Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík verður sýning á ljósmyndaseríu myndlistarkonunnar Roni Horn opnuð í miðrými Kjarvalsstaða kl. 15 í dag. Sýningin heitir Hún, hún, hún og hún og er um að ræða myndaseríu úr búningsklefum Sundhallar Reykjavíkur sem Roni Horn varpar nýju ljósi á. Sundhöll Reykjavíkur hannaði Guðjón Sam- úelsson á árunum 1929–37 en hún hefur verið Roni Horn afar hug- leikið viðfangsefni. Í frétt frá Listasafni Reykjavík- ur segir m.a.: „Í verkinu Hún, hún, hún og hún sem sýnt er á Kjarvalsstöðum er fjölmörgum myndum úr kvennaklefa Sundhall- arinnar raðað saman líkt og í bútasaumsteppi. Uppröðunin minnir þannig á brotakennda skynjun okkar á umhverfinu, í gegnum augað sem sífellt blikkar. Dularfullt völundarhús búnings- klefanna er torskilið í þessum myndum, eins og það er jafnvel fyrir þá sem eru á staðnum. Með þessum myndum sýnir Roni sam- spil dyra, hurða og veggja sem sí- fellt breytast, því þegar eitt rými opnast er öðru lokað. Uppsetning myndanna í heila fleti er líka mik- ilvæg til að gefa áhorfandanum skýrari mynd af rýminu, sem þó heldur áfram að rugla hann.“ Ræktar tengsl við land og þjóð „Bandaríska listakonan Roni Horn er einn þeirra Íslandsvina sem hafa um langt skeið ræktað tengsl sín við land og þjóð. Hún er án efa einn virtasti myndlist- armaður samtímans og ein fárra kvenna sem náð hafa að kveðja sér hljóðs í veröld sem hún segir engan þurfa að fara í grafgötur um að er mun hliðhollari körlum en konum.“ Roni Horn fæddist í New York árið 1955, og í sinni fyrstu utan- landsferð árið 1975 kom hún til Ís- lands. Hún hefur síðan komið hingað reglulega, á hér nú sitt annað heimili og fjölda vina og kunningja um allt land. „Í huga Roni Horn er Ísland ákveðið mótvægi við stórborgina New York – og nú, eftir nær 30 ára samband við landið, telur hún heimsóknir hingað sér nauðsyn- legar einfaldlega til að halda lífinu í jafnvægi. Þau verka hennar sem tengjast Íslandi eru fyrst og fremst ljósmyndir og textar, og gefnar hafa verið út ýmsar bækur sem tengjast slíkum viðfangs- efnum. Þannig telur bókaröðin To Place nú átta bækur, en í þeim öll- um hefur Ísland verið helsti efni- viðurinn,“ segir í frétt safnsins. Sýningin stendur til 22. ágúst. Brotakennd skynjun á umhverfinu Kvennaklefar Sundhallarinnar séðir með augum listakonunnar Roni Horn. ANNA Klara Georgsdóttir sópran og Sæberg Sigurðsson bassi halda söngtónleika í Tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð kl. 20 í kvöld. Tónleik- arnir eru liður í 8. stigs prófum frá Nýja tónlistarskólanum. Þau eru nemendur Gunnars Guðbjörnssonar. Á efnisskránni eru m.a. ensk, þýsk og íslensk sönglög, aríur og sam- söngsatriði úr óperum eftir W.A. Mozart og lög úr söngleikjum eftir G. Gershwin. Undirleikarar á píanó eru Bryn- hildur Ásgeirsdóttir og Guðbjörg Sigurjónsdóttir. Söngtón- leikar í Ými SÝNINGIN Bókverk – bókalist verður opnuð í Handverk og hönnun, Aðalstræti 12 í dag. Til bókverka teljast bækur sem eru einstakar, handgerðar eða fjölfaldaðar í tak- mörkuðu upplagi. Bækurnar eru sjálfstæð og fullgerð verk þar sem form og innihald haldast í hendur við listhandverk bókagerðar. 