Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 16
DR. VICTORS URBANCIC minnzt á 65 ára afmælisdegi hans Þegar minnast á þessa mæta manns með örfáum orðum, er af svo miklu að taka að örðugt er að gera það upp við sig hvers helzt ber að minnast. Fyrst vil ég þó hverfa 20 ár aftur í tímann. Ég er staddur á sviðinu í Kon- unglega leikhúsinu í Kaupmanna- höfn á sólbjörtum sumardegi árið MINNINC Kristján frá Djúpalæk: Hugleiðing um líf GRETARS FELLS í skauti moldar skýtur stundum rótum það skógartré, sem virðist meir i ætt við himin-heiði en hennar sé. Það ber svo langt í tign af hinum trjánum og töfrabrag. Og beitir allri orku til að vaxa hvern ævidag. Það bergir jarðar-isafa djúpt, en sækir í sólarátt. Og kýs það eitt, er von þess veginn greiðir að verða hátt. Til himins þrá er heit í merg því runnin sem heimvon manus, og vitund sú, að líf þess hér sé langferð á leið til hans. Slí'kt tré er öðrum lægri vörn í veðrum og vetrarþraut, og bendir þeim að teygja lim sitt lengra á Ijósskis braut. Það tregar hvorki tímans fleygu stund né töf um sinn. En blómstur-krónu lyftir hærra og hærra í himininn. 1948 sem einn þátttakandi í söng- flokki Tónlistarfélagskórsins á nor- rænu söngmóti. Húsið er þéttskip- að áheyrendum og dönsku konungs hjónin eru meðal áheyrenda á- samt fríðu föruneyti og sendiherr- um erlendra ríkja. íslenzki söng- flokkurinn er fámennur 40—50 manna kór, en á sviðinu eru alls 1000 söngmenn. Við syngjum hvert lagið eftir annað og leggjum alla okkar orku í sönginn, að lokum syngja allir kórarnir sameiginlega hinn tignarlega þjóðsöng íslands. Um hljómsprotann heldur hár og tignarlegur maður á bezta a'ldri. Það dylst engum að hér er mikill listamaður. Þetta var dr. Victor Urbancic. För þessa litla kórs varð þjóð okkar og landi til sæmdar- auka, eins og bezt má marka af því, að dönsku blöðim tóldu ísl. kórinn ásamt hinum finnska, beztu söngflokk mótsins og sum þeirra hikuðu ekki við að úthluta okkar kór fyrsta sætinu. Hér átti dr. Ur- bancic framar öllum öðrum heið- urinn. Hann var fæddur í Vínar- borg 9. ágúst 1903 og alinn þar upp, en af júgóslavneskum stofni. Strax á unga aldri helgaði hann sig listinni, enda var hún honum í bdóð borinn. Listnáminu iaufc hann á ótrúlega skömmum tíma. Og eftir að hafa numið al'hliða tónllLstarnám, píanó- og orgelleik, hljómsveitarstjórn, tónfræði undir handleiðslu frægustu tónlistar- manna þar, tók hann doktorspróf við háskólann í Vínarborg 1925, þá aðeins 22 ára og fjallaði rit- gerð hans um verk tónskáldsins Jóh. Brahms. Sjálfur hafði dr. Urbancic fengizit við tónsmíðar frá barnæsku. Eftir þennan glæsilega námsferil beið dr. Urbancic marg- þætt hljómlistarstarf við hin tfrægu óperuihús í Þýzkalandi, Austurrífci, Júgóslavíu o.fl löndum. Þegar hann fluttist til íslands með fjölskyldu sína 35 ára að aldri varð hann strax mikll stoð hinu fábrotna tónlisarlífi voru Hann varð sem vanur stjórnandi brautryðjandi fyrir óperúflutning á íslandi og vann oft margra manna verk við undirbúning að söngleikjasýningum Þjóðleikhúss- ins, en þar var hann hljómsveit- arstjóri og söngstjóri Þjóðleikhúss- rns frá upphafi og fram að and- láti sínu. Ennfremur flutti hann hér í fyrsta sinn hin miklu kór- verk meistarans, oratoríuna og guðspjallaverk og vann m.a. það afrek að færa fyrstur upp Jóhann- esarpassíuna og jólaortoríuna eft- ir Bach með íslenzkum textum sem hann setti við verkin. Þetta mi ekki gleymast. Auk þess var hann kennari við Tónlistarskólann hér í borg, stjórnandi Sinfóníuhljómsveít ar Reykjavíkur og síðar Sinfóníu- hljómsveitar fslands, organleikari og kórstjórn við Kristskirkju í Landakoti, edtirsóttur píanöleilk- ari og tónskáld gott. Hér er fátt eitt talið, því m. a. mætti og geta þess, að hann var formaður söngmálaráðs L.B.K. um hríð, en hér verður að láa staðar numið, verkefnin eru svo mörg að tugum og hundruðum skiptir. Þótt dr. Urbancic væri fæddur Austur- ríkismaður öðlaðist hann mikinn skilning á íslenzkum þjóðlögum og safnaði þeim og útsetti fyrir fcóra, enda var hann sannur íslandsvin- ur, öðlaðist íslenzkan ríkisborgara- rétt, og helgaði aila krafta sína hinu nýja föðurlandi símu, enda hlaut hann hina íslenzku fálkaorðu fyrir sbörf sín. Hann féll frá fyrlr 10 árum langt fyrir aldur fram, aðeins 54 ára að aldri, en hann hafði þá mótað sér óhrotgjarnan 16 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.