Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Verkefninu Hug og heilsu varhrundið af stað veturinn2001–2002 á Seltjarnarnesiog virðist þegar hafa gefið
góða raun. Nú eru skólarnir orðnir
sex, í Mosfellsbæ, Akureyri, Reykja-
nesbæ, Garðabæ og Reykjavík. Í
vetur tóku um 80 níundu bekkingar
þátt í verkefninu, þar sem þeim er
kennt að takast á við neikvæðar
hugsanir í þeim tilgangi að fyr-
irbyggja þunglyndi.
Eiríkur Örn Arnarson, for-
stöðusálfræðingur sálfræðiþjónustu
vefrænna deilda á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi, segir að sjaldgæft
sé að þunglyndi greinist fyrir fimm-
tán ára aldur, en á því aldursskeiði
snaraukist tíðni þunglyndis. Þá komi
sömuleiðis kynjamunurinn í ljós, en
þunglyndi er um helmingi algengara
meðal stúlkna en drengja.
„Sú hugmynd kviknaði fyrir nokk-
uð löngu hvort ekki væri hægt að
koma í veg fyrir þessa miklu aukn-
ingu með því að grípa inn í á þessum
aldri,“ segir Eiríkur Örn, en hug-
myndina að verkefninu fékk Eiríkur
í félagi við bandarískan samstarfs-
mann sinn, W. Edward Craighead,
prófessor við Colorado-háskóla.
Læra að takast
á við þunglyndi
Unnið er eftir aðferðum hug-
rænnar atferlismeðferðar, þar sem
er lögð áhersla á sálræna og fé-
lagslega þætti og samspil ein-
staklingsins við umhverfið; það er
hvernig einstaklingurinn tekst á við
hugsanir sem á hann leita í daglegu
lífi og starfi.
„Einstaklingurinn lærir hvernig
hann á að takast á við þunglyndi, ef
og þegar það býr um sig síðar.
Lyfjameðferð við þunglyndi er ekki
talin virka á sama hátt hjá börnum
og ungmennum og hjá fullorðnum.
En við getum notað sálræna og fé-
lagslega íhlutun fyrir forvarnir,“
segir Eiríkur Örn. Hann segir að
rannsóknir hafi sýnt að hugræn at-
ferlismeðferð standist samanburð
við lyfjameðferð á þunglyndi. Oft
gefi góða raun að nota báðar með-
ferðirnar saman.
Niðurrifsþankagangur
hættulegur
Rannsóknir hafa bent til þess að
algengi meiriháttar þunglyndis sé á
bilinu 15–22% meðal ungmenna á
aldrinum 15–21 árs í Evrópu,
Bandaríkjunum og Japan. Banda-
rískar rannsóknir hafa sýnt að um
fjórðungur 21 árs ungmenna hefur
þegar fengið eitt þunglyndiskast um
ævina. Eiríkur Örn segir að rann-
sóknir sýni að þunglyndi sé að fær-
ast í aukana, Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunin spái því að árið 2020
verði þunglyndi einn alvarlegasti
heilbrigðisvandi heimsins.
Eiríkur Örn segir að talið sé að
um helmingur ungmenna sem grein-
ist með mörg einkenni þunglyndis á
aldrinum 14–15 ára fái fyrsta þung-
lyndiskastið um tvítugt. Neikvæður
þankagangur, sem einkennir þung-
lyndi, mótist snemma á táningsaldri
og jafnvel fyrr. Með neikvæðum
þankagangi er átt við þegar fólk
túlkar margt á neikvæðan hátt og
skellir gjarnan skuldinni af því sem
miður fer á sig.
„Það eru vísbendingar um að því
fyrr sem þunglyndi býr um sig því
alvarlegra kunni það að verða og að
þunglyndi sem býr um sig á unga
aldri þróist út í það að verða mun al-
varlegra en það sem kemur fram
síðar á lífsleiðinni. Batahorfurnar
eru jafnframt meiri því fyrr sem
brugðist er við og eru afleiðingar
þunglyndiskasts hjá unglingum
gjarnan mun alvarlegri en hjá full-
orðnum.“
Eiríkur Örn bendir á að einnig
hafi verið sýnt fram á tengsl milli
þunglyndis, reykinga og áfeng-
isneyslu og að krakkar sem hafi ein-
kenni þunglyndis heltist frekar úr
lestinni í skóla, lendi frekar í einelti
og fleira.
