Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 23
afurðum. Frá Bergstaðastræti er gengið inn í ýmsar búðir sem til- heyra þessum hópi. Grænmetisveitingastaðurinn Grænn kostur er einn af þeim, þótt húsnæði hans tilheyri Skólavörðu- stígnum, en við Bergstaðastrætið er líka gamalgróið bakarí kennt við Bernhöft, líklega það elsta á land- inu. Og til að fullkomna alvöru sæl- keramáltíð úr öllum þessum versl- unum, er ekki úr vegi að grípa með sér einn blómvönd í Blómaverk- stæði Binna í húsi sem tilheyrir Skólavörðustíg en gengið er inn frá Bergstaðastræti. Sveinn Kjartansson hjá Fylgi- fiskum gefur eina uppskrift sem hentar á grillið: Þorskur í bananablöðum (á grill eða í ofn, fyrir fjóra) 4 stk 250 g þorskhnakkar 2 msk hvítlauksolía 2 msk chilimauk með tælenskum basil 1 rauðlaukur 2 limeblöð bananablöð salt og pipar Skerið þorskinn í tvennt og leggið í hvítlauksolíuna. Kryddið með salti og pipar. Blandið chilimaukinu saman við. Skerið laukinn í sneiðar og bætið út í. Saxið limeblöðin smátt og bætið saman við. Klippið bananablöðin þannig að hægt sé að loka þeim utan um þorskinn. Vefjið bananablöðunum þannig utan um þorskinn að úr verði umslag. Notið lítil spjót eða tann- stöngul til að halda öllu saman. Ef þetta er bakað í ofni þarf að forhita ofninn í 200°C og baka í um 17 mín. Ef grillið er notað er það hit- að vel og grillað í um 4 mín. á hvorri hlið. Morgunblaðið/Ásdís Heilsuhúsið: Lífrænt ræktað grænmeti og ávextir eru brot af því sem stendur viðskiptavinum til boða. Morgunblaðið/Ásdís Fylgifiskar: Úrval tilbúinna sælkerafiskrétta, m.a. er á boðstólum þorskur í bananablöðum. Morgunblaðið/Eggert Ostabúðin: Óendanlegt úrval osta í sælkeramáltíðina. steingerdur@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 23 Farði sem skilar lýtalausri förðun Réttur litur, einstök tilfinning Vegna vinsælda Color Clone farðans um allan heim hefur hann víða verið uppseldur. Við getum nú glaðst yfir því að hafa fengið þennan frábæra farða á ný. Við biðjumst velvirðingar ef þið hafið gripið í tómt og í sárabætur gefum við fallegan töskuspegil með öllum förðum frá Helena Rubinstein meðan birgðir endast. Útsölustaðir Helena Rubinstein Nú er búið að hanna vél-búnað, sem hefur því hlut-verki að gegna að losa um dulda snilligáfu, sem kann að búa í mönnum. Með öflugum segul- slögum má með tækninni slökkva á hluta heilastarfseminnar og örva aðra vitsmunahluta, segir m.a. á fréttavef Evening Standard. Þann- ig má leysa úr læðingi hulda hæfi- leika mannskepnunnar sem venju- lega láta ekki á sér kræla nema eftir heilaskaða. Uppfinningamaðurinn Allan Snyder, prófessor við háskólann í Sydney í Ástralíu, hefur prófað búnaðinn á sjálfum sér og ellefu öðrum sjálfboðaliðum. Af þeim eru fjórir sagðir hafa sýnt marktækar breytingar í meðferðinni, sem prófaði m.a. teikni-, stærðfræði-, tungumála- og tónlistarhæfileika viðkomandi. Einn sjálfboðaliðinn er sagður hafa hagað sér í líkingu við Dustin Hoffman í Óskars- verðlaunamyndinni Rain Man. Þar var á ferðinni einhverfur ein- staklingur gæddur þeim óvenju- lega hæfileika að vera sérlega minnugur á tölur. Snyder segist telja að allir menn séu gæddir ákveðnum hæfileikum, en sumir eigi bara erfitt með að finna þá. Því vonist hann til að nýja vélin geti uppgötvað fleiri snillinga í framtíðinni á borð við Albert Ein- stein og Isaac Newton, sem vís- indamenn hafa reyndar bent á að báðir hafi sýnt alþekkt einkenni Asperger-heilkennis, sem sé skylt einhverfu. Svipaða sögu megi segja um Van Gogh, Edgar Alan Poe og Tchaikovsky. Greint var frá þess- ari nýju tækni á dögunum í New Scientist, en tekið var fram að allt félli í eðlilegt horf í heilabúinu á ný eftir að búnaðurinn væri fjar- lægður.  HÆFILEIKAR Hulin snilligáfa leyst úr læðingi Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.