Morgunblaðið - 12.05.2004, Qupperneq 13
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2004 13
línuskautar
fullorðins.
Margar gerðir.
H
ön
nu
n:
G
un
na
r
S
te
in
þ
ór
ss
on
/
M
ar
ki
ð
/
04
.2
00
4
Línuskautar
hlífarog hjálmar
Varahlutir og viðgerðaþjónusta
ORLANDO
stækkanlegir barna línuskautar.
Skautinn stækkar með barninu.
Mjúk dekk og APEC legur.
Stærðir 25-29, 30-35 og 36-40
fyrirtæki
í forystu í þróun
betri og þægilegri
línuskauta
HRINGAMYNDUN, VIÐSKIPTABLOKKIR
OG SAMÞJÖPPUN
Umfjöllunarefni:
• Hvernig á myndun viðskiptablokka sér stað?
• Eru það stjórnmálaskoðanir - sameiginleg
hagnaðarsjónarmið - völd?
• Á samþjöppun sér stað hraðar en áður?
• Skiptir máli hver stendur á bak við hringa-
myndunina?
• Með hvaða hætti geta lög um eignarhald í
fyrirtækjum komið í veg fyrir viðskiptablokkir?
• Framtíðarsýn, er Ísland of lítið?
Fyrirlesarar:
Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri
verðbréfasviðs Landsbanka Íslands.
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar.
Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri
Verslunarráðs Íslands.
Fundarstjóri:
Kristinn Tryggvi Gunnarsson, ráðgjafi hjá
IMG-Þekkingarsköpun.
Hádegisverðarfundur FVH verður haldinn fimmtudaginn
13. maí nk. í Hvammi, Grand Hóteli Reykjavík kl. 12-13.30
Yngvi Ö. Kristinsson
Jón G. Hauksson
Kristinn T. Gunnarsson
Félag viðskiptafræðinga
og hagfræðinga
FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN!
Vinsamlega skráið þátttöku á vef FVH, http://www.fvh.is/page/skraning,
með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317.
Verð með hádegisverði er 3.000 kr. fyrir félagsmenn og 4.800 kr. fyrir aðra.
Þór Sigfússon
Þrílyft um 165 fm fallegt og vel staðsett
hús með aukaíb. í kjallara. Á 1. hæð er
forstofa, hol, eldhús, baðherbergi og
tvær stofur. Á rishæðinni eru 3 herb. og
sjónvarpshol. Í kjallara er 2ja herb. íbúð.
Húsið hefur verið mjög mikið endurnýjað
að utan sem innan. Verð 24 millj. 3939
GRUNDARSTÍGUR - M. AUKAÍBÚÐ
Vorum að fá í einksölu 4ra 109 fm enda-
íbúð á 4. hæð auk 33 fm bílskúrs. Íbúðin
skiptist í 2 rúmgóð herb, stóra stofu,
sjónvarpstofu, rúmgott eldhús og bað.
Út af stofu eru stórar suðursvalir. Fallegt
útsýni. Vönduð og snyrtileg sameign er í
húsinu. Reykjavíkurborg rekur þjónustu-
miðstöð við hlið hússins.
Verð 25,9 millj. 4158
HÆÐARGARÐUR
- ÞJÓNUSTUÍBÚÐ MEÐ BÍLSKÚR
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, átti
á mánudag fund með Vincente Fox, forseta
Mexíkó, þar sem rætt var meðal annars um
aukna þátttöku Íslendinga í þróun sjávarútvegs í
Mexíkó. Ásamt forseta Íslands tóku Róbert Guð-
finnsson, stjórnarformaður Þormóðs ramma-
Sæbergs og einn eigenda sjávarútvegsfyrir-
tækjanna Pesquera Siglo og Nautico í Mexíkó og
Vilhelm Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri
hinna mexíkönsku fyrirtækja þátt í viðræðunum.
Snerust þær um hvernig hægt sé að byggja á
reynslu Íslendinga sem hafa starfað í sjávar-
útvegi í Mexíkó og árangri Íslendinga í þróun
sjávarútvegs á heimaslóðum til að ráða bót á
margvíslegum vanda sem steðjar að sjávarútvegi
í Mexíkó. Lýsti Vincente Fox, forseti Mexíkó, yfir
eindregnum áhuga á að koma á viðræðum milli
fulltrúa hinna íslenzku fyrirtækja og áhrifa-
manna í stjórnkerfi og atvinnulífi Mexíkó.
Forsetar Ólafur Ragnar Grímsson og Vincente Fox, forsetar
Íslands og Mexíkó, ræða málin, meðal annars um sjávarútveg.
