Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.05.2004, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Vantar vana smiði og byggingaverkamenn strax. Einnig leitum við að verktökum til að taka að sér smærri tímabundin verkefni. Upplýsingar í síma 587 7171 og 896 4201. Starfskraftur — meðeigandi Lítil húsgagnaverslun óskar eftir starfsmanni (karli eða konu) sem hefur reynslu og áhuga á húsgögnum. Eignaraðild að versluninni kem- ur einnig til greina án þess að það þurfi að leggja fram stórfé. Áhugasamir eru hvattir til að leggja nöfn sín ásamt upplýsingum inn á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is fyrir 17. maí nk. merkt: „S — 15384“. Farið verður með öll erindi sem trúnaðarmál. Skrifstofustarf Óskum eftir starfsmanni í 50% starf við ýmiss skrifstofustörf. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt. Nauðsynleg kunnátta: TOK launa- kerfi, TOK+, excel/word og enska. Umsóknir sendist til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is, merktar: „S — 15377“, fyrir 19. maí. Landakotsskóli v/Túngötu, 101 Reykjavík Kennarar óskast Landakotsskóli, einkarekinn grunnskól í eigu kaþólsku kirkjunnar fyrir börn 5—16 ára, auglýsir:  Kennarastöður - bekkjakennsla.  Eðlis- og efnafræðikennsla.  Saga og félagsfræðikennsla.  Myndmenntakennsla.  Handmennt-/smíðakennsla. Upplýsingar veittar í síma 510 8200 á skólatíma. Skólastjóri. Húsavík Grunnskólakennarar Húsavík er 2.400 manna bæjarfélag. Þar er öflugt félags- og menningarlíf, aðstæður til uppeldis barna hinar ákjósanlegustu og vega- lengdir litlar. Í bænum er framhaldsskóli, grunnskóli, tveir leikskólar, tónlistarskóli og öflug heilbrigðisstofnun (sjúkrahús og heilsu- gæsla) auk allrar almennrar þjónustu. Við bjóðum fyrirgreiðslu til réttindakennara vegna húsnæðis og flutnings. Borgarhólsskóli er 400 nemenda einsetinn, heildstæður grunnskóli í glæsilegu og að hluta nýlegu húsnæði. Tónlistarskóli er í skólahús- inu og er samstarf grunn- og tónlistarskóla mikið. Áhersla lögð á umbóta- og þróunarstarf og samvinnuverkefni af ýmsu tagi. Veffang er: http://bhols.ismennt.is og þar er að finna upplýsingar um skól- ann. Næsta skólaár er laus umsjónarkennarastaða á miðstigi og 50% staða tónmenntakennara. Nánari upplýsingar veita: Halldór Valdimarsson skólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1974, netfang: hvald@ismennt.is og Gísli Halldórsson aðstoðarskólastjóri, vs. 464 1660, hs. 464 1631, netfang: gislhald@ismennt.is. Umsóknum skal skilað til skólastjóra fyrir 18. maí. Forstöðumaður óskast Líknarfélagið Takmarkið óskar að ráða í starf forstöðumanns fyrir áfangaheimili Takmarksins, Barónsstíg 13, Reykjavík. Viðkomandi þarf að taka við starfinu 1. september nk. en gera ráð fyrir að geta unnið með núverandi forstöðumanni í allt að tvær vikur fyrir þann tíma. Forstöðumaður sér um allan daglegan rekstur heimilisins, mannaforráð, bókhald, launaút- reikning svo og samskipti við samstarfsaðila. Almenn tölvukunnátta skilyrði. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af vinnu með tólf spora kerfi AA samtakanna. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir for- maður stjórnar, Björn Kjartansson, í síma 899 6861. Umsóknir um starfið, ásamt meðmælum, ósk- ast sendar til auglýsingadeildar Mbl. eða í box@mbl.is merktar: „F — 15375“ fyrir 24. maí. Andakílsskóli, Hvanneyri, Borgarfirði Réttindakennari óskast til starfa í hlutastarf við skólann næsta skólaár. Æskilegar kennslugreinar eru heimilisfræði, tölvuumsjón og íslenska. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Elísabet Haraldsdóttir, í síma 437 0009 eða í tölvupósti elsa@andakill.is Upplýsingar um skólann er að finna á www.andakill.is . R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu 1. 100 fm skrifstofuhúsnæði í Kirkju- hvoli, Kirkjutorgi, gegnt Dómkirkj- unni. 2. 90 fm skrifstofuhúsnæði í Þingholtun- um gegnt enska og þýska sendiráð- inu. 3. Iðnaðar-, og/eða lagerhúsnæði á jarð- hæð, 900 fm, við Garðatorg í Garð- abæ. Má skipta í smærri einingar. Góð aðkoma. Næg bílastæði. Upplýsingar gefur Karl í síma 892 0160. Einnig er hægt að skoða vefsíðu okkar: www.kirkjuhvoll.com FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Kópavogsbúar Vorfagnaður eldri borgara Sjálfstæðisfélag Kópavogs og Sjálfstæðiskvennafélagið Edda bjóða eldri borgurum í rútuferð og til kaffisamsætis að henni lokinni í Félagsheimili Kópavogs á morgun, fimmtudaginn 13. maí. Lagt verður af stað frá Kópavogsbraut 1 kl. 18.00, frá Gjábakka kl. 18.15 og Gullsmára kl. 18.30. Kaffisamsætið hefst kl. 20.00. Allir eldri borgarar í Kópavogi velkomnir. Aðalfundur Tölvubíla hf. verður haldinn í Þingsal 1 á Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 26. maí kl. 20.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar félagsins. 3. Kosning stjórnar, skoðunarmanna og lög- gilds endurskoðanda. 4. Önnur mál. Reikningar félagsins afhentir við innganginn. Stjórnin. Aðalfundur Kópavogsdeildar Búmanna Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2, þriðjudaginn 25. maí kl. 20.00. Dagskrá: Samkvæmt samþykktum félagsins. Félagsmenn og aðrir áhugasamir Kópavogs- búar eru velkomnir á fundinn. Stjórnin. HÚSNÆÐI Í BOÐI Íbúð til leigu Glæsilegt parhús til leigu. Íbúðin leigist með öllum húsgögnum og heimilistækjum. Íbúðin er í Setbergshverfinu í Hafnarfirði. Leigutími samkomulag. Eingöngu leigjendur með góð meðmæli og góða greiðslugetu koma til greina. Upplýsingar í síma 695 5205. TILKYNNINGAR SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt- ingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Stekkjarbakki 2, Staldrið. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Stekkjarbakki 2, Staldrið. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að á lóðinni verði heimilt að reka verslun, þjónustu, eldsneytis- sjálfsala og þvottastöð. Byggingareitur stækkar til norðurs. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 – 16.15, frá 12. maí til og með 23. júní 2004. Einnig má sjá til- löguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skrif- lega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 23. júní 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 12. maí 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur. Aðalsafnaðarfundur Ássóknar verður haldinn sunnudaginn 17. maí nk. í neðra safnaðarheimili Áskirkju og hefst að lokinni guðsþjónustunni kl. 14.00 síðdegis. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosningar. Önnur mál. Héraðsfundur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra verður haldinn í Háteigskirkju þriðju- daginn 18. maí kl. 18:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Prófastur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.