsson rafeinda-
virki fæddist á Ak-
ureyri 23. desember
1962. Hann lést af
slysförum 2. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru hjónin Ein-
ar Valmundsson, f.
1928, og Hallfríður
Kristjana Sigur-
geirsdóttir, f. 1924.
Systkini Sigur-
geirs eru Valmund-
ur, f. 1950, maki
Elsa Pálmey Pálma-
dóttir, f. 1958, og
eiga þau fjögur börn; Sólveig, f.
1954, maki Pétur Jóhannsson og
eiga þau þrjú börn; Steinunn, f.
1957, á hún eina dóttur; Filippus
Þór, f. 1959, maki Svanhildur
Indiana Svansdóttir, f. 1961, og
eiga þau þrjú börn.
Sigurgeir var í sambúð með
Helgu Ingvarsdóttur, f. 1967.
Þeirra sonur er Elv-
ar, f. 1988. Þau slitu
samvistum. Foreldr-
ar Helgu eru Ingvar
Baldursson, f. 1943,
og Ragnhildur
Bragadóttir, f.
1944.
Eftirlifandi sam-
býliskona Sigur-
geirs er Kristjana
Ólöf Ívarsdóttir, f.
1965. Dætur þeirra
eru Elín Kata, f.
1999, og Jenný
Vala, f. 2003. For-
eldrar Kristjönu
eru Valgerður Aðalsteinsdóttir,
f. 1923, og Ívar Ólafsson, f. 1921,
d. 1999. Bróðir Kristjönu er Stef-
án Ævar Ívarsson, f. 1948. Sam-
býliskona er Elín G. Jóhannes-
dóttir, f. 1951.
Útför Sigurgeirs fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Það er með sárum trega og sökn-
uði sem við kveðjum Geira vin okkar
og sleðafélaga. Við félagarnir kynnt-
umst Geira í gegnum sleðamennsk-
una og Finna Víði sem er meðeigandi
hans í fyrirtækinu Brúnni. Þessi
hópur inniheldur sleðamenn með
nokkuð mismunandi áhugastig í
sleðamennskunni. Sumir kjósa að
vera í brekkuspóli, aðrir í dagsferð-
um en fæstir höfðu áhuga á að skoða
hálendið þar til við kynntumst Geira.
Það er óhætt að segja að Geiri hafi í
raun víkkað sjóndeildarhring okkar
og betrumbætt okkar sleðamennsku
með áhuga sínum á hálendinu og
ferðamennsku.
Geiri var mjög gætinn í öllu þegar
kom að sleðaferðum, vel útbúinn og
með öll hugsanleg öryggistæki sem
notuð eru. Hann lét það ekki duga,
heldur hvatti hann okkur félagana til
að vera með réttu öryggistækin og
skammaði okkur ef honum fannst við
kærulausir.
Við félagarnir stöndum nú harmi
slegnir yfir ótímabæru fráfalli góðs
félaga og vinar. Þetta hörmulega
slys sýnir okkur að enginn fær ráðið
við náttúruöflin þegar þau sýna sig í
sinni verstu mynd, þrátt fyrir mikla
reynslu og að alls öryggis sé gætt.
Geiri var mikill fjölskyldumaður
og átti fallegt heimili með Kristjönu
og börnum sínum. Hans er sárt
saknað.
Sú stjarnan sem glóði í gær
og gladdi huga minn,
leiftrar enn ljómandi skær
þótt líkamans fölni kinn.
Þú leitaðir lítt að hróðri
um lífsins skeið,
en hlúðir að hjartans gróðri
á hamingju leið.
Nú ertu horfinn meðal heilladísa
í háloftin blá.
Heilagir englar um hauður þér lýsa
og hörpurnar slá.
En sorg og gleði sína þræði
spinna í örlagaveg.
Líkn með þraut er löngum vor græðir;
hið ljóðræna lífsins stef.
(Gunnþór Guðmundsson.)
Hugur okkar er hjá þér, kæra
Kristjana, börnunum og öðrum að-
standendum. Við og eiginkonur okk-
ar sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur.
Haraldur, Heiðar, Klemenz,
Sigurður og Þórður.
Orð Kristjönu um að Sigurgeir
væri dáinn ristu djúpt og sögðu svo
skýrt hve hans er sárt saknað.
