Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 27
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 27
Mig langaði til að rífa utan afmér húðina,“ lýsti konasem glímdi við lystarstol
því þegar reynt var að þvinga hana
til að borða, en hún var ein sjö
kvenna sem tóku þátt í rannsókn á
lystarstoli sem Sigríður Halldórs-
dóttir, prófessor við heilbrigðisdeild
HA, hefur gert. Auk þess tók einn
ungur maður þátt í rannsókninni
sem kynnt var á ráðstefnunni
Hjúkrun 2004 á Nordica hóteli ný-
verið. Sigríður sagði í fyrirlestri
sínum á ráðstefnunni að konurnar
hefðu líkt því við nauðgun að vera
þröngvað til að borða.
Ein niðurstaða rannsóknar Sig-
ríðar, sem gerð var með viðtölum
við lystarstolssjúklingana, var sú að
áður en konurnar veiktust af lyst-
arstoli áttu þær um margt sameig-
inlegan bakgrunn sem einkenndist
af lélegri sjálfsmynd, innri tóm-
leika, að miða sig mikið við aðra og
löngun til að léttast en karlmað-
urinn glímdi við mjög alvarlegt ein-
elti.
Sigríður skiptir sjúkdómnum í
sjö stig, allt frá því áður en sjúk-
dómurinn fer að gera vart við sig
(formálinn) og þar til meðferð er
lokið.
Upphafið: Undangengin áföll
Konurnar höfðu eigin skýringar
á því af hverju þær veiktust af lyst-
arstoli. Skýringarnar sem konurnar
gáfu voru m.a. nauðgun á unglings-
árum, megrun sem fór úr bönd-
unum, þunglyndi, stöðugar að-
finnslur í umhverfinu og ein þeirra
var einstæð móðir sem svaf ekkert
fyrstu mánuðina eftir að hún eign-
aðist barnið.
Skýringarnar geta því verið jafn
misjafnar og þær eru margar, að
sögn Sigríðar. „Ég er alveg klár á
því að það sem kemur fyrir okkur í
bernsku virðist líkaminn geta lesið
og það er alltaf þarna,“ segir Sig-
ríður.
Vellíðan: Aukið sjálfstraust
Í kjölfarið fylgir það sem Sigríð-
ur kallar vellíðunartímabilið. „Þetta
tímabil einkennist af mikilli vellíð-
an, mikilli orku, aukinni fram-
kvæmdagleði, auknu sjálfstrausti
og sjálfsáliti. Viðkomandi þarf
stundum minni svefn, er miklu
hressari og meira vakandi en hún
er vön. Karlmaðurinn lýsti þessu
einnig nákvæmlega svona.“
Sigríður segir að karlmaðurinn
hafi talað um að aldrei áður en
hann var á þessu tímabili hafi hann
fengið hrós frá fólki. Öllum fannst
hann líta vel út, hann hafði grennst
og honum var hrósað fyrir það. Í
fyrsta skipti fékk hann jákvæð við-
brögð frá umhverfinu. „Þetta á líka
við um stelpurnar. Það er einn af
áhættuþáttunum að fá hrós frá um-
hverfinu, sérstaklega fyrir fólk sem
hefur fengið lítið hrós.“
Sigríður segir að sumir sem þjá-
ist af lystarstoli upplifi að þeir hafi
náð innri stjórn með því að hafna
mat. „Margir hafa tengt lystarstol
því að fólk vilji ná stjórn á sínu lífi
og þetta er þá einn þáttur sem
hægt er að stjórna; mataræðið.“
Sigríður segir að enn á þessu
tímabili skynji sjúklingarnir sig
sem alltof feita. „Það er svo merki-
legt að þetta virðist vera fíkn í
svelti. Eins og með alla fíkn, þá
byrjar þetta alltaf vel, en svo tekur
fíknin völdin.“
Á þessu tímabili setja sjúkling-
arnir sér oft mjög stífar og flóknar
reglur um mat. T.d. að borða ekki
ost og rúsínur saman, heldur ostinn
seinna, eða eitthvað slíkt. Þegar
hér er komið sögu fara ýmis vanda-
mál að skjóta upp kollinum. „En
svo hrynur allt,“ segir Sigríður.
Vanlíðan: Fíknin tekur völdin
Fjórða tímabilið er vanlíð-
anartímabilið. Þá tekur fíknin völd-
in og leggur undir sig hugann og
síðan lífið allt. „Það fer allt að snú-
ast um mat.“ Sigríður segir að
þetta byrji oft með svimaköstum,
máttleysi, þreytu og kulda. Eftir
því sem tíminn líður án matar taka
við svima- og yfirliðaköst, húðin
verður slæm og líkhár fara að koma
fram hjá konum en það dregur úr
hárvexti hjá körlum. Kuldatilfinn-
ingin verður magnaðri og líkamshiti
getur mælst undir 36°C. Konan
verður gráblá í framan, augun
sokkin, tómleiki og einmanaleiki í
augnaráðinu.
