Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 2
kbna við Kvennaskólans á Blöndu ósi veturinn 1&S2—03. Mu,n Sig- fús þá hafa i;ey4ð hjá henni, að minnsta kosti seinni hluía vetrar- lns. Þá gerði hann það sér til dund urs að lesa allar námshækur stúlkn anna, og fékk svo að taka burt- fararpróf með þeim um vorið í bóiklegum námsgreinum og stóð sig með ágætum. Hefi ég heyrt, að hann hafi sagt í gamni, að hann væri eini karlmaður á íslandi, sem hefði próf frá kvennaskóla. Próf- dómari við þetta próf var séra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu. Fannst honum mikið þil um gáf- ur Sigfúsar. Eins og að líkindum Lætur, tók Sigfús móðurmissirinn sér mjög nærri. Var hann nú á ýmsum stöð- um í Húnvatnssýslu, þar á með- al hjá séra Stefáni M. Jónssyni, en hann fermdi hann. Hefi ég heyrt, að þeir prestarnir, séra Stefán og séra Hjörleifur Einars- son á Undirfelli, hafi hvatt hann til langskólanáms. Varð svo að ráði, að hann fór tij Reytkjavíkur í Menntaskólann og tók þaðan stúdentspróf vorið 1913. Fékk hanm þá 8 í munnlegri dönsku, en sú einkunn var þá hámarks- einfcunn og hafði það víst aldrei komið fyrir áður í Menntaskólan- um, að nokkur nemandi hefði lok- ið prófi með slíkum ágætum í þeirri námsgrein. Heyrt hefi ég, að þá um vorið hafi faðir Sigfúsar komið frá Am- eriku, og þeir feðgar hitzt og fagn- að hvor öðrum. Mér hefur verið sagt, að faðir han,s hafi þá boð- ið honum að styrkja hann ríflega tii framhaldsnáms við Háskólann í Höfn. Og öruggar heimildir eru fyrir því, að Halldór lét son sinn hafa allt það fé, sem hann þurfti, meðan hann var við nám í Höfn. Sumarið 1913 sigldi Sigfús til Hafnar og innritaðist í háskólann þar um haustið. Vorið eftir lauk hann cand-phil prófi. Innritaðist hann svo til náms í læknisfræði, en skipti um nokkru síðar og fór að lesa hagfræði. En við hagfræði- námið undi hann ekki og kann að hafa ráðið þar nökkru, að tölur og fleiri vísindi í sambandi við það, voru fjarri hans áhugamálum, en hitt þó ef til vill ráðið meiru: þrá- in að kynnast sem ilestu og afla sér þekkingar á sem flestum svið- um. Þá mun það einuig hafa ver- ið lítt að hans skapi, að st«fna að fastákveðnu marki til þeso ö’.us að fá öruggan sesg í föstu Mfstíðar- embætti. Um það leyti, sem Sigfús hætt- ir við hagfræðinámið bauðst hon- um staða hjá Austur-Asíufélaginu danska, og bjó hann sig undir hana í landbúnaðaiháskólanum í Kaupmannahöfn, áður en hann sigldi til Austur-Indlands 1 þjón- ustu félagsins. Deild sú í landbún- aðarhásfcólanum, sem Sigfús sat í, kal'last Tropeskolen. Var aðalnáms grein hans þar ræktun trjáa og nytjajurta í hitabeltinu.'Lauk hann prófj 1918. Meðan Sigfús dvaldist í Kaup- mannahöfn, tók hann mifcinn þátt í félagslífi íslendinga þar. Hafa landar hans í Höfn orðið fljótt hrifnir af þessum fríða, fluiggáf- aða og lífsglaða unga manni. Strax og hann kom þangað, mun hann hafa talað betri dönsku en flestir þeir íslendingar, er þar voru fyrir. Hann var og eldheitur ættjarðar- vinur, talaði fagurt íslenzkt mál og söng betur en margir lærðir söngmenn. Hann var formaður ís- lendingafélagsins í Höfn 1914—17, og einnig var hann formaður ís- lenzka