Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 29
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 29 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú spennandi ferð þann 5. júní til þessarar heillandi borgar í 8 nætur. Hér getur þú kynnst fegurstu borg Evrópu, gamla bænum, Hradcany kastala, Karlsbrúnni, Wenceslas torginu, og farið í spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða sem gjörþekkja borgina. Á þessum tíma skartar Prag sínu fegursta. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.950 Flugsæti með sköttum. Verð m.v. netbókun. Símabókunargjald kr. 1.500. Verð kr. 49.950 Flug og hótel í 8 nætur, m.v. 2 í herbergi, Hótel ILF. Innifalinn morgunverður, íslensk fararstjórn og skattar. Verð m.v. netbókun. Símabókunargjald kr. 1.500. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Stökktu til Prag 5. júní - Hotel ILF frá kr. 49.950 samkvæmt könnun á mataræði Ís- lendinga,“ segir í skýrslunni. Tekin voru 49 sýni frá 17 framleið- endum úr 29 verslunum. Af 28 salt- kjötssýnum voru 17 með nítrítmagn yfir leyfilegum hámarksgildum, samkvæmt aukaefnareglugerð. Tekið af markaði „Þarna er um að ræða veruleg frá- vik frá leyfilegum hámarksgildum fyrir nítrít í saltkjöti. Framleiðendur þess saltkjöts sem greindist með nítrít yfir leyfilegum hámarksgildum hafa þegar stöðvað dreifingu á við- komandi vörum og eru að endur- skoða framleiðsluferla. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga mun fylgjast með þeim úrbótum sem framleiðendur gera og taka sýni af saltkjöti á markaði á næstu mánuð- um,“ segir enn fremur í skýrslunni. Tekið var 21 sýni af söltuðu og eða reyktu kjöti og fór ekkert þeirra yfir leyfilegt hámark fyrir nítrít. Salt- hlutfall mældist hins vegar 1,7–6,3%. Framleiðendur sem sýni voru tek- in hjá eru Borgarnes kjötvörur, Búr- fell, Bautabúrið, Ferskar kjötvörur, Fjallalamb, Gæðafæði, Holta- Reykjagarður, Kjarnafæði, Kjöt- kaup, Kjötsel, Kjötsmiðjan, Kjöt- vinnsla B. Jensen, Kjötvinnsla Esja, Norðan heiða, Norðlenska, Síld og fiskur og Sláturfélag Suðurlands og Bónus. RÚM 60% saltkjötssýna innihéldu nítrít yfir leyfilegum hámarksgild- um, samkvæmt mælingum í eftirliti Umhverfisstofnunar og heilbrigðis- eftirlits sveitarfélaga. Stuðst er við hámarksgildi í reglugerð um auka- efni í matvælum og er leyfilegt há- mark nítríts 100 mg/kg. Mælt var magn salts og nítríts í kjötvörum og voru annars vegar tek- in sýni af kjötvörum í kringum sprengidag og hins vegar tekin sýni af reyktu og/eða söltuðu kjöti og unnum kjötvörum. Heilbrigðiseftir- lit í Hafnarfirði, Kópavogi, Umhverf- is- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur og heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, Norðurlands eystra og Austurlands tóku þátt í verkefninu. Í skýrslu Umhverfisstofnunar segir að hlutfall salts í saltkjötssýn- um hafi mælst 2,6%–7,4%, sem jafn- gildir frá 2,6 g í 7,4 g í 100 g af vöru. „Matvæli eins og smurostur, unn- ar kjötvörur, morgunkorn, popp- korn, pakkasúpur og -sósur, nasl, niðursoðnar og niðurlagaðar vörur og aðrir tilbúnir réttir geta innihald- ið mikið af salti. Salt inniheldur natr- íum sem meðal annars getur valdið hækkuðum blóðþrýstingi. Manneld- isráð hefur nýlega breytt ráðlegg- ingum sínum og mælir með því að saltneysla sé ekki meiri en fimm grömm á dag. Meðalneysla Íslend- inga var 8,9 g af salti á dag árið 2002, Morgunblaðið/Ásdís Saltkjötssýni voru tekin í verslunum í kringum síðasta sprengidag. Umhverfisstofnun og heilbrigðis- eftirlit athuga kjötvörur Nítrít yfir hámarks- gildum í rúmum 60% saltkjötssýna ALMENNT eru litlar breytingar á meðalverði ávaxta og grænmetis milli apríl og maí, samkvæmt verð- könnun Samkeppnisstofnunar, sem gerð var 10. maí síðastliðinn. „Verðlag á ávöxtum og grænmeti hefur þannig haldist svipað um nokkurt skeið, en rétt er að taka fram að verð á grænmeti og ávöxtum er sveiflukennt og ræðst meðal ann- ars af verði á erlendum mörkuðum, uppskeru og árstíma,“ segir í niður- stöðum könnunarinnar. Í mörgum tilvikum er mikill verð- munur milli verslana, bendir Sam- keppnisstofnun ennfremur á. „Mikilvægt er að neytendur geri sér grein fyrir þessum verðmun og versli þar sem verðið er lágt. Með því móti veita þeir aðhald og stuðla þar með að lægra vöruverði. Í meðfylgj- andi töflu má sjá dæmi um mikinn mun á lægsta og hæsta verði nokk- urra tegunda grænmetis og ávaxta.“ Nánari upplýsingar um könnunina er að finna á www.samkeppni.is                                   !"  #           $ %     &'  ("   !   )                     *          Litlar breytingar á ávaxta- og grænmetisverði LISTIR ÞJÓÐLÖG og madrígalar, þ.e. fjölradda lög frá gullöld kórpólýfóní- unnar á 16. öld, voru á boðstólum á fjölsóttum vortónleikum Kammer- kórs Hafnarfjarðar í söngvænum hálfmánasal tónlistarskóla bæjarins. Upp til hópa mjög falleg lög, en líka fjölbreytt, þar sem söngaðal alþýðu í framúrskarandi útsetningum og sumir fremstu fjölröddunarmeistar- ar tónsögunnar lögðust á eitt. Ís- lenzku þjóðlögin fimm voru flest af kyrrlátari barnagælusortinni nema „kamikaze“-sjóarastemman Ég að öllum háska hlæ (Hallgrímur Helga- son) og hið vel mótaða Veröld fláa (Hjálmar H. Ragnarsson). Bezt tókst þó síðasta lagið, Hættu að gráta hringaná, í ferskri útsetningu Hafliða Hallgrímssonar. Ítalskir madrígalar voru næsti lið- ur; tveir eftir Vecchi, einn eftir Mar- enzio og tveir eftir tímamótahöfund- inn Monteverdi er byrjaði í endurreisn og endaði í barokki. Bezt heppnaðist Lasciate mi morire hans, en annars virtist frekar dapur hljóm- ur yfir flestu, jafnvel þótt inntónun væri mjög örugg, enda bjargaði hún miklu. Það sem maður saknaði mest í ítölsku – og ekki síður í ensku madrí- gölunum á eftir – var fyrir utan inn- lifaðri textatjáningu einkum og sér í lagi meira fjaðrandi portató, þó að tenútósöngur kórsins félli vel að hægari íslenzku þjóðlögunum og þeim amerísku í lokin. Að ekki sé minnzt á munaðarvöru eins og sveigjanlega mótun í tíma og styrk, sem reynist að vísu iðulega ærið tímafrek í æfingu og því meira ein- kennandi fyrir kóra er koma oftar fram. Hin kerskna „málaliðakvöld- lokka“ („Landsknecht-Ständchen“) Orlandos di Lasso, Matona mia cara, þar sem ástarbrimillinn neðan svala telur upp fágunarleysi sitt sér til meðaumkvunarauka líkt og í amer- íska ellismellinum Don’t know much about history, rann hins vegar hug- ljúft niður, nema hvað styrkand- stæður „bergmála“ voru of óskýrar. Ólíkt hofferðugri var lútusöngur/ kórlag Dowlands Come again fyrst eftir hlé, og megininntak hans inn- pakkað bifgeirskri hæversku. Því þó að nútímaaukamerking „to come“ hafi varla verið til um 1600 kom „to die“ í staðinn, þar eð syndsamlegar ögurstundir hýnætur urðu til frá- dráttar ævitíma skv. ríkjandi hjátrú. Heldur daufara var yfir Go crystal teares hans, en Fine knacks for la- dies var laufléttur og vantaði aðeins fjaðurmagnaðra portató. Hið bráð- fallega kórlag Thomasar Tallis If ye love me kom og vel út. „Balet“- kenndur madrígal Morleys, You that want to my pipes, reis þó hæst úr ensku deildinni, einkum fyrir for- söngkonurnar í sópran er kapell- umeistari þeirra tíma hefði ekki hik- að við að láta ræna í sinn kór. Niðurlag tónleikanna skartaði tveim afbragðsgóðum útsetningum á amerískum þjóðlögum, vöggusöng- num Black sheep (John Rutter) og Shenandoah (James Erb) sem mun „sea shanty“ vinnusöngur, nánar til- tekið akkerisvindulag, þar sem út- setjarinn notaði skemmtilega þétt- skaraðan kanon-rithátt í seinni hluta, líkt og til að undirstrika báru- fall. Hér var mjög fallega sungið, og bar jafnvel minna á karlaundirvikt kórsins en tölur hermdu. Raddir þjóðanna TÓNLIST Hás alir Vortónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar. Stjórnandi: Helgi Bragason. Sunnudag- inn 16. maí kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR „Hér var mjög fallega sungið,“ segir meðal annars um tónleika Kammerkórs Hafnarfjarðar um liðna helgi. Ríkarður Ö. Páls s on SAGNFRÆÐINGAFÉLAG Íslands og Félag þjóðfræðinga á Íslandi halda landsbyggðarráðstefnu á Stokkseyri og Eyrarbakka á laug- ardag kl. 9.30. Ráðstefnan ber yf- irskriftina Menning og mannlíf við Ströndina. Flutt verða 11 erindi sem snerta sögu og menningu suðurstrandarinnar og lágsveita Árnessýslu, auk kynninga á menn- ingarstofnunum í héraði. Ráðstefnan er öllum opin. Dagskrá og nánari upplýsingar má finna á vefsvæði Sagnfræðinga- félags Íslands, www.akademia.is/ saga. Sagnfræðingar halda ráðstefnu Grillréttir, Asíuréttir, Fljótlegir réttir, Tertur og Salöt nefnas t fimm nýjar matreiðs lubækur há PP forlagi. Agnes Vogler og Friðsemd Guðjóns- dóttir þýddu úr þýs ku. Meðal upp- s krifta í As íuréttum má nefna djúp- s teikt wan-tan, s jávarréttarkarrí, s atays puot og mangó las s i. Í Fljótleg- um réttum tekur engin upps krift meira en hálftíma. Í bókinni um Grill- rétti er bæði kryddleginn fis kur, græn- meti, ávextir, s ós ur og ídýfur. S alat- bókin hefur að geyma upps kriftir að ýmis s konar s alötum, bæði s em bit- um á milli mála, forréttir og s em aðal- réttir. Tertubókin hefur að geyma kök- ur og tertur s em Þjóðverjar eru annálaðir fyrir. Hver bók er 96 bls. Verð: 990 kr. stk. Matur ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.