Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 39 ÞAÐ BERST mikill orðaflaumur og hávaði út frá hinu háa Al- þingi. Svo mikill há- vaði og gífuryrði að menn muna varla ann- að eins. Þar standa í broddi fylkingar „jafn- aðarmenn“ og „vinstri- menn“. Hvað skyldi nú vera rætt? Er verið að tala um ótrúlega auð- söfnun fárra ein- staklinga á stuttum tíma? Er kannski verið að berjast á hæl og hnakka fyrir bættum kjörum fatl- aðra eða sjúklinga? Er barist fyrir betra jafnvægi í byggð landsins, at- vinnu fyrir alla eða auknum fram- lögum til þurfandi bræðra og systra úti í heimi. Það væri ekki ónýtt fyr- ir þessa hópa að hafa slíka bar- áttumenn, en málefni þeirra allra hefur borið á góma á þessu þingi sem senn lýkur. Nei, góðir hálsar. Nú er barist fyrir því að ráðandi öfl á t.d. mat- vörumarkaði, geti í krafti fyr- irferðar sinnar á auglýsingamarkaði og fjármagns, sölsað undir sig meirihlutann af fjölmiðlum landsins. Án þess að ég hafi nokkurntíma gert miklar kröfur til viðkomandi stjórnmálaafla, eða reiknað með miklum afrekum af þeirra hálfu, hefði ég aldrei trúað að þau væru svona gjörsamlega gagnslaus. Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp sem skerðir möguleika ráðandi markaðsaðila á eignarhaldi á fjölmiðlum. Einhverjar aðrar aðferðir segist Samfylkingin hafa í pokahorninu, en gefur ekki upp hvernig þær eru útfærðar. Ástæðan er sú að mjög erfitt er að koma í veg fyrir mis- notkun og tortryggni, nema hafa skýrar regl- ur um eignarhald. Næstum allir hafa sameiginlega hags- muni með eigendum þeirra fyrirtækja sem þeir vinna fyrir. Ef eigandi fyrirtækis verður fyrir áfalli, þá heggur það óhjá- kvæmilega nærri þeim sem vinna fyrir þennan aðila, þótt það sé á öðru sviði. Gildir einu hvort um er að ræða Norð- lenska, Norðurljós eða Norðurleið, svo dæmi séu tekin. Yfirleitt eru þessi hagsmunatengsl til góðs og til þess fallin að efla hagsæld. Þetta á líka við um fjölmiðla, nema með einni mikilvægri undantekningu, að mínu mati. Hið óbeina vald, sem gerir fjöl- miðla að algerlega sérstæðum fyr- irtækjum, er margvíslegt. Það kem- ur m.a. fram í framsetningu frétta, ljósmynda, auglýsinga, útbreiðslu miðilsins og fleiri atriða. Þess vegna er hættulegt ef stórfyrirtæki, sem er markaðsráðandi á t.d. mat- vörumarkaði, sé líka markaðs- ráðandi á fjölmiðlamarkaði. Það hefur óteljandi möguleika á að ýta undir velgengni sína í gegnum þessa fjölmiðla og vinna gegn sam- keppni. Til að minnka hættuna á hags- munaárekstrum dugar ekki að banna slíkt með innri reglum fyr- irtækjanna eða eftirliti hins op- inbera. Hinir sameiginlegu hags- munir verða einfaldlega fyrir hendi þar til höggvið hefur verið á eign- arhaldið. Ég kem ekki auga á það hvernig þessi tilvonandi lagasetning kemur í veg fyrir tjáningarfrelsi í landinu. Engin hætta er á að allir þessir fjöl- miðlar lognist út af þótt Norður- ljósum verði gert að selja þá. Tján- ingarfrelsinu stafar miklu meiri hætta af einokun einkaaðila á fjöl- miðlum sem ég held að allir frels- isunnandi menn hljóti að átta sig á. Orðaflaumur og hávaði Elvar Eyvindsson skrifar um það sem er að gerast á Alþingi ’Nú er barist fyrir þvíað ráðandi öfl á t.d. mat- vörumarkaði, geti í krafti fyrirferðar sinnar á auglýsingamarkaði og fjármagns, sölsað undir sig meirihlutann af fjöl- miðlum landsins. ‘ Elvar Eyvindsson Höfundur er bóndi á Skíðbakka 2 í Austur-Landeyjum. elvarey@eyjar.is Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Sængur, koddar og dýnuhlífar „AÐFÖR að þingræðinu“ kallaði Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra okkar, sjálfstæðan málskots- rétt forseta Íslands í umræðunni sem spannst eftir heima- stjórnarafmælið. Þá staðhæfingu studdi dómsmálaráðherra rökum sem vísuðu til þess að „þingræði“ merkti að ekkert vald væri æðra valdi Al- þingis. Forseti Al- þingis Halldór Blön- dal tók í sama streng í fréttum á Stöð 2 föstudaginn 14. maí sl. Þegar hugtakið „þingræði“ er notað af lærðum mönnum á ráðaherrastóli eins og það merki að þingið sé æðsta vald þjóð- arinnar, þá er það einfaldlega rangt. Þingræði merkir að- eins að ríkisstjórn er háð því að vera varin vantrausti á þingi. Ekkert annað en það (sjá orðabók Menningarsjóðs). Minna má á að í Bandaríkjunum er ekki þingræði, þó þar sé tvímælalaust lýðræði. Æðsta vald þjóðarinnar er lýðræðið og þjóðin sjálf. Til að fara með löggjafarvaldið fyrir okk- ur sem aftur setur dómsvaldi og framkvæmdavaldi reglur, veljum við forseta og Alþingi í lýðræð- islegum kosningum. Forseti og Al- þingi fara saman með löggjaf- arvaldið samkvæmt stjórnarskrá, líkt og tvö dómstig fara með dóms- valdið og að þingræði merkir ein- mitt að ríkisstjórn er háð trausti Alþingis til að fara með fram- kvæmdavaldið. Þessar tvær stofnanir forsetinn og Alþingi sem saman fara með löggjafarvaldið eru þannig æðstu valdastofnanir okkar og eiga sam- an að tryggja rétta meðferð valds „lýðsins“ sem lýðræði vísar til. Al- þingi er fjölskipað stjórnvald þar sem enginn einn maður hefur neitt vald einn og sér, en saman hafa þingmenn m.a. vald til að setja lög. Þjóðkjörinn forsetinn okkar, hefur í reynd ekkert frumkvæðisvald, en hefur neitunarvald um ákvarðanir Alþingis og aðkomu að ríkisstjórn- armyndun. Öfugt við þingmenn fer hann einn með vald sitt. Treysti forseti sér ekki til að undirskrifa lög er endanlegu sam- þykki eða synjun með því skotið til lýðræðislegrar ákvörðunar þjóð- arinnar, sem er æðsta valdið. Þetta vald forseta hefur líka fæl- ingaráhrif þ.e. að ólíklegra er að reynt sé að koma í gegnum Al- þingi lögum sem brjóta gegn þjóð og lýðræði, en annars væri. Taka má líkingu af varnarliðinu á Mið- nesheiði. Þó að varnarliðið hafi ekki þurft að berjast í 60 ár er ekki þar með sagt að vera þess á landinu hafi verið tilgangslaus. Þetta er afar rökrétt og nátt- úrulegt kerfi í anda góðra stjórn- unar- og stjórnsýsluhátta um að alltaf sé til staðar tvö- falt ákvörðunarvald „check and balances“ – „eftirlit og aðgát“. Allt stjórnkerfi Banda- ríkjanna byggist t.d. á slíkum hugmyndum. Í raun eru rökin fyrir slíku kerfi þau sömu og að náttúran notast við tvöfalt litn- ingakerfi í þróuðum lífverum. Hvarvetna sannar það gildi sitt fyrr eða síðar. Þar sem hér er þingræði þ.e. rík- isstjórn er háð því að vera varin vantrausti á Alþingi getur hvorki ríkisstjórn né oddviti hennar farið með þetta tiltekna vald for- seta. Ekki bætir held- ur úr skák að ráð- herrar eru nær undantekningalaust einnig þing- menn. Af eðli máls leiðir að forsetinn verður aldrei vanhæfur til að synja lögum undirskriftar því með synj- un sinni vísar hann máli frá sér til æðsta valdsins í lýðræðisríki, þ.e. til „lýðsins“. Ef reglur embættis- manna og dómara um hæfi og van- hæfi væru yfirfærðar á þjóðkjör- inn forsetann okkar væru það rök sem styddu ákvörðun um að for- setinn vísaði máli til þjóðarinnar en ekki gegn því. Slíkar reglur tækju þá að sjálfsögðu einnig og miklu fremur til handahafa for- setavalds, sem ekki eru þjóð- kjörnir til þess hlutverks. Almennt fela slíkar reglur í sér að þeir sem hafa komið að ákvörð- un