stúdentafélagsins þar 1916 — 17. Á Hafnarárum Sigfúsar dvaldi hann oft á sumrin langdvölum i Svíþjóð, og oftar en einu sinni var hann fulltrúi íslenzkra stúdenta í Höfn á norrænum stúdentamótum í Svíþjóð. Og til Austurheims siglir hann að loknu námi í landbúnaðarhá- skólanum, alla leið til Mount Aust in í Johore-rífci á Malayaskaga. En staður þessi er skammt fyrir norð- an miðjarðarlínu. Þar tók Sigfús þegar við starfi sínu. Fyrst var hann umsjónarmaður á togleðurs- ökrum, en síðan umsjónarmaður togleðursverksmiðjanna. Hér var hann kominn í heim, sem var í flestu ólíkur þeim, sem hann hafði áður þekkt. Síðar meir skemmti hann oft mér og fleiri vinum sín- um með ævintýralegum frásögum af veru sinni þar suðaustur í heimi. Þarna var hann árin 1919—1922. En vera hans á Malayskaga varð honum ekfci aðeins til fróðleiks og skemmtunar. Hún endaði með því, að hann veiktist af malaríu. Og eftir þunga legu og notkun sterkra lyfja, kom hann aftur til Danmerk ur og vann þar í nokkra mánuði á skrifistofu konungsritara. Taldi Sigfús sjálfur, að hann hefði aldrei að fullu jafnað sig eftir malariu- sóttina. Árið 1923 leggur Sigús enn á stað að kanna nýja stigu. Af austr- inu hafði hann fengið dýrkeypta reynslu. Nú heldur hann í vestur- átt og stanzar í Winnipeg. Þar hittir hann föður sinn, en á milli þeirra var jafnan kært. Þar komst hann og fljótt í kynni við marga forgöngumenn íslendinga, svo sem dr. Rögnvald Pétursson og fleiri. Verða þessi kynni til þess, að hann er ráðinn ritst-jóri Heims- kringlu. Tekur hann við blaðinu 5. marz 1924. í fimmta bindi af sögu íslend- inga í Vesturheimi kemst ritstjóri hennar, próf. Tryggvi J. Oleson, svo að orði meðal annars um Sig- fús : „Þjóðrækinn maður var Sigfús Halldórs og studdi Þjóðræknisfé- lagið af öllum mætti, bæði í stjórn arnefnd þess og í dálkum Heims- kringlu. Hann var ritsnjall og ekki myrk ur í máli, fylgdi fast málstað þeim, er hann taldi réttan, og setti sinn sviip á blaðið, ef til vill meir en nokkur annar ritstjóri þess hefur gert. Söngmaður var hann góður og hafði mikinn áhuga á söng og tónlist. í mörgum byggðum íslend inga söng hann opinberlega við mikið lof.“ Meðan Sigfús bjó í Winnipeg, flutti hann oft erindi á samkom- um, bæði á íslenzku, ensku og sænsku. Sigfús kom víða við sögu vestra. Hann var um árabil ritari Þjóð- ræknisfélagsins og starfaði í ís- lendingadagsnefnd Winnipeg- borgar mörg ár. Einnig var hann í heimferðarnefnd Vestur-íslend- inga á Alþingishátíðina 1930 og hvarf þá að fullu til starfa heim til ættjarðarinnar. Það var með mik- illi eftirsjá, sem Sigfús Halldórs frá Höfnum var kvaddur í Winni- peg, er hann fór þaðan alfarinn til að taka við skólastjórn Gagnfræða- skólans á Akureyri og fylgdu hon- um þaðan margir góðvinahugir. För Sigfúsar til Winnipeg varð honum mikil happaför. Hann hafði fengið að erfðum miklar gáfur, en hann hafði orðið fyrir því áfalli í bernsku, að foreldrar hans skildu eins og áð framan greinir. Og móð ir hans deyr, áður en hann næ? fullum þroska. í Austurlöndum fær hann sjúkdóm, er lamar þrek hans. En í Winnipeg hittir hann 2 íslendingaþættiR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.