Ræddu um sjávarútveg
UMHVERFIS- og markaðsstarf
verður þema 63. Fiskiþings og verður
þar fjallað um breyttar kröfur neyt-
enda til þeirra er vinna og versla með
sjávarafurðir.
„Það hefur færst í vöxt að neytend-
ur vilji leggja náttúrunni lið með því
að kaupa eingöngu vörur sem unnar
eru úr hráefni sem aflað hefur verið á
sjálfbæran hátt. Hvernig á að bregð-
ast við breyttum aðstæðum? Þurfum
við ekki að standa okkur vel í um-
gengni um auðlindirnar og hvernig
komum við þeim boðskap á fram-
færi,“ segir meðal annars í frétt um
þingið. Fiskiþingið verður haldið á
Grand Hóteli, Reykjavík, föstudaginn
14. maí og stendur frá klukkan 13 til
17.
Dagskrá Fiskiþings er svohljóð-
andi:
„Umhverfis- og markaðsstarf“
Hvaða kröfur gera kaupendur sjáv-
arafurða? Ávarp formanns Fiski-
félagsins, Péturs Bjarnasonar.
Ávarp sjávarútvegsráðherra, Árna
M. Mathiesen.
Hvað þurfa framleiðendur/útflytj-
endur að hugsa um? Ron Bulmer,
fyrrverandi framkvæmdastjóri Fish-
ery Council of Canada
Umræður, fyrirspurnir og kaffihlé.
Rekjanleiki – ný forsenda mark-
aðsstarfs, Sveinn Víkingur Árnason
RF.
Kröfur til þeirra sem bjóða um-
hverfismerki, Kristján Þórarinsson
LÍÚ.
Hinn nýi viðskiptavinur, Þorgeir
Pálsson, ráðgjafi Deloitte.
Pallborðsumræður undir stjórn
Páls Magnússonar. Þátttakendur:
Eyþór Ólafsson, forstjóri E. Ólafs-
sonar hf., Indriði Ívarsson, sölustjóri
Ögurvíkur hf., Kristján Þórarinsson,
stofnvistfræðingur LÍÚ, Þorgeir
Pálsson, ráðgjafi IMG Deloitte,
Kristján Davíðsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri HB-Granda hf.
Umhverfis-
og markaðs-
mál þema
Fiskiþings
„AFLINN er núna í kringum tonn á
togtímann sem okkur þykir heldur
rýrt,“ sagði Páll Rúnarsson, skip-
stjóri á frystitogaranum Málmey
SK, þegar Morgunblaðið sló á þráð-
inn um borð í gær. Skipið er nú að
karfaveiðum á Reykjaneshrygg og
sagði Páll aflann hafa verið dræman
allt frá byrjun.
Fyrstu íslensku skipin hófu veiðar
á karfamiðunum á Reykjaneshrygg í
lok síðasta mánaðar. Páll segir að
aldrei hafi komið neinn kraftur í
veiðarnar og vertíðin fari mun verr
af stað en í fyrra. „Þetta er mikið lak-
ara en í fyrra. Það glæddist aðeins
aflinn í tvo eða þrjá daga í síðustu
viku en annars hefur þetta verið í
kringum tonn á togtímann og rúm-
lega það hjá sumum. Íslensku skipin
eru búin að fara yfir mjög stórt
svæði til að leita að karfa en nú eru
flest skipin rétt innan við landhelg-
islínuna. Útlensku skipin eru síðan
rétt utan línunnar.“ Páll segist ekki
kunna neinar sérstakar skýringar á
því hvers vegna aflinn sé mun lakari
en í fyrra en viðurkennir að menn
hafi sett fram ýmsar tilgátur.
Ekki farnir að örvænta
„Það er auðvitað ekki hægt að
segja til um hvað veldur. Sumir
benda aftur á móti á að sjórinn sé
núna mun hlýrri en á sama tíma í
fyrra og það kunni að hafa eitthvað
að segja. En það er hins vegar alls
ekki svo að við séum farnir að ör-
vænta. Það má rifja upp að árið 2001
hófust veiðarnar ekki fyrr en um
miðjan maí, vegna sjómannaverk-
fallsins. Fram að því hafði lítið feng-
ist af karfa á svæðinu og afli var
sáratregur fram í byrjun júní. Þá
kom gott skot, flestir náðu að klára
kvótann og vertíðin bjargaðist fyrir
horn. Við erum því ennþá vongóðir,“
sagði Páll skipstjóri.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sáratregt Karfaafli íslenskra skipa á Reykjaneshrygg hefur verið undir
væntingum það sem af er, en oft glæðist aflinn er lengra líður á vertíðina.
Rýr aflabrögð á
Reykjaneshrygg