Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Side 11
MINNING
Ferdinand Magnússon
Bakka, Reyðarfirði
Hann andaðist 5. jan. s.l. í Fjórð-
úngssjúkrahúsinu í Neskaupstað,
eftir skamma legu. Ferdinand
^agnússon, fæddist 28. sept. 1895
í Fagraskógi við Eyjafjörð. Foreldr
ar hans voru Jórunn Guðmunds-
ðóttir og Magnús Jónsson, sjómað-
ur. Ferdinand kom til Reyðarfjarð-
ar rétt innan við tvítugsaldur með
létta pyngju, en hann átti góða
Sreind, Hkamshreysti og kjark
hins hugprúða sjómanns. Sterk
útþrá og seiðmagn hafsins
^okkaði hann í siglingu tll
framandi landa. Öll styrjald-
®rárin fyrri var hann há-
feti á norskum farmskipum. Eft-
h heimkomuna stundaði hann sjó-
ir og hélt þeim fram með einurð
en þó hófsemi. Framsóknarfélög
lu í Kópavogi eiga mikið og fórn
fúst starf að þakka, og allir finna,
a<5 mikil eftirsjá er að þessum
Slaða, greinda, félagslynda sæmd
armanni úr hópnum.
Börn þeirra Jóns og Huldu eru
Öpgur, öll upp komin og mann-
úórnsfólk. Elztur er Bjarni Snæ-
land, vélstjóri, ókvæntur. Næst
er Elías Snæland, blaðamaður,
kvæntur Önnu Brynjúlfsdóttur.
f'riðji sonurinn er Jóhannes banka
^aður, ókvæntur, og yngst er dótt
lrin, Valgerður, sem nú stundar
Uam í Kennaraskólanum, ógift.
Ég á margs góðs að minnast og
nakka frá kynnum við Jón M.
“jarnason síðasta áratuginn og
ekki hafa farið á mis við
Pau. Ég sendi frú Huldu, sem
jifir mann sinn, og börnum þeirra
innilegar samúðarkveðjur og veit
að undir það taka margir, sem
nutu gleði og gagns af félagslegu
samstarfi við Jón Bjarnason.
AK.
róðra. Hann tók fiskipróf hið
minna og var um skeið formaður á
vélbátum.
Aiflaleysisár komu og útgerð
gekk illa. Hann fór þá aftur í sigl-
ingu og var alllengi háseti á einu
af skipum Eimskipafélags íslands,
þar til hann slasaðist við vinnu í
lest skipsins árið 1932.
Þá hætti Ferdinand alveg sjó-
mennsku og stundaði algenga
verkamannavinnu í nokkur ár, en
var eftir það vélgæzlumaður hjá
Rafveitu Reyðarfjarðar og öðrum
þræði fiskimatsmaður, unz hann
fyrir fjórum árum hætti allri
vinnu sakir vanheilsu.
Ferdinand varð á þroskaaldri
hugfanginn að jafnréttis- og rétt-
lætishugsjónum jafnaðarstefnunn-
ar, og hann unni þeim hugsjónum
til æviloka. Hann gekk heilshugar
til fylgis við verkalýðshreyifinguna
og var hvatamaður, ásamt nokkr-
um öðrum að stofnun Verka-
mannafélags Reyðarfjarðarhrepps.
Hann átti sæti í stjórn félagsins
í rnörg ár, þar af formaður í 7 ár
Hann sat mörg Alþýðusambands-
þing og sjómannaráðstefnur, sem
fulltrúi félagsins. Sýnir þetta, að
félagar hans báru mikið traust til
hans.
Ferdinand var hár vexti og afar
þrekinn, enda rammur að afli.
Andlitssvipurinn var bjartur og
góðmannlegur og bar ljósan vott
'um drengskap og góðvild, sem
hann átti í ríkum mæli. Fólki hlaut
að verða starsýnt á þennan vask-
lega mann, hvar sem leiðir hans
lágu.
Ferdinand kvæntist árið 1924,
Sigrúnu Sigurðardóttur ættaðri úr
Breiðdal. Hún var góð kona og vel
gefin og bjó eiginmanni sínum og
börnum þeirra ánægjulegt og kær
leiksríkt heimili.
Þau hjón eignuðust þrjú börn:
Agnar dó í bernsku, Jórunn Ragn-
heiður, gift Bjarna Jónassyni vél-
stjóra. Karl, stanfsmaður hjá Vega-
gerð ríkisins, kvæntur Guðnýju
Sigurðaröóttur.
Kona Ferdinands andaðist 1963.
Eftir það dvaldi hann hjá Jórunni
dóttur sinni og manni hennar.
Ferdinand var bókhneigður og
fjölhæfur. Kímnigáfa var honum
meðfædd og hann var oft ákaflega
orðheppinn. Hann var prúðmenni
í umgengni oig hlýlegur í viðmóti,
skapmikill og tilfinningaríkur, en
duldi hvoru tveggja vel. Hins veg-
ar væri ástæða til, gat hann verið
aðsópsmikill og stórtækur, en hon
um var það eðlilegast að leysa
hvern vanJa með réttsýni og dreng
skap.
BlessuáJ sé minning hans.
Jóliann Björnsson.
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
11