Rjúfa vítahringinn
Eiríkur Örn segir að Hugur og
heilsa snúist um að rjúfa vítahring
sem hætt er við að þeir sem temja
sér niðurrifsþankagang festist í.
„Markmiðið er að leiðrétta bjagaðar
hugsanir og skoðanir, en eftir því
sem verkefninu vindur fram og
skilningurinn dýpkar læra þau að
bera kennsl á neikvæðar eða sjálf-
virkar hugsanir og hugrenningar.
Þannig læra þau að greina og skilja
tengsl hugsana, tilfinninga og hegð-
unar, jafnframt því að vega og meta
rök með og á móti bjöguðum hug-
renningum.“
Sem dæmi um niðurrifsþankagang
og hvernig hann getur skapað víta-
hring nefnir Eiríkur hvernig fólk
túlkar það ef það mætir gömlum
skólabróður sem ekki heilsar því.
Milljón ástæður geti verið fyrir því
að gamli skólabróðirinn heilsaði
ekki, en sá sem er fastur í vítahring
neikvæðra þanka hugsi einhvern
veginn á þessa leið: „Hann heilsaði
mér ekki af því að ég er svo leið-
inlegur og það vill líka enginn tala
við mig.“ Viðkomandi sjái þetta sem
staðfestingu á því að enginn vilji tala
við hann og hann fari því að forðast
aðra enn frekar og verði enn stað-
fastari á þeirri skoðun að hann sé
ómögulegur. Þannig festist ein-
staklingurinn í neikvæðum þanka-
gangi og vanlíðunin vindi upp á sig.
Mikilvægt að byrgja brunninn
Eiríkur segir tilganginn með Hug
og heilsu tvíþættan. Annars vegar
að rannsaka þunglyndi hjá ungling-
um og hins vegar meta árangur hug-
rænnar atferlismeðferðar til að fyr-
irbyggja þunglyndi.
„Það er svo mikilvægt að byrgja
brunninn, því eftir að ferlið er farið
af stað hefur það tilhneigingu til að
endurtaka sig. Við verðum að byrja
nógu snemma og ná krökkunum
ungum, áður en þu
sig. Það má segja a
þekkt að hægt sé a
þróun hjarta- og æ
svipað hefur verið
sjúkdóma. Tannhei
t.d. miklu betri en
það er vegna þess
ið kennt að hirða u
það hefur lítið sem
til að reyna að fyri
geðsjúkdóma og þa
svo spennandi við þ
Hugur og heilsa
2001–2 að loknum f
verður verkefninu
til 100 ungmenni er
rauna- og samanbu
Eiríkur Örn segi
efnið hefjist séu sp
lagðir fyrir nemend
ar og þannig séu þ
sem hafa ákveðin e
lyndis fundnir. Han
kenni þunglyndis f
30% ungmenna á þ
er síðan boðið í gre
sem sálfræðingur,
að rannsókninni að
við krakkana og gr
kvæmt skilmerkjum
læknafélagsins. Kr
dreift í tilrauna- og
arhóp.
Virðist ber
Eiríkur Örn segi
vandamál en þungl
þessum viðtölum, þ
konar hliðarafurð v
ekki hafi verið hug
haflega. Þannig ha
greinst með áfengi
vanda, átröskun, at
annan vanda. Þessu
vísað í sérhæfð úrr
Tilraunahópnum
upp á námskeið sem
vikur. Sálfræðingu
efnið, þar sem stuð
atferlismeðferð. Kr
fræddir um þungly
aðferðum hægt er
það. Þeim er þanni
hugsanir sem valda
finna mótrök við þe
Eiríkur Örn segi
fylgjast með hópun
sautján ára aldurs
hvort færri hafi fen
iskast í hópi þeirra
skeiðið en hinum s
fengu. Þótt rannsó
lokið hafi þegar ko
árangur. Þannig ha
eftirfylgd á hópunu
ið til kynna að þeir
skeiðið hafi síður fe
iskast en þeir sem
fengu. „Það virðist
um að námskeiðið
Markmið verkefnisins Hugar og heilsu er að fyrirbyggja
Kennt að takast
á við neikvæðar
hugsanir
„Einstaklingurinn læ
það býr um sig síðar
hátt hjá börnum og
ræna og félagslega í
Vísbendingar eru um að þunglyndi sem býr
um sig á unga aldri þróist út í að verða mun al-
varlegra en það sem kemur fram síðar á lífs-
leiðinni. Eiríkur Örn Arnarson sálfræðingur
hefur þróað verkefni sem ætlað er að fyr-
irbyggja þróun þunglyndis. Nína Björk Jóns-
dóttir ræddi við hann um verkefnið Hug og
heilsu þar sem unglingum í áhættuhópi er
kennt að takast á við neikvæðar hugsanir.
