Morgunblaðið - 09.07.2004, Page 10

Morgunblaðið - 09.07.2004, Page 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SVO virðist sem veiði sé víðast hvar góð og jafnvel mjög góð, en það væri líka eitthvað bogið við ástandið ef að svo væri ekki, því nú er að fara í hönd sá tími sumars sem laxa- göngur eiga að vera að komast í há- mark. „Hér gengur frábærlega, það eru miklar göngur og veiðin er komin yfir 230 laxa. Það er tvennt sem er einkar gleðilegt fyrir utan þetta mikla laxamagn og það er hvað mik- ið er af stórlaxi í bland við smálax- inn og eins hvað allur laxinn er frá- bærlega vel haldinn og fallegur,“ sagði Einar Sigfússon, annar eig- enda Haffjarðarár, í gærdag. Hann sagði frá sérstaklega skemmti- legum morgni á miðvikudaginn, en þá veiddust 17 laxar í ánni, þar af 11 í Sauðhyl einum. „Þeir komu allir á Hitch-túpur og til marks um hvað er mikið af stórum fiski, þá voru fimm þessara ellefu laxa á bilinu 10 til 14 pund,“ bætti Einar við. „Grímsá er seinni til en hinar á svæðinu, en hún er komin í gang svo um munar,“ sagði Egill Krist- jánsson, staðarhaldari á Fossási við Grímsá. Hann sagði um 170 laxa komna á land og mikill lax væri í ánni, og kominn upp um alla á. Dæmi um gang mála er að á þriðju- daginn veiddust 30 laxar á átta stangir. „Aðaltíminn er byrjaður, nú er gaman,“ bætti Egill við. Góðar tölur úr Brennu og Straumum „Steini kokkur“ í veiðihúsinu að Helgavatni við Þverá sagði veiði ganga vel í Þverá og Kjarrá. Hann var ekki alveg viss með töluna, en sagði hana fyrir nokkrum dögum hafa verið um 250 fyrir bæði svæð- in. Síðan væru komnir á annað hundrað í viðbót, en hann var ekki alveg viss um hver nákvæm tala var og hafði ekki tök á að glugga í veiði- bók. Lætur nærri þó samkvæmt þessu að heildarveiði í Þverá/ Kjarará sé vart undir 400 löxum. Þá eru góðar tölur að berast bæði úr Brennu og Straumum og ugg- laust er við það sama í Svarthöfða. Nýleg tala úr Straumum var t.d. nærri 90 laxar, þar hófst veiði hinn 1. júní, en hinn 22. júní voru aðeins sex laxar komnir á land og má af því sjá hversu líflegt verið hefur síðan. Víðast líflegt Morgunblaðið/Einar Falur Þorsteinn J. Vilhjálmsson landar fjögurra punda bleikju í Brunná. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? SIGRÚN Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að áður en menn gangi lengra í að útfæra hug- myndir um að setja tölvukubb í hverja einustu bifreið sé rétt að þeir skoði sinn gang vandlega í ljósi grundvallarmannréttinda og lög- gjafar um persónuvernd. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að Böðvar Bragason, lög- reglustjóri í Reykjavík, hafi greint frá þeirri hugmynd sinni á fundi um ársskýrslu lögreglunnar í Reykja- vík, að setja tölvukubb í hvern ein- asta bíl, til að stemma stigu við slys- um. Í ræðu sinni sagði Böðvar m.a: „… lögreglan [gæti] stöðvað bifreið og tengt kubbinn við sínar eigin tölvur og séð aksturslag bifreiðar- innar bæði þann dag sem athugaður er og líka það sem áður hefur gengið á“. Sigrún segir að menn ættu að fara sér hægt í þessum málum. „Við höfum í sögunni séð mörg dæmi sem minna á hugmyndir sem þessar. Samhliða því sem menn ræða slíkar hug- myndir