Hugsunin verður sífellt órökrétt-
ari og konan verður þunglynd.
Sjálfsblekkingin verður alls ráðandi
og hræðslan við að fitna heltekur
konuna. Hjartsláttartruflanir fara
að gera vart við sig og sumir sjúk-
linganna leita, þegar hér er komið,
til hjartalæknis. Óraunsæi í hugsun
fer að verða mjög áberandi. Hjá
sumum þróast lystarstolið yfir í
lotugræðgi.
Nú tekur hættutímabilið við en
það einkennist af því að hitinn fer
niður úr öllu valdi, svo og blóð-
þrýstingur. Sjúklingnum er óstjórn-
lega kalt, en er eins og sama um
allt og alla. Hann er kominn í lífs-
hættu. Þegar hér er komið er sjúk-
lingurinn oft búinn að átta sig og
viðurkenna að ekki sé allt með
felldu og leitar sér hjálpar.
Eftir meðferð: Fíknin vofir yfir
Þá tekur við meðferð. Allar höfðu
konurnar, sem tóku þátt í rann-
sókninni, m.a. kynnst gagnslausri
og niðurbrjótandi meðferð og lýstu
því í hnotskurn. Þær sem höfðu
einnig fengið mjög góða meðferð,
lýstu m.a. miklum feginleik þegar
þær fengu góða meðferðaraðila og
hvað það var sem gerði þá góða að
þeirra mati.
En eftir meðferð er hættan ekki
liðin hjá. Fíknin vofir ætíð yfir.
„Fram kom hjá konunum að fíknin
er ekki langt undan og að þær
þurfa ætíð að vera á varðbergi. Ein
orðaði það svo: „Það er eins og
fíknin sé alltaf hinum megin við
hornið og þú leyfir þér ekki að
hugsa nú get ég bara gert það sem
mig langar til“. Hjá sumum er
söknuður og biturleiki yfir „týndu
árunum“ sem fóru í lystarstolið en
aðrar horfa fram á við og reyna að
yfirvinna þá fordóma og þann vina-
missi sem er eitt af því versta sem
sumum finnst við þennan erfiða
sjúkdóm,“ segir Sigríður.
Lystarstol er fíkn í svelti
HEILSA
Lystarstolssjúklingar eiga um margt sam-
eiginlegan bakgrunn sem m.a. einkennist af
lélegri sjálfsmynd, tómleikatilfinningu og
að bera sig sífellt við aðra. Sunna Ósk
Logadóttir hlýddi á erindi Sigríðar Hall-
dórsdóttur prófessors um niðurstöður rann-
sóknar á lystarstoli.
sunna@mbl.is
ÞEGAR ástin kviknar á milli
fólks heggur ástarguðinn
víðar en í hjartastað því
samkvæmt nýjustu upp-
ljóstrunum vísindamanna
geta talsverðar kynjabreyt-
ingar fylgt ástarbrímanum.
Nýjustu fréttir benda nefnilega til
þess að karlhormónið testósterón,
sem venjulega eykur ágengni og
kynþörf, minnki til muna í karl-
mönnum, sem fundið hafa ástina, en
testósterónið í ástföngnum konum
aukist.
Það voru ítalskir vísindamenn við
Písa-háskóla sem uppgötvuðu þessi
áhrif eftir að hafa hormónamælt tólf
pör, sem nýlega höfðu fundið ástina.
Mælingarnar voru svo bornar saman
við hormónamælingar ein-
hleypra og para, sem áttu
langt samband að baki.
„Ástfangnir karlar líkjast
meira konum og ástfangnar
konur körlum,“ sagði rann-
sakandinn Donatella Maraz-
ziti í samtali við New Scient-
ist-tímaritið.
En rannsóknin leiddi ekki aðeins
af sér góðar fréttir fyrir ástfangið
fólk því hún sýndi einnig að streitu-
hormónið kortísón færi hækkandi
sem bendir til þess að tilhugalífið
geti verið erfitt. Að sögn sérfræð-
inganna vara hormónabreyting-
arnar aðeins á meðan fólk er yfir sig
ástfangið því hormónarnir höfðu
fallið í eðlilegan farveg hjá pörunum
eftir tveggja ára tímabil þegar aftur
var mælt.
Hormónabreytingar
hjá ástföngnum
KYNIN
Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar
ævintýraferðir fyrir útskriftarhópa
og alla sem vilja upplifa ævintýr
Upplýsingar í síma 562-7700
www.travel-2.is
FÁLKINN ER KOMINNAFTUR!
Margar gerðir skúfhólka ásamt
hálsmenum, ermahnöppum
og bindisnælum.
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s