máls á fyrri stigum eru van- hæfir til að fjalla um þau á næsta stigi. Það væri því spurning hvort forsætisráðherra og forseti Alþing- is væru nokkru sinni hæfir við staðfestingu laga? Allar vangaveltur um hæfi og vanhæfi við staðfestingu laga ættu því að leiða til þess að handhafar forsetavalds beittu ekki staðfest- ingavaldi forseta nema í ýtrustu neyð. Það að þeir geri það án hiks í hvert sinn sem forseti okkar bregður sér af bæ brýtur í bága við allar helstu grundvall- arhugmyndir um nútímastjórn- skipun, hugmyndir um „eftirlit og aðgát“. Ef til vill er nauðsynlegt að staðfesta þá stjórnskipun lýðveld- isins Íslands sem hér er lýst, með raunverulegu úrlausnarefni þar sem á hana reynir. Til þess virðist fjölmiðlafrumvarpið nokkuð vel fallið. Þingræði eða lýðræði Helgi Jóhann Hauksson skrifar um stjórnarfar Helgi J. Hauksson ’Af eðli málsleiðir að forset- inn verður aldr- ei vanhæfur til að synja lögum undirskriftar. ‘ Höfundur er stjórnmálafræðingur. Laust er til umsóknar starf lektors í viðskiptaskor viðskipta- og hagfræðideildar. Starfið er á sviði reikningshalds og endurskoðunar. Umsækjendur þurfa að hafa cand. oecon. próf í reikningshaldi og endurskoðun eða hafa lokið öðru sambærilegu námi og frekara nám á meistara- eða doktorsstigi er æskilegt. Þá er æskilegt að umsækjendur hafi reynslu af kennslu í reikningshaldi og/eða endurskoðun á háskóla- stigi og reynslu af starfi við reikningshald og/eða endurskoðun. Til greina kemur að ráða fleiri en einn umsækjanda og hvort heldur að ráða í hlutastarf eða fullt starf, tímabundið eða ótíma- bundið. Við ráðningu verður miðað við, að sá er starfið (störfin) hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum skorarinnar. Stefnt er að því viðkomandi hefji störf á tímabilinu frá 1. ágúst 2004 til 1. janúar 2005, eftir samkomulagi. Um hæfi umsækjenda og meðferð umsókna fer eftir ákvæðum laga um Háskóla Íslands nr. 41/1999 og reglugerðar um Háskóla Íslands nr. 458/2000. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um vísindastörf umsækjanda, rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá), svo og yfirlit um námsferil og störf (curriculum vitae) og eftir atvikum vottorð. Með umsókn skulu send þrjú eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum, birtum og óbirtum, sem umsækjandi óskar eftir að tekin verði til mats. Þegar höfundar eru fleiri en um- sækjandi skal hann gera grein fyrir hlutdeild sinni í rannsóknum sem lýst er í ritverkunum. Æskilegt er að umsækjendur geri grein fyrir því hverjar rannsóknarniðurstöður sínar þeir telja markverðastar. Ennfremur er óskað eftir greinar- gerð um þær rannsóknir sem umsækjandi vinnur að og hyggst vinna að verði honum veitt starfið (rannsóknaráætlun) og þá aðstöðu sem til þarf. Loks er ætlast til þess að umsækjandi láti fylgja með umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín eftir því sem við á. Laun lektora eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðherra og raðast starf lektors í launaramma B. Umsóknarfrestur er til 16. júní 2004 og skal um- sóknum skilað í þríriti til rannsóknasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, við Suðurgötu, 101 Reykja- vík. Öllum umsóknum verður svarað og um- sækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar gefur Gylfi Magnússon for- maður viðskiptaskorar í síma 525 4572, netfang gylfimag@hi.is. Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD LEKTOR Í REIKNINGSHALDI OG ENDURSKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.