140 verk voru send inn í sam- keppni sem var haldin. Dómnefnd valdi úr innsendum verkum og munu um fimmtíu verk frá þrjátíu og fjór- um aðilum verða á sýningunni. Sýningin er til 13. júní. Opin frá 13 til 17 alla daga nema mánudaga. Bókverk á sýningu ♦♦♦ STARF forstöðu- manns Kynningar- miðstöðvar íslenskr- ar myndlistar (KÍM) hefur verið auglýst laust til umsóknar og rennur umsókn- arfresturinn út nú um mánaðamótin. Í auglýsingu sem birt- ist í Morgunblaðinu á dögunum kemur fram að hin nýstofn- aða Kynningarmið- stöð íslenskrar myndlistar sé sjálfs- eignarstofnun með sérstaka stjórn og að markmið stofnunarinnar sé að kynna íslenska myndlist erlendis og auka þátttöku íslenskra mynd- listarmanna í alþjóðlegu mynd- listarstarfi. Fram kemur einnig að forstöðumaður sé yfirmaður stofnunarinnar í fullu starfi og að viðkomandi verði ráðinn af stjórn hennar til fimm ára í senn, en þetta er í fyrsta sinn sem ráðið er í stöðuna. Stjórn KÍM er skipuð Ingi- björgu Pálmadóttur sem er for- maður, en hún var tilnefnd af menntamálaráðuneytinu, dr. Ólafi Kvaran fyrir hönd listasafnanna, en hann er varaformaður í stjórn- inni, Elínu Flygenring sem til- nefnd var að utanríkisráðuneyt- inu og þeim Helga Þorgils Friðjónssyni og Sigrúnu Ingu Hrólfsdóttur fyrir hönd Sam- bands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Samkvæmt stofnskrá KÍM (sem nálgast má t.d. á vef SÍM á slóðinni: sim.is) er ljóst að for- stöðumanni er ætlað að móta starfsemi stofnunarinnar jafn- framt því að sjá um daglegan rekstur og stjórn fjármála KÍM í umboði stjórnar. Hann á að vinna að fjáröflun, undir- búa gerð fjárhags- áætlana og annast reikningsskil, auk þess að stýra fund- um fagráðs KÍMs. Í auglýsingunni er ekki kveðið á um neinar menntunar- eða hæfniskröfur, en að sögn Ólafs Kvar- an var ákveðið að hafa auglýsinguna frekar opna. „Með því vonumst við til að fá sem breiðastan hóp umsækjenda. Við gerum í sjálf- ur sér engar formlegar mennt- unar- eða hæfniskröfur, en ég myndi segja að við séum að leita að manneskju sem hafi góða þekkingu og yfirsýn yfir mynd- listarheiminn auk þess að geta sinnt kynningarmálum á kraft- mikinn hátt. Út frá menntun og reynslu umsækjenda mun stjórn- in síðan velja þann sem okkur þykir líklegastur til að sinna því hlutverki sem forstöðumanni KÍM er ætlað.“ Að sögn Ólafs er ljóst að for- stöðumanni verði ætlað að móta hina listræna stefnu stofnunar- innar í samvinnu við stjórnina. „Það má segja að miklar vænt- ingar séu á forstöðumanninn um að hann gegni þessu stefnumót- unarhlutverki sínu ásamt stjórn- inni, bæði hvað varðar verkefni og aðferðir.“ Góð sambönd erlendis kostur Ólafur minnir á að markmið KÍM sé fyrst og fremst að kynna íslenska myndlist erlendis og auka þátttöku íslenskra myndlist- armanna í alþjóðlegu myndlist- arlífi. „Væntanlegur forstöðu- maður ber því mikla ábyrgð á því að stuðla að því að kynna ís- lenska myndlist fyrir umheimin- um og ekki síst vinna að því að fá erlenda aðila hingað til lands og veita þeim bæði þá þjónustu og upplýsingar sem þeir þurfa.“ Að sögn Ólafs væri það vissu- lega ótvíræður kostur ef umsækj- andinn hefði annars vegar yfirsýn yfir erlent myndlistarlíf og góð sambönd inn í myndlistarheiminn erlendis. „Það væri auðvitað kostur, en samt verður að gera ráð fyrir því að væntanlegur for- stöðumaður hafi alla möguleika á að þróa þessa stofnun og starfs- umhverfi sitt.