Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Kroonborg og Mána- foss koma í dag. Goða- foss og Helgafell fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Petrow kemur í dag. Fréttir Fjölskylduhjálp Ís- lands Eskihlíð 2–4 í fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum og fatnaði, mánudaga kl. 13–17. Úthlutun mat- væla og fatnaðar, þriðjudaga kl. 14–17. Sími skrifstofu er 551 3360, netfang dal- ros@islandia.is, gsm hjá formanni 897 1016. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 16–18. sími. 867 7251. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Skrif- stofa s. 551 4349, fax. 552 5277, mataraðstoð kl. 14–17. Mannamót Eldri bæjarbúar Sel- tjarnarnesi. Hand- verkssýning verður haldin í dag, á degi aldraðra, uppstigning- ardag, kl. 14–18 í fé- lagsmiðstöðinni að Skólabraut 3–5, gengið er inn á jarðhæðinni. Fólk er hvatt til að líta inn og skoða afrakstur vetrarstarfsins. Gler- list, keramik, bókband, prjónlist, hekl, út- saumur, kortaútsaum- ur, þrívíddarmyndir, krukkumálun, steina- málun, trémálun og margt fleira. Kaffi og nýbakaðar vöfflur til sölu í matsalnum. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ. Handavinnusýning eldri borgara í Mos- fellsbæ verður í Dval- arh. Hlaðhömrum, í dag kl. 13–15. Einnig verður kórsöngur Vor- boðanna og dansarar sýna línudans. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Dagsferð á vegum kirkjunnar. Lagt af stað kl. 10 frá Vídalínskirkju. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Hand- verkssýning í Hraun- seli 22. til 24. maí. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 14. syng- ur Gerðubergskórinn í guðsþjónustu í Fella- og Hólakirkju, stjórn- andi Kári Friðriksson. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA-Samtök spilafíkla, Fundarskrá: Þriðjud: Kl. 18.15, Sel- tjarnarneskirkja, Sel- tjarnarnes. Miðvikud: Kl. 18, Digranesvegur 12, Kópavogur og Eg- ilsstaðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud: Kl. 20.30, Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud: Kl. 20, Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laug- ard: Kl. 10.30, Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík og Glerárkirkja, Ak- ureyri. Kl. 19.15 Selja- vegur 2, Reykjavík. Neyðarsími: 698 3888 Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upplýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Fífan Dalsmára 5 í Kópavogi, tart- anbrautir eru opnar almennu göngufólki og gönguhópum frá kl.10–11.30 alla virka daga. Blóðbankabíllinn. Ferðir blóðbankabíls- ins: sjá www.blod- bankinn.is. NA (Ónefndir fíklar). Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðins- húsinu og á fimmtu- dögum í KFUM&K, Austurstræti. Hafnargönguhóp- urinn. Kvöldganga kl. 20 miðvikudaga. Lagt af stað frá horni Hafn- arhússins norð- anmegin. Í dag er fimmtudagur 20. maí, 141. dagur ársins 2004, uppstign- ingardagur. Orð dagsins: Verið gyrtir um lendar, og látið ljós yð- ar loga, og verið líkir þjónum, er bíða þess, að húsbóndi þeirra komi úr brúðkaupi og þeir geti lokið upp fyrir honum um leið og hann kemur og knýr dyra. (Lk. 15, 35.)     Vefþjóðviljinn skrifaði ígær: „Í dag kemur frumvarp til breytingar á útvarps- og samkeppn- islögum að öllum lík- indum til síðustu umræðu á Alþingi. Vefþjóðviljinn hefur frá upphafi sínu lagst gegn hvers kyns samkeppnislöggjöf gegn einkafyrirtækjum, þess- ari sem annarri. Hinn 13. janúar síðastliðinn sagði hér í blaðinu: „Þeir sem vilja banna mönnum að vera umsvifamiklir út- gefendur eru í raun ekki að biðja um annað en að blöð verði rifin af les- endum og lokað fyrir við- tæki manna. Neytendur eiga að hafa síðasta orðið um hvaða fjölmiðlar lifa og hverjir ekki. Vanda- mál íslenskra fjölmiðla- notenda til þessa hefur verið að stjórnmálamenn hafa ákveðið að stórum hluta hvaða fjölmiðla neytendur kaupa því landsmenn eru neyddir til áskriftar að Rík- isútvarpinu. Er það í al- vöru sem menn halda því fram að færa þurfi aukið áhrifavald um það hvaða fjölmiðlar starfa hér frá neytendum til pólitík- usa?