Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ LEIKJUM FH í efstu deildum karla og kvenna á Íslandsmótinu í knatt- spyrnu, sem fram áttu að fara í dag, hefur verið frestað vegna fráfalls Þóris Jónssonar, forystumanns í knattspyrnudeild FH. Hann lést í bílslysi á Reykjanesbraut í gær- morgun. Karlalið Fylkis og FH áttu að leika á Fylkisvelli í Árbæ í kvöld en sá leikur fer fram á laugardaginn kemur, 22. maí, og hefst hann klukkan 17. Kvennalið FH og Vals áttu að spila í Kaplakrika í dag en þeim leik hefur verið frestað til mið- vikudagsins 9. júní. Leikjum FH-inga frestað „ÉG hef fengið nokkrar spólur meðítalska landsliðinu og hef þegar kortlagt leik þess eins og kostur er, miðað við þær upplýsingar sem fyr- ir hendi eru,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, um vænt- anlega andstæðinga, Ítali, í undan- keppni heimsmeistaramótsins. Aðeins er rúm vika þar til Íslend- ingar mæta Ítölum í fyrri leik þjóð- anna sem fram fer á Ítalíu en hann fer fram í Teramo laugardaginn 29. maí. Síðari leikurinn fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði sunnudag- inn 6. júní. „Ítalir eru hættulegur andstæð- ingur sem við verðum að búa okkur vel undir að mæta. Þeir sýndu það í forkeppninni þar sem þeir lögðu Hvít-Rússa og Austurríkismenn að það ber að taka þá alvarlega. Við verðum að vera við öllu búnir þegar út í leikina verður komið,“ sagði Guðmundur sem hefur undirbúning sinn með landsliðinu fyrir leikina við Ítali suður í Grikklandi næst- komandi mánudag. „Ég tilkynni sextán manna lands- liðshóp vegna leikjanna við Ítali á sunnudaginn eftir fjögurra þjóða mótið í Belgíu. Það eru tvö til þrjú sæti laus í hópnum fyrir þá leik- menn sem standa sig vel á mótinu í Belgíu,“ sagði Guðmundur sem reiknar með að gera stillt upp sínu sterkasta liði gegn Ítölum og eins í æfingaleikjunum við Austurríki og Grikklandi í undanfara Ítalíuleikj- anna. Guðmundur hefur kortlagt Ítali fyrir HM-leikina tvo BJARNI Þór Viðarsson knatt- spyrnumaður skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við enska úr- valsdeildarliðið Everton að undan- genginni læknisskoðun hjá félag- inu. Bjarni er 16 ára gamall og hefur leikið með FH allan sinn feril. Þá hefur hann verið fastamaður í drengjalandsliðinu þar sem hann spilaði níu af tíu leikjum liðsins á síðasta ári og hann er enn gjald- gengur með því liði í ár. „Ég er rosalega ánægður með samninginn og get varla beðið eftir því að byrja að æfa með liðinu. Aðstæður hjá Everton eru meiri háttar og allir þeir sem koma að félaginu hafa reynst mér ákaflega góðir,“ sagði Bjarni Þór við Morgunblaðið skömmu eftir að hafa gengið frá samningnum við Everton í gær. Þar með fetar Bjarni Þór í fót- spor eldri bræðra sinna – Arnar Þór er hjá Lokeren í Belgíu og Dav- íð Þór er á mála hjá Lilleström í Noregi, en karl faðir þeirra er Við- ar Halldórsson sem lék á árum áður með FH og íslenska landsliðinu. „Ég hef átt mér þann draum lengi að verða atvinnumaður eins og Arnar og Davíð og ég trúi því varla enn þá að ég sé kominn í Everton,“ sagði Bjarni, sem mun spila með 18 ára liði Everton á næstu leiktíð og varaliði félagsins. Bjarni Þór er nefndur undra- barnið frá Íslandi í umfjöllun á fréttavef Sky-sjónvarpsstöðvar- innar en þar var rætt við David Moyes, knattspyrnustjóra Everton. Bjarni Þór Viðarsson samdi við Everton SÚ staða kann að koma upp að Guð- mundur Hrafnkelsson, landsliðs- markvörður í handknattleik, lendi hálfpartinn á milli steins og sleggju þegar kemur að leikjum íslenska landsliðsins gegn Ítölum í undankeppni heimsmeistara- mótsins í lok þessa mánaðar og í byrjun þess næsta. Ástæðan er sú að svo kann að fara að félagslið Guð- mundar í Þýska- landi, Kronau/Östringen, verði að leika um