Við minnumst þeirra stunda sem
fjölskyldur okkar hafa átt saman,
stunda þar sem við höfum fengið að
njóta ykkar einskæru gestrisni, með
þeim fjölda gistinátta sem við höfum
ekki lengur tölu á. Einnig hvernig
við höfum fengið að njóta heimsókna
ykkar hér í Mosfellsbæinn og þess
heiðurs að hafa ykkur sem gesti er
við bjuggum í Noregi. Með svo nán-
um samverustundum gátum við
fengið að njóta mannkosta Sigur-
geirs, hans trausts, áreiðanleika og
hins mikla fjölskyldumanns.
Það þarf ekki að líta nema eitt ár
aftur í tímann til að rifja upp jeppa-
ferðir fjölskyldna okkar norður í
Fjörður og Flateyjardal, svo ekki sé
talað um einstaka vélsleðaferð á
sömu slóðir sem Sigurgeir var búinn
að undirbúa af kostgæfni og lýsti
hans vinarhug. Í þessum ferðum
kom svo vel í ljós hversu reyndur
ferðamaður Sigurgeir var, hvernig
öryggi og góður búnaður var hafður
að leiðarljósi.
Hvað hann var fylginn sér og
ákveðinn sýndi að þar bjó að baki
ákveðin skapgerð. Hann gat sett í
brýrnar, en það var einatt stutt í
brosið og hlýleikann. Sigurgeir var
ávallt reiðubúinn til aðstoðar og til
að miðla af þekkingu sinni og
reynslu. Slíkan vin og samferða-
mann viljum við þakka fyrir að hafa
átt og minnumst nú í huga okkar.
Okkar kæra Kristjana, Elvar, Elín
Kata og Jenný Vala. Ferðalag okkar
heldur áfram og er það einlæg ósk
okkar að fá að njóta þess áfram með
ykkur.
Björgvin Filippusson,
Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir
og börn.
Með söknuð í hjarta kveðjum við
kæran vin okkar og nágranna, Sig-
urgeir Einarsson, eða Geira eins og
við kölluðum hann. Í tæp sex ár höf-
um við búið hlið við hlið og samgang-
ur verið mikill. Það er því sárara en
orð fá lýst, að horfa á eftir góðum
dreng í blóma lífsins, hrifinn á brott
svo sviplega. Við kveðjum Geira með
hlýhug og virðingu, og geymum
margar góðar minningar um hann.
Þegar næðir í mínu hjarta
og í huga mér engin ró
og ég þrái að sjá hið bjarta
sem að áður í mér bjó
þá er lausnin alltaf nálæg,
ef um hana í auðmýkt bið
og með bæninni kemur ljósið
og í ljósinu finn ég frið.
Ó, svo dapur er dagur vaknar,
dægurþrasið svo fjarri er.
Mundu þegar þú sárast saknar
og sólin skín hvergi nærri þér
að í bæn er falinn máttur er þig
magnar þúsundfalt
því með bæninni kemur ljósið
og í ljósinu lagast allt.
(Páll Óskar.)
Elsku Kristjana, Elvar, Elín Kata,
Jenný Vala og aðrir ástvinir, megi al-
góður Guð styðja ykkur í sorginni.
Kristjana, Rögnvaldur,
Lena Sif, Thelma Rut
og Tinna Karen.
Í gegnum tíðina, þegar fréttir af
norðlenskum snjósleðamönnum hafa
borist, hefur hjartað tekið aukakipp
því mér verður gjarnan hugsað til
fyrrverandi starfsmanns míns, Sig-
urgeirs, sem vann hjá Radiomiðun
um fimm ára skeið. Sigurgeir fluttist
norður fyrir tæpum tíu árum og rak
þar farsælt sölu- og þjónustufyrir-
tæki fyrir sjávarútveginn.
Sjálfur þekki ég tilfinninguna að
ferðast um snæviþakið landið á vél-
sleða og upplifa okkar ægifagra land
á þann hátt. Þetta er einstök tilfinn-
ing og auðvelt að skilja þá sem sækja
inn í óbyggðir landsins til að upplifa
náttúruna á þennan einstæða hátt.
Hins vegar er vart hægt að hugsa
sér hættulegri ferðamáta. Hætturn-
ar eru alls staðar og skiptir þá ekki
alltaf máli hversu hratt er farið yfir,
því hengjur, hláka, klakabrynjur og
ófyrirséðar og óvæntar veðrabreyt-
ingar sjá til þess að aldrei verður
hægt að kalla þennan ferðamáta
öruggan.