“ Þessi afstaða hefur verið ítrekuð margsinnis undanfarnar vikur og rétt að gera það einu sinni til nú þegar stefnir í afgreiðslu frumvarps- ins.     Þetta frumvarp er ekkiaðeins slæmt út af fyrir sig heldur er með þessu frumvarpi skapað slæmt fordæmi um íhlut- un í atvinnulífið. Eins og heyra má á andstæð- ingum frumvarpsins á al- þingi eru þeir ekki and- vígir því að sett séu lög um þessi mál heldur vilja þeir hafa þau öðruvísi. Það er í raun óþarft að rifja upp gömul ummæli þeirra um þessi mál.     Þessi þrá til að setjaauknar reglur um fjölmiðla kemur fram í nær hverri ræðu stjórn- arandstæðinga þessa dagana enda er það „málsmeðferðin“ sem er þeim hugleiknust en ekki málið sjálft. Þeir vilja all- ir auknar reglur um hver og hvernig á að gefa út blöð og útvarp. Bara ekki þessi lög. Það er miður að þeim eða öðr- um sem síðar kunna að komast til valda sé gefið þetta fordæmi.     En mikilvægasti lær-dómurinn sem menn gætu dregið af þessu máli öllu saman er að á meðan hér eru víðtæk samkeppnislög og önnur samkeppnisyfirvöld en neytendur verður alltaf freistandi og þægilegt fyrir stjórnmálamenn að setja lög af þessu tagi. „Samkeppnisstofnun skal hafa eftirlit með …“. „Samkeppnisyfirvöld skulu grípa til ráðstaf- ana …“ Það breyttist ekki, þegar nafni Verð- lagsstofnunar var breytt í Samkeppnisstofnun, að stofnunin er beittasta vopn stjórnmálamanna gegn frjálsum markaði.“ STAKSTEINAR Neytendur eiga að hafa síðasta orðið Víkverji skrifar... Víkverja líst ákaflegavel á hugmynd Þjóð- minjasafnsins um að láta koma 7,5 metra háu sverði úr graníti fyrir á Melatorgi. Raunar finnst Víkverja full ástæða til að taka til athugunar hvort ekki mætti koma fyrir listaverkum á fleiri hringtorgum eða við um- ferðaræðar á höfuðborg- arsvæðinu. Listaverkum hefur til þessa helst ver- ið fundinn staður í al- menningsgörðum eða á stöðum þar sem fólk á leið fótgang- andi. Þetta var væntanlega skyn- samleg ráðstöfun og hugsun á sínum tíma þegar það var ekki á færi allra að eiga bíl en tímarnir hafa breyst og bíllinn fyrir löngu orðið aðalsam- göngutæki manna og óþarfi að láta bílistana fara algerlega á mis við listina. Eru ekki listaverkin einmitt gerð til þess að fólk njóti þeirra og þá líka þeir sem aka um á bílum og búa kannski í úthverfum þar sem slík verk eru sjaldgæf? x x x Dóttir Víkverja á unglingsaldri ferí kórferðalag til útlanda í sumar og hefur lagt hart að sér við að safna fyrir ferðinni. Hún er hins vegar fremur óhress með fjármálalega stjórnun á fé kórstúlknanna í ferð- inni. Þar er Víkverji henni algerlega ósammála og finnst fyrirkomulagið skynsamlegt. Gisting, morgun- og kvöldmatur er innifalið í ferðinni en síðan úthluta farastjórarnir stúlk- unum dagpeningum og fá þær allar nákvæmlega sömu upphæðina til þess að eyða í mat, drykki eða ís yfir daginn. En þess fyrir utan hefur svo hver sína upphæð til þess að kaupa fatnað, gjafir o.s.frv. og ráða þá for- eldrar því hver sú upphæð er. Dóttur Víkverja finnst nokkuð hart að fararstjórar taki af henni hennar eigin peninga og skammti henni dagpeninga en Víkverja finnst aftur á móti skynsamlegt að jöfnuðar sé gætt með þessum hætti þannig að ekki séu sumar stúlkur með fullar hendur fjár á meðan aðrar hafa kannski miklu minna að spila úr. Víkverja finnst