VANRÆKSLA BARNA
Velmegun er mikil á Íslandi, enhenni er misskipt og fátækt ogsamspil hennar við vanrækslu
barna er alvarlegt vandamál. Í samtali
við Sigrúnu Björnsdóttur, skólahjúkr-
unarfræðing í Reykjavík, í nýjasta
tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga
er sérstaklega fjallað um fátækt í höf-
uðborginni. Lýsir Sigrún því í viðtalinu
að oft komi Félagsþjónustan og ræði
við foreldra barna í skólanum því þeir
hafi greinilega ekki nóg til hnífs og
skeiðar. Í skólanum, sem hún starfi
við, sé boðið upp á skólamáltíðir, en
sum börnin hafi ekki efni á að borða og
þurfi að horfa á félagana í matartím-
um, kannski með lélegt eða ekkert
nesti sjálf. Sigrún segir að sumir for-
eldrar hafi ekki efni á að borga fyrir
gæslu, sem ÍTR býður upp á eftir
skólatíma, og fari þá börnin ein heim,
sem oft hafi alvarleg áhrif á heilsu
þeirra. Þá eigi þessi börn oft ekki föt
og búi í lélegu húsnæði og skortur á öll-
um þessum sviðum geti sett mark sitt á
þau til frambúðar.
Freydís Jóna Freysteinsdóttir, lekt-
or í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands,
segir í samtali við Morgunblaðið í gær
að félagsráðgjafar á Íslandi verði mjög
áþreifanlega varir við fátækt í störfum
sínum og rannsóknir sýni að fátækt sé
stór áhættuþáttur varðandi vanrækslu
barna. Freydís Jóna segir að talið sé að
7–8% fólks búi við fátækt hér á landi. Í
doktorsverkefni sínu skoðaði hún
áhættuþætti varðandi endurtekna van-
rækslu og rannsakaði meðal annars
hvort foreldrar barna, sem vanrækt
hefðu börn sín, hefðu þegið fjárhags-
aðstoð og hvort þeir ættu í fjárhags-
vandræðum. „Um helmingur foreldra,
hvort sem um var að ræða eitt tilfelli
vanrækslu eða endurtekningar, hafði
bæði þegið fjárhagsaðstoð og átti við
fjárhagsvandræði að stríða,“ segir
Freydís. „Erlendar rannsóknir sýna að
börn í fátækum fjölskyldum eru ein-
mitt margfalt líklegri til að vera van-
rækt en börn í öðrum fjölskyldum.“
Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri
Reykjavíkurborgar, kvaðst í viðtali við
Morgunblaðið á mánudag geta tekið
undir orð Sigrúnar. Hún segir að í des-
ember hafi reglum verið breytt til að
hægt væri að veita aðstoð og nú sé
reynt að koma til móts við ýmsan
kostnað, til dæmis við máltíðir í skól-
um, dvöl á frístundaheimili ÍTR eftir
skóla, tómstundastörf eða leikskóla-
dvöl.
Þungbært er að vita til þess að hóp-
ur barna sé vanræktur í þessu þjóð-
félagi og það megi að stórum hluta
rekja beint til fátæktar. Einn grunn-
þáttur íslensks þjóðfélags er að allir
sitji við sama borð. Í því er fólgið að
allir eiga jafnan rétt til náms, en það
má ganga skrefi lengra og segja að öll
börn eigi rétt á að fá að blómstra í
skóla. Ef sum börn eiga það á hættu að
verða utangátta í skólanum vegna ytri
aðstæðna ber þjóðfélaginu að vinna
gegn því. Hætt er við því að barn, sem
er utangátta í skóla, verði einnig ut-
angarðs síðar meir og samkvæmt rann-
sóknum eru líkur á að næstu kynslóð-
ar, afkomenda þeirra, bíði sömu örlög.