verða þeir hins vegar að taka afstöðu til þess hvort enda- laust sé hægt að réttlæta slíkt eftirlit með vísun til aðsteðjandi ógnar og ótta við glæpa- menn eða hryðjuverkamenn. Uppskera ekki aukið öryggi Einnig skiptir máli að reynslan hefur síður en svo sýnt að setja megi samasemmerki milli aukins eftirlits með hinum almenna borgara og þess öryggis sem hann uppsker, jafnvel þvert á móti,“ segir Sigrún og bendir á að víða hafi verið horfið frá slíkum hugmyndum þar sem þær hafi komið upp í Evrópu en aðrar leiðir verið farnar í staðinn, eigend- um bíla verið boðið að kaupa slíkan búnað sjálfir og setja í bíla sína. Sigrún segir að þess séu dæmi hér á landi að slíkur búnaður sé í fyrirtækja- og bílaleigubílum. „Notkun búnaðarins í þeim tilvik- um byggir á eignarvörslu- og örygg- issjónarmiðum eigenda en ekki víð- tæku eftirliti ríkisins. Er þá forsenda að ökumenn þeirra bíla viti af búnaðinum og veiti samþykki sitt fyrirfram, þannig að tryggt sé að ekki sé komið í bakið á mönnum,“ segir Sigrún. Hún segir að mikill munur sé á að nota slíkan búnað sem öryggistæki fyrir einstaka bíla og að beita hon- um sem eftirlitstæki í umferð. „Ná- kvæmt eftirlit ríkisins með borgur- um þess hlýtur ávallt að vekja upp spurningar um hvort slíkt standist grundvallarreglur um friðhelgi einkalífsins,“ segir Sigrún. Sigrún Jóhannesdóttir forstjóri Persónuverndar Sigrún Jóhannesdóttir Menn ættu að skoða sinn gang „Tækni- lega séð finnst mér þetta fá- ránlegt. Að ætla sér að fylgjast með öllum ökumönn- um er of langt gengið og brot á friðhelgi einkalífs- ins,“ segir Andri Freyr Ólason. Hann segir að þótt Íslendingar séu slæmir ökumenn upp til hópa og huga þurfi að bættri um- ferði, sé þetta röng leið. Röng leið „Mér finnst of langt gengið með þessari hug- mynd og hún er í raun gjörsamlega út í hött,“ segir Atli Þórð- arson. Hann segir að með sömu rökum gætu menn allt eins sett tölvukubba í fólk, til að vita hvar það sé statt og hvort það sé að gera eitthvað af sér. Út í hött „Ég held að þetta sé skref í rétta átt enda er umferðin hér á landi ekkert til að hrópa húrra fyrir,“ seg- ir Ingólfur Arason. Hann segir að þótt upp- taka slíks eftirlits sé já- kvæð sé ekki víst að aukið eftirlit dugi til að laga um- ferðarvandamál hér á landi. Skref í rétta átt „Það er mjög af hinu góða að setja svona tölvu- kubba í bíla. Þetta er sjálf- sagt mál og þó fyrr hefði verið,“ segir Jónína Ólafs- dóttir sem telur að með þessu yrði frelsi manna ekki skert um of. Jónína bjó í Bretlandi og sá ýmislegt athugavert við ökulag manna við heimkomuna. Sjálfsagt mál Morgunblaðið ræddi við nokkra ökumenn um hugmyndir lög- reglustjórans í Reykjavík um að setja tölvukubb í bíla til að fylgj- ast megi með ökulagi manna. Hugmyndin fékk misgóðar viðtökur. NÝTT fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórn- arinnar og frumvarp stjórnarand- stöðunnar um framkvæmd þjóðarat- kvæðagreiðslu voru bæði send til umsagnar í gærmorgun á fyrsta fundi allsherjarnefndar um þessi mál. Að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar, unnu stjórn og stjórnarandstaða í góðu samstarfi og sátt ríkti um hjá hverj- um yrði leitað álits. Umsögnum skal skilað