peningalegur sam- anburður ærinn fyrir hjá unglingum nútímans og fagnar því sérstaklega þessari „sósíalísku ráðstöfun“ þeirra sem stjórna kórferðalaginu. x x x En burtséð frá þessari skömmtun ádagpeningum er dóttir Víkverja hin spenntasta yfir ferðinni og er nú farin að telja niður enda ekki nema mánuður í ferðina miklu. Og spenn- ingurinn virðist vera eitthvað ámóta og fyrir jólin þegar dóttir Víkverja var yngri því hún settist niður einn daginn og eyddi drjúgum tíma í að búa til eigið dagatal til þess að rífa af þangað til farið verður í ferðina miklu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hverjir eru góðir stjórnendur? ÞAÐ er aðeins til ein gerð af mönnum sem geta talist góðir stjórnendur. Það eru þjónar. Menn stjórna vel með því að þjóna fólki. Þessir menn hafa oft trúar- lega afstöðu eða hafa ákveðna hugsjón að leiðar- ljósi. Sumir þeirra hefja jafn- vel hvern dag á bæn um að þeim megi auðnast að láta gott af sér leiða. Það er erf- itt að vera stjórnandi. Það er ekki auðvelt að horfast í augu við tíðarandann og svara spurningunni: Hvað leiðir til góðs og hvað leiðir til ófarnaðar? Lélegir stjórnendur spyrja aldrei þessara spurninga. Og láta sér svarið í léttu rúmi liggja. Þeirra leiðarljós er framinn og persónuleg stærð. Greindum tækifær- issinnum vegnar oft vel þó að þeir svíki sitt fólk og skilji það eftir í eymd sinni. En braut raunverulegs stjórnanda er ekki aðeins erfið hún er líka oft hættu- leg. Hann veit það en hann er hvorki kominn til að vinna eða tapa heldur til að axla ábyrgð. Gunnar Dal. Á kostnað hvers græð- ir Landsbankinn? ÉG óska Landsbankanum, banka „allra“ landsmanna, til hamingju með stórgróða þeirra sem upplýstur hefur verið undanfarið. En á kostnað hvers er hann? Búið er að loka öðru útibúi af tveimur á Selfossi og er nú þjónustan aðeins í gamla Landsbankahúsinu. Þar er aðgengi fyrir fatlaða ekkert og erfitt aðkomu fyrir þá sem eru ekki ungir og sprækir. Það var ekki með glöðu geði sem viðskiptavinur Landsbankans til margra áratuga hætti viðskiptum við bankann vegna þessa. Reyndar varð hann örlítið móðgaður og fannst hann ekki vera þess verður, þrátt fyrir áratuga tryggð við Landsbankann, að vera við- skiptavinur hans lengur, þar sem útibú með góðu að- gengi fyrir heldri borgara, var lagt niður. Væntanlega í sparnaðarskyni svo sýna mætti góðar afkomutölur. Þessi viðskiptavinur er örugglega ekki sá eini sem grípur til þessara aðgerða. Þess má geta að aðrir bank- ar á Selfossi bjóða alla vel- komna í sín hús og er að- koma þar til fyrirmyndar. Margrét Ívarsdóttir. Tapað/fundið Sólgleraugu í óskilum SÓLGLERAUGU í gler- augnapoka fundust á horni Hringbrautar og Tjarnar- götu fyrir rúmri viku. Upp- lýsingar í síma 895 8180. Dýrahald Hvolpar fást gefins MJÖG fallegur border col- lie-hvolpur fæst gefins, fimm mánaða. Upplýsingar í síma 587 8276. VELVAKANDI S varað í s íma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl. is LÁRÉTT 1 torleystan hnút, 8 furða, 9 erfðafé, 10 fag, 11 skepnan, 13 sárum, 15 íláta, 18 lægja, 21 lengd- areining, 22 ginna, 23 tryllast, 24 hestaskítur. LÓÐRÉTT 2 bál, 3 aldinið, 4 rudda- mennis, 5 rándýrum, 6 hönd, 7 stirð af elli, 12 reið, 14 hár, 15 drolla, 16 linnir, 17 skyldmennisins, 18 megna, 19 klampana, 20 sigaði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 sorti, 4 fress, 7 pilta, 8 ragni, 9 náð, 11 róar, 13 bygg, 14 Ítali, 15 hólk,17 kunn, 20 gin, 22 kafla, 23 aldin, 24 afræð, 25 ganar. Lóðrétt: 1 sópur, 2 rulla, 3 iðan, 4 ferð, 5 Engey, 6 sting, 10 ábati, 12 rík, 13 bik, 15 Hekla, 16 lofar, 18 undin, 19 nánar, 20 garð, 21 nagg. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.