Við getum ekki setið hjá á meðan hér
verður til svokölluð fátæktargildra,
vítahringur fátæktar og vanrækslu
barna kynslóð fram af kynslóð. Þessi
mál þarf að taka ákveðnari tökum en
gert hefur verið til þessa. Ekki er nóg
að stoppa í göt, það þarf að ráðast á
vandann á öllum stigum stjórnkerfis-
ins til þess að afmá þennan smánar-
blett á þjóðfélaginu.
ÞROSKAÐRI HLUTABRÉFAMARKAÐUR
Í síðasta mánuði og byrjun þessa birt-ist í Viðskiptablaði Morgunblaðsins
greinaflokkur eftir Eyrúnu Magnús-
dóttur blaðamann, þar sem fjallað var
um „aldamótabóluna“, hlutabréfaæðið
sem rann á marga landsmenn frá því
um haustið 1998 og fram eftir árinu
2000. Hlutabréf voru vinsælasta um-
ræðuefnið á mannamótum. Í sjón-
varpsþáttum gáfu starfsmenn verð-
bréfafyrirtækja ráð um hlutabréfa-
kaup í fyrirtækjum – en sjaldnast um
það í hvaða fyrirtækjum væri skynsam-
legt að selja. Almenningur lagði sparn-
að sinn í hlutabréf í meiri mæli en áður
hafði þekkzt – og margir tóku háar
fjárhæðir að láni til að kaupa í fyrir-
tækjum, sem sum hver voru ekki einu
sinni skráð í kauphöll heldur störfuðu á
hinum svokallaða „gráa markaði“,
óbundin af skyldum um nákvæma og
hlutlæga upplýsingagjöf. Enda halda
margir því fram að hækkanir á verði
hlutabréfa á þessum tíma hafi ráðizt af
væntingum almennings, fremur en
haldgóðum upplýsingum um gengi fyr-
irtækjanna.
Í áðurnefndum greinaflokki kemur
skýrt fram að eftir hrun hlutabréfa-
markaðarins vorið 2000 hefur margt
breytzt. Hlutabréfaráðgjöfin er horfin
úr dagskrá ljósvakamiðlanna, grái
markaðurinn þurrkaðist út og almenn-
ingur fjárfestir ekki lengur í óskráðum
bréfum, nógu margir hafa brennt sig á
því að taka lán fyrir hlutabréfakaupum
til þess að slíkt er nú ekki eins algengt
meðal einstaklinga og á umræddu
tímabili. Allt bendir þetta til þess að
hlutabréfamarkaðurinn hafi tekið út
nokkurn þroska.
Hitt er svo annað mál að verð hluta-
bréfa hér á landi er mun hærra nú en
það var fyrir dýfuna árið 2000. Að sumu
leyti endurspeglar það gott gengi í ís-
lenzku atvinnulífi. Í þetta sinn eru það
þó áreiðanlega ekki væntingar almenn-
ings, sem stýra verðinu, heldur frekar
kaup stærri fjárfesta á bréfum á gengi,
sem oft endurspeglar fremur valdabar-
áttu og togstreitu í viðskiptalífinu en
raunverulegar væntingar um frammi-
stöðu fyrirtækjanna. Sérfræðingum
ber almennt saman um að íslenzk
hlutabréf séu of hátt verðlögð og
ákveðin hætta er á því að einn daginn
hefjist „verðleiðrétting“ sem komi illa
við marga. Ein hættan í því efni er
vaxtaþróunin á alþjóðlegum fjármála-
markaði. Verðhækkun undanfarinna
missera hefur að hluta til verið knúin af
ódýru fjármagni, sem staðið hefur
stórum fjárfestum til boða og m.a.
stuðlað að skuldsettum kaupum í fyr-
irtækjum. Með hækkandi vöxtum á
flestum gjaldmiðilssvæðum í kringum
okkur er hætt við að forsendunum
verði kippt undan sumum þeim fjár-
festingum.
Til þess að hér verði til heilbrigður
hlutabréfamarkaður til framtíðar er
mikilvægt að litlir fjárfestar geti treyst
því að verðið sé ekki keyrt upp tíma-
bundið í stórfiskaleik þeirra sem hafa
mikið fjármagn á milli handa, heldur sé
raunveruleg innstæða fyrir því. Það er
mikilvægt að draga lærdóma af sög-
unni.