Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 25
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 25 - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Súpersól til Portúgal 16. júní frá 29.995.- Tryggðu þér síðustu sætin í sólina til Portúgal í maí eða júní á hreint ótrúlegum kjörum í beinu flugi Terra Nova til Portúgal. Þú getur valið um viku eða tveggja vikna ferð og dvalið við frábærar aðstæður, enda er sumarið komið í Portúgal og auðvelt að njóta alls sem staðurinn hefur að bjóða. Og auðvitað nýtur þú þjónustu fararstjóra Terra Nova allan tímann. Þú bókar ferðina og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Portúgal. Kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, í viku 26. maí eða 16. júní. Innifalið flug, gisting og skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 á mann. Kr. 39.990 M.v. 2 saman í gistingu í viku 26. maí eða 16. júní. Innifalið flug, gisting og skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Keflavík | Aðaltörnin hjá garðeigendum er á vorin. Þá þarf að koma görðunum í gott horf og þá verður auð- veldara að halda þeim við yfir sumarið. Allir garðeigendur eru því með hugann við garðinn þessa dagana. Þeir duglegustu hafa þegar tekið til hendinni en hinir eru enn að safna kjarki og ætla bráð- um út í garð. Kolbrún Sigurbergsdóttir sem býr við Hringbraut í Keflavík er í fyrrnefnda hópnum. Hún var að stinga upp blómabeð undir stóra trénu og garðálf- urinn virtist ánægður með það. Hjá flestum eru verkefnin næg. Ráðast þarf á ill- gresið og hreinsa beðin. Planta blómum og trjám, klippa og bera á. Svo sprettur grasið svo hratt að kom- ið er að fyrsta slætti. Morgunblaðið/Ásdís Dugleg í garðvinnunni Keflavíkurflugvöllur | Um tíu starfsmönnum flotastöðvar varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli verður sagt upp störfum um næstu mán- aðamót vegna hagræðingar í rekstri Bandaríkjaflota. Nokkur ný störf verða til annars staðar hjá flotastöð- inni. Flotastöð varnarliðsins hóf í morgun að kynna fulltrúum stétt- arfélaga fyrirhugaðar breytingar í starfsliði. Hefur það í för með sér að um tíu íslenskum starfsmönnum verður sagt upp störfum. Í tilkynn- ingu varnarliðsins er jafnframt tek- ið fram að í athugun sé að nokkur störf Bandaríkjamanna verði skipuð íslenskum starfsmönnum á næst- unni. Sagt er að auglýst hafi verið eftir umsækjendum vegna rúmlega tíu sumarstarfa í mötuneyti og á skrifstofum og eftir sex iðnaðar- mönnum í föst störf. Þá hafi um tuttugu störf skapast hjá nýju einkafyrirtæki sem nýlega hóf veit- ingarekstur í varnarstöðinni. Þeir sem missa vinnuna nú eru skrifstofumenn og lagermenn, flest- ir félagar í Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Guðbrandur Einarsson, formaður félagsins, segir að þau nýju störf sem talað sé um nýtist ekki þeim mönnum sem nú verði sagt upp og notar orðið sýndar- mennsku um ummælin. Þetta séu sumarafleysingastörf og tilfærslur innan vinnustaða. Þá segir hann að yfirlýsing um að Íslendingar fái störf sem Bandaríkjamenn sinni nú sé aðeins orð á blaði og hann vilji sjá breytinguna gerast áður en hann leggi trúnað á hana. Tilhneig- ingin hafi hingað til verið önnur þar sem vilji hafi verið til að ráða Bandaríkjamenn í sem flest störf. Uppsagnarfrestur mannanna sem nú var sagt upp er frá einum og upp í sex mánuði. Þeim verður veitt að- stoð við aðlögun og atvinnuleit með ýmsum hætti, að því er fram kemur í tilkynningu varnarliðsins. Uppsagnahrinu ekki lokið Með þessum uppsögnum hefur 135 íslenskum starfsmönnum varn- arliðsins verið sagt upp störfum. Guðbrandur telur að uppsagnar- hrinunni sé ekki lokið, ef miðað sé við þann sparnað sem talað hafi ver- ið um að flotinn þurfi að ná. Tíu sagt upp hjá flotastöðinni Sandgerði | Fjórir bæjarfulltrúar frá Vogi á Suðurey í Færeyjum og makar þeirra eru í heimsókn í