að halda sæti sínu í efstu deild á næstu leiktíð hafni það í 16. sæti deildarinnar þegar keppninni lýkur um helgina. Komi til þessari leikja hjá Guðmundi og félögum verða þeir eftir því sem næst verð- ur komist miðvikudaginn 26. maí og viku síðar 2. júní. Fyrri leikur ís- lenska landsliðsins við Ítali verður laugardaginn 29. maí og sunnudag- inn 6. júní hér heima. Því gæti svo farið að forráða- menn Kronau/Östringen setji Guð- mundi stólinn fyrir dyrnar og krefj- ist þess að hann taki þátt í leikjun- um sem skipta liðið miklu máli. „Við getum beitt okkur í þessu máli og ætlum að gera það komi til þess að sú staða komi upp og Guð- mundur og félagar lenda í þessum aukaleikjum ofan í landsleikina,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri Handknattleiks- sambands Íslands í gær. „Komi til leikjanna og verði þeir settir ofan í landsleikina, er það ekki eðlilegt. Það er ekki eðlilegt að mikilvægir leikir í deildakeppni séu settir nán- ast ofan í forkeppni heimsmeist- aramóts. Ég hef sett mig í samband við Handknattleikssamband Evr- ópu, og óskað eftir liðsinni í þessu máli komi þessi staða upp hjá Guð- mundi,“ sagði Einar ennfremur. Tvö neðstu lið þýsku 1. deildar- innar falla í 2. deild en liðið í þriðja neðsta sæti, 16. sæti, leikur auka- leiki um sæti í 1. deild að ári, ann- aðhvort við Post Schwerin eða TSG LB-Ossweil sem höfnuðu í 2. sæti í norður- og suðurhluta 2. deildar. Kronau/Östringen leikur í loka- umferð 1. deildar á laugardaginn við Kiel á útivelli, sem er í næst- efsta sæti og tapar afar sjaldan á heimavelli. Liðin fyrir neðan, sem eru í fallsæti nú Eisenach og Stral- sunder, leika gegn Minden og Wetzlar. Vinni þau eða geri þau jafntefli geta þau bjargað sér frá falli á kostnað Kronau/Östringen, að því skildu að það nái a.m.k. ekki í stig. Verður Guðmund- ur ekki með gegn Ítalíu? Guðmundur KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn Úrslitaleikur í Gautaborg: Valencia – Marseille................................ 2:0 Rodrigues Vicente 45. (víti), Miguel Mista 58. Rautt spjald. Fabien Barthez 45. Valencia: Santiago Canizares, Roberto Ayala, Amedeo Carboni, Cristobal Curro Torres, Carlos Marchena (Mauricio Pel- legrino 86.), David Albelda, Ruben Baraja, Francisco Rufete (Pablo Aimar 64.), Rodr- igues Vicente, Miguel Angulo (Mohamed Sissoko 83.), Miguel Mista. Marseille: Fabien Barthez, Habib Beye, Manuel Dos Santos, Demetrius Ferreira, Mathieu Flamini (Laurent Batles 71.), Brahim Hemdani, Abdoulaye Meite, Camel Meriem (Jeremy Gavanon 45), Sylvain N’Diaye (Fabio Celestini 84.), Didier Drogba, Steve Marlet. Dómari: Pierluigi Collina frá Ítalíu. England Undanúrslit um sæti í 1. deild, síðari leik- ur: Bristol City – Hartlepool ......................... 2:1  Bristol City sigraði, 3:2 samanlagt og mætir Brighton eða Swindon í úrslitaleik. Undanúrslit um sæti í 2. deild, síðari leik- ur: Huddersfield – Lincoln............................ 2:2  Huddersfield sigraði, 4:3 samanlagt, og mætir Mansfield eða Northampton í úr- slitaleik. Noregur Vålerenga – Rosenborg ........................... 2:2 Staðan: Tromsö 6 4 1 1 13:5 13 Vålerenga 7 3 4 0 8:5 13 Odd Grenland 6 3 3 0 12:5 12 Ham-Kam 6 2 3 1 5:4 9 Bodö/Glimt 6 3 0 3 9:9 9 Rosenborg 7 2 3 2 8:10 9 Lyn 6 2 2 2 5:4 8 Molde 6 2 2 2 7:7 8 Brann 6 2 1 3 7:6 7 Lilleström 6 1 3 2 7:7 6 Sogndal 6 1 2 3 9:12 5 Viking 6 0 5 1 4:8 5 Fredrikstad 6 1 2 3 8:14 5 Stabæk 6 1 1 4 6:12 4 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Austurdeild, undanúrslit: Miami – Indiana.................................... 