fyrir næsta miðvikudag en að sögn Bjarna er stefnt að því að af- greiða frumvörpin úr nefndinni á miðvikudag eða fimmtudag í næstu viku. Eftir að frumvarp er afgreitt út úr allsherjarnefnd fer fram önnur umræða um það þar sem álit allsherj- arnefndar og umsagnaraðila eru höfð til hliðsjónar. Í framhaldi af því er greitt atkvæði um hvort frumvarpið fer til þriðju umræðu. Allsherjarnefnd hélt einnig annan fund eftir hádegi í gær með fulltrúum starfshóps ríkisstjórnarinnar sem fjallaði um framkvæmd þjóðarat- kvæðagreiðslunnar. Bjarni segir að farið hafi verið yfir skýrslu starfs- hópsins og rætt um lögfræðileg álita- efni varðandi nýtt frumvarp ríkis- stjórnarinnar. „Þetta var gagnlegur fundur og nefndin mun halda áfram að hitta sérfræðinga,“ sagði Bjarni og bjóst hann við að nefndin myndi í dag hitta lögfræðinga og nefndi hann Pál Hreinsson, Eirík Tómasson og Davíð Þór Björgvinsson. Eftir hádegi er ætlunin að hitta viðbragðshóp Þjóð- arhreyfingarinnar. Bjarni segir að næstu daga verði aðallega fundað með lögfróðum mönnum. „Það helgast af því að nefndin er að skoða stjórnskipulega stöðu stjórnafrumvarpsins. Það hef- ur ekkert annað komið í ljós hingað til en að þetta sé stjórnskipulega full- komlega fær leið. Við munum halda áfram að skoða það nánar,“ segir Bjarni. Fyrsti fundur allsherjarnefndar um tillögur stjórnar og stjórnarandstöðu Bæði frum- vörpin send til umsagnar Morgunblaðið/Ásdís Bjarni Benediktsson, formaður alls- herjarnefndar. Nefndin mun leita álits lögfróðra manna næstu daga. arviðhorfanna sem þarna takast á.“ Steingrímur segir að stjórnarand- staðan leggi áherslu á að skoða hvort aðferð ríkisstjórnarinnar gangi upp. „Sá hópur viðmælenda sem við höf- um kallað til okkar markast af því að við ætlum að einbeita okkur að því að skoða þessi stóru stjórnskipulegu grundvallaratriði málsins,“ segir Steingrímur og bætir við að stjórn- arandstaðan muni jafnframt boða á sinn fund fulltrúa samtaka sem geta talist gæslumenn réttinda fólks. aga sig í góðum vinnubrögðum. Mál- ið þarf að fá ítarlega og vandlega skoðun en þó höfum við ekki ótak- markaðan tíma.“ Steingrímur segir starf allsherj- arnefndar hafa farið vel af stað og að enginn ágreiningur sé um upphaf vinnunnar. „Við erum ánægð með að bæði málin eru unnin þinglega því Alþingi hefur ekki tekið afstöðu til þess hvaða viðbrögð verða valin. Það breytir því þó ekki að það er enn himinn og haf á milli grundvall- FORMENN stjórnarandstöðuflokk- anna funduðu í gær fyrir fund alls- herjarnefndar og fóru yfir áherslur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að samstaða stjórn- arandstöðunnar sé jafngóð og hún hafi verið og að mikilvægast sé að vinna allsherjarnefndar og þingsins sé eins markviss og hnitmiðuð og mögulegt er. „Okkur finnst vera svo mikið í húfi að Alþingi beri skylda til að vanda sig alveg sérstaklega og Vilja leggja áherslu á markviss vinnubrögð Morgunblaðið/Ásdís Mikil samstaða ríkir hjá stjórnarandstöðunni en formenn flokkanna funduðu í gær. Össur Skarphéðinsson, Guðjón Arnar Kristjánsson, Steingrímur J. Sigfússon og Bryndís Hlöðversdóttir á leið til fundarins í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.