“ Aðspurður segir Ólafur það vel koma til greina að ráða útlending í starf forstöðumanns og bendir á að staðan hafi verið auglýst í er- lendum listtímaritum. Í fyrrnefndri stofnskrá KÍM kemur fram að forstöðumaður sjái um að ráða annað starfsfólk stofnunarinnar. Spurður hvor frekari mannaráðningar séu fyr- irhugaðar svarar Ólafur því til að þær séu ekki beint á döfinni en að málið verði vissulega skoðað um leið og starfsemi KÍM sé komin í gang, enda sé þá fyrst hægt að meta hverjar hinar raun- verulegu þarfir stofnunarinnar eru. Aðspurður hvenær ráðgert sé að væntanlegur forstöðumaður taki við störfum svarar Ólafur að það verði vonandi sem allra fyrst. Það fari einfaldlega eftir því hvað stjórnin er fljót að fara yfir um- sóknir og komast að niðurstöðu, en í stofnskránni er kveðið á um að samþykki allra stjórnarmanna þurfi fyrir ráðningunni. Fyrir áhugasama má þess að lokum geta að umsóknir skulu berast stjórn KÍM í Hafnarstræti 16 í Reykjavík fyrir 1. júní nk. Starf forstöðumanns Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar auglýst laust til umsóknar Ætlað að móta starfsemina Ólafur Kvaran DAGSKRÁ Óperunnar á vormiss- eri 2004 lauk með sýningu á Carmen á Eskifirði 14. maí sl. Undirbúningur næsta starfsárs er kominn í fullan gang og verða stærstu verkefni vetrarins 2004– 2005 óperan um morðóða rak- arann Sweeney Todd eftir Steph- en Sondheim og Tosca eftir Pucc- ini. Sweeney Todd verður frum- sýnd 8. október en þetta er í fyrsta sinn sem sú ópera er sett upp hér á landi og jafnframt fyrsta verk Sondheims sem hér er sett á svið, en verk hans sjást reglulega á fjölum leikhúsa og óperuhúsa í Evrópu og Banda- ríkjunum. Óperan var frumsýnd í New York árið 1979 og hefur verið sýnd víða um heim á síðast- liðnum tveimur áratugum. Verkið hefur hvarvetna vakið mikla at- hygli enda umfjöllunarefnið krassandi í meira lagi. Sweeney Todd hefur snúið heim til London til að hefna harma. Hann tekur upp fyrri iðju sem bartskeri, en nú sker hann fleira en hár og skegg og eiga ekki allir viðskiptavinir aft- urkvæmt úr stólnum hjá honum. Á neðri hæðinni hefur frú Lovett nú loks fengið úrvals hráefni í gómsætar kjötbökur sínar sem seljast hraðar en nokkru sinni fyrr. Óhætt er að segja að sagan sé blóðug og grimm en þó ein- kennist óperan af leiftrandi húm- or og litríkum persónum. Sögu- sviðið er London á tímum iðnbyltingarinnar, þar sem Lund- únaþokan alræmda er þykkari en nokkru sinni og persónurnar stjórnast af heitum og sterkum tilfinningum. Margir telja að sag- an sé byggð á raunverulegum at- burðum. Leikstjóri verður Magnús Geir Þórðarson og hljómsveitarstjóri Kurt Kopecky. Snorri Freyr Hilmarsson hannar leik- mynd, Filippía Elísdóttir bún- inga og Þórður Orri Pétursson hannar lýsingu. Gísli Rúnar Jónsson vinnur nú að íslenskri þýðingu á lausu máli og bundnu. Með titilhlut- verkið, Sweeney Todd, fer Ágúst Ólafsson, og er þetta fyrsta hlutverk hans hjá Íslensku óp- erunni. Ingveld- ur Ýr Jónsdóttir syngur hlutverk frú Lovett og í öðrum helstu hlutverkum eru Maríus Sverrisson, sem syngur nú í fyrsta sinn í Íslensku óp- erunni, Hulda Björk Garð- arsdóttir, Davíð Ólafsson, Þor- björn Rúnarsson, Snorri Wium, Sesselja Kristjánsdóttir og Örn Árnason leikari, en sá síðast- nefndi þreytir nú frumraun sína á sviði Óperunnar. Elín Ósk syngur Toscu Tosca verður frumsýnd í febr- úar 2005. Leikstjóri verður Jamie Hayes og hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky. Þórunn María Jónsdóttir hannar búninga, Will Bowen leikmynd og Björn Berg- sveinn Guðmundsson lýsingu. Ráðning söngvara í helstu hlut- verk er langt komin og má þar nefna að Elín Ósk Óskarsdóttir mun syngja titilhlutverkið, Toscu. Hlutverk Cavaradossi verður í höndum Jóhanns Friðgeirs Valdi- marssonar og Ólafur Kjartan Sig- urðarson fer með hlutverk Scarpia. Íslenska óperan leggur drög að starfsemi sinni á næsta leikári Sweeney Todd og Tosca stærstu verkefni ársins Elín Ósk Óskarsdóttir Ágúst Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.