Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 9
MINNING UNNUR JAKOBSDÓTTIR P. 8. jan. 1888. D. 22. maí 1968. Fram úr mistri löngu liðinna ára hefur minntng leitað mín, í fyrstu óljós og draumikennd, en síðar tekið á slg þvi skýrari mynd. Hún er frá litlu stofulofti um vetur, þar sem kornungur drengur fékk af góðvild að koma inn og vera vitni að því, er ung kenmslukona flutti nemendum sín um af munni fram lítið kvæði. Plutningur kvæðisins var slík opin berun, að enzt hefur, þótt flest allt frá sama tíma sé löngu gleymt. Á- stæðan getur ekki verið sú ein að kvæðið var góður skáldskapur við hæfi barna, heldur hlýtur flytj- andinn að hafa gefið því meira en lítið firá sjálfum sér, sem gerði það að perlu sem ekki týndist. Og fyrir löngu veit ég að svo var. Kennslukonan gaf því af auðlegð hjarta síns það sem með þurifti til þess að það yrði veganesti um langt Mf. Þannig gera góðir kenn- arar. Þessi unga kennslukona var Unnur Jakobsdóttir frá Hólum, sem andaðist áttatíu ára gömuil hinn 22. maí 1968. Unnur Jakobsdóttir fæddist að Hólum í Reykjadal 3. jan 1888. Foreldrar hennar voru hjónin K.ristín Þuríður Helgadóttir frá Hallbjarnarstöðum og Jakob Sig- urjónsson frá Einarsstöðum. Bjuggu þau að Hólum. Móðir Unn- ar andaðist 13. júní 1894, en nokkru síðar gekk hemni í móður stað Hólmfríðuir, systir Kristínar Þuríðar. Hólmfríður var síðari kona Jakobs. Þau hjónin önduðust bæði um jólaleytið 1943. Unnur ólst upp á Hólum í hópi systkina, lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1911 ag hóf barna- kennslu þá þegar. Árið 1916 var hún á námskeiði fyrir kennara í Reykjavík, hélt síðan áfram k&nnslu, en fór námsför til Norð- urlanda 1920—21 og stundaði þá handavinnunám og kynnti sér kennsluaðferðir. Síðan var hún k6nnari næstum ósditið til 1958 á mörgum stöðum á lamdinu, en lengstan tíma samfellt í fæðingar- héraði sínu. Eitt ár stundaði hún skrifstofustörf á Akureyri og í nokkur sumur hafði hún umsjón með Listasafnl Einars Jónssonar í Reykjavík og hlaut að launum mikla vináttu frú önnu og Einars Jónssonar. Hún skriifáði greimar í blöð og tímarit, einkum um memnt un kvenna, og þýddi nokkrar úr- valssmásögur eftir Sölmu Lager- löv. Hún andaðist ógift og barn- laus. Alla ævl áttl hún heimili að Hólum, hvar sem hún annars stundaði störf. Nokkur síðustu ár- In hélt hún heimili með Kristínu systur sinni, og höfðu þær byggt sér fagurt og gott búðarhús á skj'ólríkum stað í Hólum. Margt hjálpaðist að til þess að Unmur Jakobsdóttir yrði slík merk iskona sem raun bar vitni. Hún var komin af gáfúðu mannkosta- fólki í báðar ættir. Hún ólst upp á vakandi menningarheimili og naut ríkra áhrifa frá gróandi þjóð- lífi aldamótanna. Hún naut góðrar menntunar að þeirra tíma hætti, menntunar, sem var heil og sönn. Hún kynntist fjölda merkra manna og kvenna og var alla ævi að læra. En mest var um vert gáf- ur og mannkosti hennar sjálfrar. Hún var fjölfróð, minnug og sí- vakandi. Henni brann alltaf eitt- hvað á hjarta. Það gerði líf henn- ar auðugt. Áhugi hennar beindist að öllu, sem við kemur lífinu: þjóð félaginu sem slíku, stærri og minni félagseiningum þess og svo mönnunum sjálfum méð annmörk um og heillandi eiginleikum. Hún var slík gæfukona sem áhuginn endist allt hennar langa líf og gaf hverjum degi verðmætt innihald. Hún var róttæk og heit í skoðun- um, og jafntrygg hugsjónum sín- um sem vinum sínum, hverrar trú- ar sem þeir voru. Hún fór ekki í manngreinarálit. Unnur Jakobsdóttir var sáðkona sem með því áð skipta sífellt um starfsvettvang, dreifði fræjum sín-, um víða um landið. Eflaust hefur henni oft fundist uppskeran lítil,' eins og títt er um alla góða ræk- unarmenn, en hið raunsanna var, að nemendur hennar gleymdu, henni ekki- né því er hún kenndi þeim, því hjarta hennar og mann-‘ kostir voru með í kennslunni. Sú æskuminning sem er upphaf. þesarar smágreinar, er engin til viljun. Unnur Jakobsdóttir unni1 rnjög bókmenntum og fögrum list um öðrum. Hún skildí, að í þeim kristallast sannleikurinn, réttlætið og fegurðin, sem oft á við svo þröngan kost að búa í mannMfinu sjálfu, og hún átti yfir að búa hæfileikum til þess að láta aðra njóta þessa með sér jafnt hina yngri sem eldri. Þannig er góður kennari. Hún var sú kona sem öll- um þótti vænt um sem kynntust henni og þeim mest, er þekktu hana bezt. Hún var rík að vinum. Unnur Jakobsdótir var jarð- sungin að Einarsstöðum að við- stöddu miklu fjölmenni, 30. maí 1968. Páll K .Jónsson .Æt Laugum. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.