70:73  Indiana vann 4:2 og er komið í úrslit Austurdeildarinnar þar sem liðið mætir Detroit eða New Jersey sem eru jöfn, 3:3, og mætast í oddaleik í nótt. ÚRSLIT KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeildin: Akranes: ÍA - Grindavík ............................14 Vestmannaeyjar: ÍBV - Fram...................14 Keflavík: Keflavík - KR ........................19.15 Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: KR-völlur: KR - Fjölnir .............................16 Hofsstaðav.: Stjarnan - Þór/KA/KS .........16 Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla: Árskógsvöllur: Reynir Á - KS...................16 Eyrarbakkavöllur: Freyr - Tunglið..........16 Seyðisfj.: Huginn - Leiknir F. ...................16 Sauðárkrókur: Tindastóll - Hvöt ..............16 Húsavík: Boltaf. Húsav. -Leiftur/Dalv.....16 Eskifj.: Fjarðabyggð - Einherji ................16 Í DAG Spánska liðið var sterkari aðilinnalveg frá byrjun þó svo yfir- burðirnir væru ekki miklir. Allt virt- ist stefna í markalausan fyrri hálf- leik þegar Miguel Angel Mista Ferrer fékk boltann vinstra megin í vítateig Marseille, lék aðeins nær, Barthez kom út á móti og tæklaði hann harkalega. Collina dómari benti réttilega á vítapunktinn og dró upp rauða spjaldið. Ungur vara- markvörður Marseille tók stöðu Bartez og þrátt fyrir að hafa staðið sig ágætlega átti hann ekki mögu- leika á að verja vítaspyrnu Rodrig- ues Vicente. Mista, sem kosinn var maður leiksins, átti eftir að koma meira við sögu í leiknum því á 58. mínútu skor- aði hann með góðu vinstri fótar skoti framhjá markverðinum unga. Þar með var í raun ljóst að Valencia væri orðið meistari því einum færri áttu leikmenn Marseille litla möguleika enda höfðu þeir ekki sýnt mikla til- burði við mark mótherjanna, ekki einu sinni þegar jafnmargir voru í liðunum. Stórsenter Marseille, Didier Drogba, náði ekki að setja mark sitt á leikinn enda höfðu varnarmenn Valencia góðar gætur á honum. Drogba hafði skorað í öllum öðrum Evrópuleikjum liðsins á þessari leik- tíð, en hinn snjalli leikmaður frá Fílabeinsströndinni mátti sín lítils í gær gegn einni sterkustu vörn Evr- ópu, en alls gerði kappinn 75% af mörkum Marseille í Evrópukeppn- inni þetta árið. „Vítaspyrnan gaf okkur byr undir báða vængi og það var virkilega ljúft að ganga til búningsherbergisins í leikhléi eftir að við komumst í 1:0 á síðustu sekúndum hálfleiksins,“ sagði Mista eftir leikinn. „Við réðum gangi mála í síðari hálfleik enda einum fleiri og marki yfir,“ bætti Mista við. Mista, sem lék í eina tíð með Real Madrid en komst venjulega ekki nema í varaliðið, hefur leikið vel í vetur. Hann skoraði 19 mörk í 32 leikjum fyrir Valencia í spænsku deildinni. Fyrir að vera valinn maður leikins í gær fékk hann um 800 þús- und krónur sem hann á að nota í eitt- hvert góðgerðarmál á Spáni. Valencia varð á dögunum meistari á Spáni í annað sinn á þremur árum, var að sigra í Evrópukeppninni í þriðja sinn. Liðið vann árið 1962 og 1963 og svo aftur núna. Annars hafa spænsk lið sigrað níu sinnum í þess- ari keppni, Barcelona 1958, 1960 og 1966, Real Zaragoza 1964, Real Madrid 1985 og 1986 og svo Valencia í þrígang. Franskt lið hefur aldrei fagnað sigri í þessari keppni. Keppni þessi hét Borgakeppni Evrópu á ár- unum 1958 til 1971. Reuters Pierluigi Collina rekur Fabien Barthez, markvörð Marseille, af velli í lok fyrri hálfleiks. Bið Valencia loks á enda VALENCIA varð í gærkvöldi UEFA bikarmeistari í knattspyrnu, lagði Marseille að velli 2:0 í úrslitaleiknum sem fram fór í Gautaborg. Franska liðið missti Fabian Barthez, markvörð sinn, útaf á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks þegar hann fékk að líta rauða spjaldið. Lokahóf hjá Haukum Lokahóf handknattleiksdeildar Hauka verður haldið á Ásvöllum á morgun, föstu- dag. Húsið er opnað kl. 19.30. FÉLAGSLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.