Morgunblaðið - 09.07.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.07.2004, Qupperneq 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Mansakeppni á Suðureyri | Mansavinir standa fyrir árlegri Sæluhelgi á Suðureyri við Súgandafjörð um helgina. Hátíðin hófst í gær en lýkur á sunnudag. Margt verður um að vera á Sæluhelginni. Í dag verður meðal annars kassabílarall fyrir tólf ára og yngri. Keppendur í Vest- fjarðavíkingnum verða á ferðinni og keppa í steinatökum á Sjöstjörnu. Í kvöld verður fjölskylduhátíð í Þurrkveri. Á morgun verður hin þekkta mansa- keppni, þar sem börnin keppast við að veiða marhnúta og keppt er í um Vestfjarðabik- arinn í róðri á Lóninu, svo nokkuð sé nefnt. Á sunnudag verður Sæluhátíð á kambinum við Þurrkver. Gefið hefur verið út Sæluhelgarlagið Sól- in sendir yl eftir Siggeir Siggeirsson við texta Steinunnar Þórhallsdóttur og Siggeir flytur sjálfur.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Óþverri í miðbænum | Deild 21 í Vinnu- skóla Ísafjarðarbæjar, sem einbeitir sér að umhverfismálum, tíndi nýverið 5.283 sígar- ettustubba á einum degi, í miðbæ Ísafjarð- ar. Kemur þetta fram í frétt á vef Bæjarins besta. Haft er eftir Atla Garðarssyni verk- stjóra að hópurinn hafi farið yfir svæðið frá hringtorginu niður Hafnarstræti og Að- alstræti að Edinborg- arhúsinu og út í hlið- argötur á leiðinni að einhverju leyti. Sam- kvæmt útreikningum Deildar 21 samsvara stubbarnir 264 sígar- ettupökkum eða liðlega 26 kartonum og var söluverðmæti tóbaksins um 130 þúsund krónur.    Nýr í bæjarráði | Lúðvík Bergvinsson, bæjarfulltrúi og alþingismaður, var kosinn á ný í bæjarráð Vestmannaeyja á fundi bæj- arstjórnar í fyrrakvöld. Tekur hann sæti Stefáns Óskar Jónassonar. Andrés Sigmundsson, for- maður bæjarráðs, verður áfram hinn fulltrúi meiri- hlutans og Arnar Sigur- mundsson fyrir minnihlut- ann. Kosið var í nefndir og stjórnir á vegum bæjarins samkvæmt nýrri bæjarmálasamþykkt og tekur fólkið við embættum sínum 1. ágúst, eftir að samþykktin hefur verið formlega staðfest. Auk bæjarráðs verður starfandi fjölskylduráð, menningar- og tómstunda- ráð, skólamálaráð, umhverfis- og skipulags- ráð og hafnarstjórn. Sjö fulltrúar eru í öll- um þessum nefndum nema hvað þrír eru í bæjarráði og fimm í hafnarstjórn. „TILLAGA mín er sú að gleym- mér-ei verði þjóðarblóm Ís- lands, þó ekki sé nema vegna þess að nafnið er fallegt og skírskotar til vináttu og kærleika. Sjálfur man ég eftir því að hafa sem lítill strákur tínt þetta blóm hér í heimatúninu, sem ég hengdi á mömmu og pabba. Það eru fallegar minningar,“ segir Haraldur Benediktsson, bóndi á Vestari-Reyni undir Akrafjalli og formaður Bændasamtaka Íslands. Haraldur segir að við sveitabæ- inn þar sem hann býr eigi gleym- mér-ei, þetta bláa blóm, nokkuð erfitt uppdráttar. „En engu að síð- ur heldur það sínu striki merkilega vel. Er lífseigt. Mér finnst líka gam- an að í dag eru börnin mín gjarnan að tína þetta bláa fallega blóm hér úti í högunum sem þau koma síðan með heim og punta pabba sinn og mömmu með. Rétt eins og ég gerði við foreldra mína í gamla daga. Kærleikskeðjan rofnar ekki.