Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 14
ÁTTRÆÐUR:
ÁGÚST ÁSGRÍMSSON
Vilhelm Ágúst Ásgrímsson var
fæddur 5. ágúst 1888, fyllti pví
80 ár 5. ágúst sl.
Hann fæddist að Unaósi í Hjalta
staðaþinghá. Foreldrar hans voru
Ásgrímur Guðmundsson bóndi þar
og kona hans Vilhelmína Þórðar
dóttir, Móður sína missti Ágúst
þegar í frumbernsku. en nokkr
um árum síðar kvæntist faðir hans
Katrínu Helgu Björnsdóttur. Þau
bjuggu lengst af á Grund í Borg-
arfirði eystra. Þeim varð fjögurra
barna auðið. Meðal þeirra er Hall-
dór, er um skeið var þingmaður
Norðlendinga og síðar í Austur-
landskjördæmi. Ágúst ólst upp
með föður sínum og stjúpmóður
Á unglingsárum Ágústs var eng-
inn hægðarleikur fyrir fátæk ung-
menni að komast í skóla. Flestir
þeirra, er voru á svipuðum aldri
og hann, urðu að láta sér nægja
þá menntun, er þeir fengu í heima
húsum. Fyrst og fremst var fá-
tæktin þeim fjötur um fót, fram-
haldsskólar voru þá og sára fáir
á íslandi. samgöngur voru afar
erfiðar. Áhugi ungs fólks á
menntun fór pó mjög vaxandi um
þær mundir, enda var þá mikil
gróska í íslenzku þjóðlífi yfirleitt.
ara á Akureyri, sem þá var orð-
inn ekkjumaður. Má segja, að ekki
hafi verið hrapað að því ráði. Þess
má geta, að Magnús er einnig skáld
gott, þótt hann hafi ekki gefið út
bækur. Hann er lítið eitt eldri en
Margrét. Þau eiga fallegt heimili
að Þorfinnsgötu 4 í Reykjavík.
Heimili þeirra er fullt af bókum
og aftur bókum. Það er bókin, sem
talar úr hverjum krók og kima.
Þau eru aldrei ein á meðan þau
hafa allar þessar bækur. Nú býr
bókin að minnsta kosti á hálflend-
unni og ræður þar sínu ríki. Ég
óska frú Margréti til hamingju
með þessi tímamót og þeim hjón-
um báðum. Ég þakka þeim fyrir
gömul og góð kynni og vona að
ævikTÖldið verði bjart og fagurf.
20. ágúst 1968,
Hannes J. Magnússon.
Fór það þá meir og meir að tíðkast
að framsæknir unglingar legðu á
menntabrautina, enda þótt pyngj-
an væri oft harla létt og þótt
margir af eldri kynslóðinni væru
ekki sérlega hrifnir af slíkri ný-
breytni.
Ágúst var í þeirra hópi, er þráðu
mjög að afla sér menntunar og
sjá sig um í veröldinni. Haustið
1909 fór hann til Reykjavíkur,
settist í Kennaraskólann og stund-
aði þar nám vetrarlangt, hvarf svo
aftur heim vorið eftir.
Eigi varð skólaganga hans lengri
því þá um haustið staðfesti hann
ráð sitt og kvæntist Guðbjörgu
Alexandersdóttur, en henni hafði
hann kynnzt í Reykjavík. Þau
dvöldust í Borgarfirði til árs-
ins 1916, fluttust þá upp
á Jökuldal og áttu þar
heima til 1919, er þau hófu
búskap að Hjaltastað Þar bjuggu
þau í 3 ár, síðan 4 að Ánastöðum,
fluttust að Ásgrímsstöðum 1926
og bjuggu þar til arsins 1963, en
þá brugðu þau búi, settust að á
Selfossi og hafa dvalizt þar síðan.
Meðan þau Ágúst og Guðbjörg
áttu heima í Borgarfirði má með
sanni segja að ekki hafi blásið
byrlega fyrir þeim, enda voru þau
bæði blásnauð þegar þau gengu I
hjónaband. Allar ytri aðstæður til
bjargráða þar neðra voru hinar
erfiðustu. Þau bjuggu lengst af í
þorpinu í Borgarfirði, höfðu fáa
gripi, enda var jarðnæði þar af
mjög skornum skammti. í sveit-
inni voru allar jarðir fullsetnar.
Heita mátti að algert atvinnuleysi
væri þar á vetrum. Á árunum, sem
þau dvöldust á Jökuldal, var hag-
ur þeirra þröngur svo og á fyrri
búskaparárunum í Hjaltastaðaþing-
há.
Ásgrímsstaðir voru lélegt kot-
býli þegar þau fluttust þangað, en
þar fengu þau fyrst öruggt jarð-
næði. Hófst Ágúst þegar handa um
ótrúlega mik'lar framkvæmdir mið
að við hinn bágborna efnahag hans.
Telja mátti að jörðin væri í eyði
þegar hann fluttist þangað. Hvert
bæjarhús varð hann að byggja upp,
en jafnframt hóf hann miklar
ræktunarframkvæmdir, enda var
túnbalinn harla lítill og grasnyt
yfirleitt af mjög skornum skammti
er hann tók við jörðinni. Eftir u.þ.
b. tíu ára búskap þar keypti hann
jörðina, bætti síðar við hana eyði-
býlinu Viðarsstöðum — það er
næsti bær við Ásgrímsstaði. — Þar
byggði hann nýbýli ásamt Halldóri
syni sínum. Hann kom einnig upp
vatnsorkurafstöð, er nægir til allra
þarfa fyrir tvö heimili. Á síðari
búskaparárunum rak hann eitt-
hvert mesta bú í Hjaltastaðaþíng-
há. Smábýlið Ásgrímsstaðir var
orðið að stórbýli. Hann hafði set-
ið Ásgrímsstaði í 37 ár, er hann
brá búi, þá hálf áttræður. Tveir
synir hans tóku við og sitja nú
jörðina Ásgrímsstaði — Viðars-
staði. Er þar sannarlega öðruvísi
um að litast en á því herrans ári
1926, er Ágúst fluttist þangað blá-
snauður með fullt hús af börnum
í ómegð.
Haustið sem Ágúst hóf nám í
Kennaraskólanum var ráðin þang-
að ungur kennari, Jónas Jónsson
frá ITriflu. Hófst þá hinn mesti
kunningsskapur með þeim, er
hélzt meðan báðir lifðu. Kynni
14
ÍSLENDINGAÞÆTTIR