Yfirvegun var eitt af aðalsmerkj-
um Sigurgeirs og hef ég enga trú á
að þar hafi skipt máli hvort hann var
að stýra sínum vélfák eða greina og
gera við flókin rafeindatæki. Þessi
drengur hafði svo margt til brunns
að bera og var einn þeirra starfs-
manna sem ég saknaði sárt frá þeim
degi sem hann hætti hjá okkur. Ég
hafði alltaf á tilfinningunni að leiðir
okkar ættu eftir að liggja saman á
ný, en ég vissi ekki að það yrði ekki
fyrr en ég kveð þennan heim.
Sigurgeir var mikill fagmaður,
hafði fágaða framkomu, var fljótur
að greina þarfir viðskiptavinarins,
bjó yfir miklum sannfæringarkrafti,
var afar traustur og hreinskiptinn.
Fátt betra er hægt að segja um einn
einstakling og því er missir mikill að
þessum kæra dreng.
Ég færi ástvinum Sigurgeirs mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Kristján Gíslason.
En þegar þú lagðist til hvíldar,
hvíslaði nóttin að þér:
þeim einum, sem gefur, vitnast,
hvað vinátta er.
(Bragi Sigurjónsson.)
Þegar ég var að alast upp á Ak-
ureyri, hélt móðir mín, Helga Jóns-
dóttir, að okkur börnum sínum þeirri
skoðun að hún hefði átt indæla æsku,
ekki aðeins vegna þess að foreldrar
hennar hefðu verið henni fyrirmynd
heldur allir í Glerárgötunni; þar
hefði verið gott mannlíf og valið fólk í
hverju húsi.
Faðir minn, Bragi Sigurjónsson,
sem flust hafði í Götuna fullorðinn,
deildi þessari skoðun með henni.
Valmundarfólkið bjó í Glerárgöt-
unni samtíða foreldrum mínum.
Sigurgeir Einarsson Valmunds-
sonar þurfti þess vegna engin með-
mæli þegar hann birtist í Bjarkastíg
7 með Helgu, nöfnu móður minnar,
Ingvarsdóttur og þau rugluðu saman
reytunum. Foreldrar mínir voru
öruggir um mannkosti hans. Þau
þóttust heldur ekki svikin. Enda
reyndist Sigurgeir foreldrum mínum
sannur vinur í elli þeirra. Ánægja
þeirra með að hafa endurnýjað
tengslin við Götuna, þar sem þau
höfðu búið fyrstu hjúskaparár sín,
var endurgoldin. Sigurgeir var þægi-
legur í framkomu, feimulaus en kurt-
eis, ræðinn og umhyggjusamur með
afbrigðum. Ræktarsemi hans við
foreldra mína var ekki síðri en
barnabarna þeirra og átti hann þeim
þó ekkert upp að inna nema vináttu
þeirra. Allt viðmót hans bar uppeldi
hans og upplagi fagurt vitni.
Föðurleg rækt Sigurgeirs við Elv-
ar, son sinn, var einnig einstök, jafnt
þegar þeir voru daglega samvistum
og eftir að þeir áttu ekki þeirrar
gæfu lengur að njóta. Elvar, hálf-
systur hans og Kristjana Ívarsdóttir,
sambýliskona Sigurgeirs hafa mikils
misst. Verði þeim, foreldrum hans og
systkinum huggun í minningunum
um góðan dreng. Ég votta þeim sam-
úð um leið og ég þakka áralanga
tryggð og vináttu Sigurgeirs við for-
eldra mína þegar þau þurftu á
hvorutveggja að halda. Nærgætni
hans og virðing við þau verður aldrei
fullþökkuð.
Úlfar Bragason.
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir
(Hannes Pét.)
Við höfum þessi orð skáldsins að
leiðarljósi og huggun. Við skulum
vera himnarnir yfir honum og leitast
við að gleyma ekki, heldur muna eft-
ir öllu því sem hvert og eitt okkar
geymir í hugskoti sínu um Sigurgeir.
Þótt skyldunnar blóð ekki bindi’oss við þig,
það band tengdi lífið um samleiðarstig.
Með glóbjartan lokkinn
þú fyllir ei flokkinn,
í fámennum hóp sýnir missirinn sig.