“ Kærleikskeðjan rofnar ekki Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Skírskotað til vináttu. „Tíndi gleym-mér-ei í túninu,“ segir Har- aldur Benediktsson BLÓMIN eru frekar smá, fimmdeild. Krónublöðin oftast blá yst, stundum bleik, en gul innst. Stundum er eins og hvítleit stjarna út frá gula litnum í miðjunni. Bikarblöðin sem eru und- ir krónublöðunum eru alsett hvítum krókhárum svo hægt er að festa plöntuna á föt eins og margir hafa gaman af að gera. Stöngull og lauf- blöð eru einnig alsett hvítum hárum. Gleym-mér-ei finnst um alla Evrópu og hér á landi er hún algeng í högum og mólendi á láglendi, en finnst þó aðallega í grennd við byggð, gjarnan í hlaðvörpum og á milli gangstéttarhellna. Hún blómgast í júní og júlí. Heimild: Hörður Kristinsson 1986. Plöntuhandbókin. Blómplöntur og byrkningar. Íslensk náttúra II. Örn og Örlygur, Reykjavík. 306 bls. Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Gleym-mér-ei (Myosotis arvensis) af munablómaætt Árni Reynisson leik-ur sér með nafniðDiljá í limru: Dama er kölluð Diljá. Dag nokkurn kom hún að Giljá. Og sjá, þar var piltur, hann sagði: Hvort viltu? Þá svaraði Diljá: Ég vil já. Svo yrkir hann um Láru og byggir á sönnum at- burði: Þarna labbar hún Lára með lúna fætur og sára bæði ökkla og tær gekkún af sér í gær og nú fer að styttast í nára. Loks yrkir hann um gönguferð á fjallið Grá- brók: Skötuhjú gengu á Grábrók. Það er gaman að rölta á þá brók. Og lengi var áð þegar upp höfðu náð. En í gígnum gleymdu þau smábrók. Á Grábrók pebl@mbl.is SKEMMTIFERÐASKIP eru tíðir gestir á Akur- eyri en aðrir sjófarendur láta sér hvergi bregða og halda sínu striki. Enda plássið nóg á Pollinum fyr- ir trilllur og hraðbáta þrátt fyrir stóru gestina. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stór fley og lítil á Pollinum Á sjó BYGGÐASTOFNUN hefur á síðustu tveimur árum, þ.e. 2002 og 2003, afskrifað lánafjárhæð upp á rúmar 1.100 milljónir króna. Efla þarf eiginfjárstöðu stofnunar- innar þar sem eigið fé hefur rýrnað og stofn- unin komin óþægilega nálægt þeim mörkum sem sett eru í lögum um fjármálafyrirtæki. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir þessar afskriftir dreifast á mörg ár en að uppistöðu til séu það vegna lán frá árunum 1997 til 2000. Þessi síðustu ár hafa verið slæm þótt þau séu ekki einsdæmi í sögu Byggðastofnunar. „Eins og komið hefur fram höfum við lent í gríðarlegum áföllum vegna gjaldþrota og uppboða hótela víða um landsbyggðina. Við höfum orðið að leysa til okkar fjölda hótela og selja aftur og í þeim tilvikum höfum við þurft að afskrifa allt að 50% og jafnvel meira í einstaka tilvikum. Það hafa verið gríðar- lega stórar upphæðir í því og þetta liggur að töluverðu leyti þar,“ segir Aðalsteinn en tekur þó fram að þarna eigi einnig í hlut fiskvinnslufyrirtæki án kvóta og smærri iðnfyrirtæki af ýmsu tagi. Aðspurður segir Aðalsteinn afskriftir hafa verið ívið minni í fyrra en árið 2002 og menn vænti þess að þær verði einnig minni í ár. „Við erum að leyfa okkur að vona það, þrátt fyrir allt, að botninum sé að verða náð í þessu. Það sem liggur fyrir og verður gert næstu mánuðina er að við eigum viðræður við iðnaðarráðuneytið um ákveðnar leiðir til þess að laga þetta. Ég er vongóður um að það skili einhverjum árangri á þessu ári.“ Afskriftir rúmur 1,1 milljarður Styrkja þarf eiginfjárstöðu Byggðastofnunar Sauðárkrókur | Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra opnaði formlega sýn- inguna Þögul leiftur á Vesturfarasetrinu á Hofsósi á dögunum. Með henni á myndinni eru Wincie Jóhannsdóttir, fræðslu- og upp- lýsingafulltrúi setursins, Valgeir Þorvalds- son framkvæmdastjóri og Nelsin Gerrard sem safnaði myndum og undirbjó sýn- inguna. Þögul leiftur í Vesturfarasetrinu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.