Sand- gerði. Bæirnir eru í vinabæja- sambandi. Ákveðið var á fundi bæj- arfulltrúa í gær að auka samskipti félaga og stofnana til að rækta vina- bæjasambandið betur. Samskipti íbúa Vogs og Sand- gerðis hófust á árinu 1957 þegar Knattspyrnufélagið Reynir fór í heimsókn til Færeyja. Eftir það voru teknar upp heimsóknir á milli bæjanna, meðal annars á vegum fé- laga og skóla, og frá árinu 1987 hef- ur verið formlegt vinabæjasamband. Í Vogi eru um 1.480 íbúar og hefur íbúafjöldinn staðið í stað á und- anförnum árum. Færeysku gestirnir munu skoða eitt og annað á Suðurnesjum í ferð sinni hingað. Þeir heimsóttu stofn- anir í Sandgerði í gær og bæjarfull- trúarnir funduðu. Bæjarfulltrúar frá Vogi í Færeyjum í heimsókn í Sandgerði Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Vinir hittast: Færeysku gestirnir frá Vogi á Suðurey skoðuðu leikskólann Sólborg í Sandgerði og hér eru þeir fyrir utan skólann ásamt leikskólastjóranum, bæjarstjóranum í Sandgerðisbæ og bæjarfulltrúum. Ákveðið að efla samskiptin STJÓRN Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) mun ekki gera tillögu um sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Hefur þetta verið til- kynnt til nefndar um sameiningu sveitarfélaga. Nefnd félagsmálaráðherra um sameiningu sveitarfélaga óskaði eft- ir samstarfi við landshlutasamtökin um vinnslu tillagna um sameining- arkosti. Stjórn SSS óskaði eftir áliti sveitarfélaganna. Bæjarstjórnir Grindavíkur, Sandgerðis og Garðs lögðust á móti sameiningu, hrepps- nefnd Vatnsleysustrandarhrepps er enn með málið til athugunar og bæj- arstjórn Reykjanesbæjar taldi sam- einingu af hinu góða. Í ljósi þessara svara ákvað stjórn SSS að gera ekki tillögu um sameiningu á svæðinu, að svo komnu máli. „Mér finnst það mikilvægt að þetta skyldi verða einróma niður- staða stjórnar SSS og held að erfitt verði fyrir sameiningarnefndina að koma með tillögu um sameiningu á þessu svæði eftir þetta,“ sagði Sig- urður Jónsson, bæjarstjóri í Garði og stjórnarmaður í Samtökum sveit- arfélaga á Suðurnesjum, þegar rætt var við hann um málið. Sigurður sagði að mikil uppbygg- ing væri í Garði og kvaðst sannfærð- ur um að sjálfstætt sveitarfélag væri forsenda hennar. Slík uppbygging ætti sér ekki stað ef Garður væri til dæmis hluti af Reykjanesbæ. Efnt til íbúaþings Hreppsnefnd Vatnsleysustrand- arhrepps ákvað á síðasta fundi sín- um að efna til íbúaþings um samein- ingarmálin. Fram kemur í samþykkt hreppsnefndarinnar að hún telur nauðsynlegt fyrir sveitarfélög í land- inu að skoða reglulega hvort ná megi fram hagstæðari rekstri og betri þjónustu við íbúa sveitarfélaga með aukinni samvinnu eða eftir atvikum sameiningu við önnur sveitarfélög. Íbúar sveitarfélaga eigi að hafa mikið um það að segja hvort samein- ing við annað eða önnur sveitarfélög sé talin fýsileg eður ei. „Með hliðsjón af nýju átaki félagsmálaráðuneytis- ins í sameiningu sveitarfélaga mun hreppsnefnd standa fyrir íbúaþingi um sameiningarmál. Hreppsbúum verður þar gefið tækifæri til þess að taka þátt í opinni umræðu um kosti og galla sameiningar,“ segir í sam- þykkt hreppsnefndarinnar. Leggja ekki fram tillögu um sameiningu Opin æfing | Léttsveit Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, eldri deild, verður með svokallaða opna æfingu í dag, uppstigningardag. Æfingin verður milli 15 og 17 á sal skólans að Austurgötu 13 í Keflavík. Jafn- framt mun Léttsveitin hafa opið kaffihús á sama stað og selja kaffi og heimabakaðar kökur við vægu verði. Léttsveitin mun um miðjan júní halda í tveggja vikna tónleikaferð til Bandaríkjanna og Bermúda og er opna æfingin haldin í tilefni af þeirri ferð. Sveitina langar til þess að bjóða Suðurnesjamönnum á æfinguna til að hlýða á efnisskrá ferðarinnar og til að sjá og heyra hvernig svona hljómsveit æfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.