(Einar Ben.)
Við biðjum þess að góður guð
styrki Kristjönu, börnin og aðra að-
standendur í missi þeirra og sorg.
Félagar í Rótarýklúbbi
Eyjafjarðar.
SIGURGEIR
EINARSSON
Elsku Anna frænka.
Til hamingju með af-
mælið. Já, þú hefðir
orðið áttræð í dag. Þó
að það séu liðin fjögur
ár frá því að þú fórst héðan er ég
ekki ennþá búin að sætta mig við
það. Þetta kom svo óvænt og í
sjálfselsku minni fannst mér það
mjög óréttlátt að þú skyldir deyja
frá okkur en auðvitað var gott að
þú þurftir ekki að liggja lengi og
þjást eftir að þú veiktist.
Þú varst glæsileg kona, alltaf vel
til höfð og alltaf varstu glöð og kát.
Þér fannst gaman að ferðast og
margar ferðirnar voruð þið búin að
fara með foreldrum mínum bæði
innanlands og utan. Foreldrar mín-
ir vitna enn í Norðurlandaferðina,
önnur eins ferð hefur aldrei verið
ANNA BALDVINA
GOTTLIEBSDÓTTIR
✝ Anna BaldvinaGottliebsdóttir
fæddist á Horn-
brekku í Ólafsfirði
12. maí 1924. Hún
lést á Sjúkrahúsinu á
Akureyri 31. júlí síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Ólafsfjarðarkirkju 5.
ágúst.
farin. Þið Mundi voruð
svo sæt saman en oft
heyrðum við: „Ja,
Mundi,“ þegar þú
varst ekki sammála
honum um eitthvað.
Aldrei varstu aðgerð-
arlaus, alltaf var garð-
urinn vel hirtur, sum-
arbústaðarlandið
óaðfinnanlegt og ófáar
flíkurnar varstu búin
að sauma á ætt-
ingjana. Ég fór ekki
varhluta af því, ég
held að þú hafir saum-
að öll mín spariföt,
jólakjóla, fermingar- og útskriftar-
dragtir og oft kom ég með föt sem
ég var að sauma og fékk ráðlegg-
ingar. Takk fyrir það. Oft kom ég
til þín og Munda, sérstaklega eftir
að afi og amma fóru að vera hjá
ykkur á veturna, og alltaf var eitt-
hvað gott til með kaffinu. Þú varst
besta vinkona mömmu og missti
hún mjög mikið þegar þú fórst og
ég veit að hún saknar þín mikið.
Ég vil að lokum þakka þér fyrir allt
og vona að þú lítir eftir okkur
hérna niðri.
Þín bróðurdóttir,
Sigrún Konráðsdóttir.
Ástkær frændi er hrifinn á brott,
horfinn. Eftir situr sár í hjarta og
svíður undan.
Biðjum algóðan Guð að líkna
þraut og lækna sárin í hjarta eftir-
lifenda. Við vitum hann vakir yfir
ykkur og gætir ykkar.
Elsku Sigurgeir, hafðu þökk
fyrir samveruna; þína góðu nær-
veru, hlýju og kímni.
Hvíl í friði og Guð fylgi þér.
Innilegar samúðarkveðjur.
Elín Björg Þorsteinsdóttir,
Auður, Nína, Þóra
og fjölskyldur.
HINSTA KVEÐJA
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, dóttir, systir, tengdadóttir og amma,
ÁSDÍS E. GARÐARSDÓTTIR,
Sæbóli 41,
Grundarfirði,
lést á Landspítalanum, deild 11E, mánudaginn
10. maí.
Útförin fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugar-
daginn 15. maí kl. 14.00.
Svanur Tryggvason,
Garðar Svansson, Marzena Kilanowska,
Arna Svansdóttir, Júlíus Jóhannsson,
Tryggvi Svansson, Auður G. Sigurðardóttir,
Guðrún Magnúsdóttir, Sigurborg Garðarsdóttir,
Hafsteinn Þ. Garðarsson, Arnfríður Benediktsdóttir
og barnabörn
Móðurbróðir minn,
PÁLL SIGURJÓNSSON
frá Nautabúi í Hjaltadal,
lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki
mánudaginn 10. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gylfi Ísaksson.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín-
ur, og votta virðingu án þess að það sé gert
með langri grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.