Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 12
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR skáldkona 75 ára Margrét Jónsdótiir er fædd 20. ágúst 1893, að Árbæ í Holtum, sem þá var sýslumannssetur. Móðir hennar, Stefanía Jónisdóttir var þá ráðskona hjá Páli Briem, sýslu- manni, en faðirinn, Jón Sigurðs- son, síðar bóndi í Haf.jörðum á Snæfellsnesi, sýsluskrifari. Stefanda var Vopnfirðingur að ætt, en Jón Skagfirðingur. Bæði voru þau vei gefin, námfús, bókhneigð og ljóð- elsk, svo sem dóttir þeirra. En örlöigin ætluðu þeim ekki langar samvistir og þess vegna ólst Mar- grét upp með móður sinni á ýms- um bæjum í Rangárvallasýslu, eft- ir að Páll Briem fluttist norður. Stefanía var oftast ráðskona, því að hún var mjög eftirsótt til þeirra starfa, sökum hæfni sinnar, og kunnáttu. Hún hafði stundað nám 2 ár í Kvennaskólanum að Ytri-Ey hjá Eiínu Briem og minntist þeirr- ar skólaveru jafnan með þakk- læti. Þær mæðgur fluttist til Reykja- víkur 1912, árið sem Margrét lauk burtfararprófi frá Kvennaskólan- um í Reykjavik með loflegum vitn- isburði. Síðan var heimili þeirra hér í Reykjavík. Þær skildu aldrei, nema þann tíma, sem Margrét dvaldi í sjúkrahúsi. Var mikið ást- ríki með þeim mæðgum, svo sem Ijóð Margrétar bera vitni um, t.d. þetta: Iijá vöggu minni mamma söng o.s.frv. Og Margrét var svo lánsöm að geta hlúð að móður sinni til síðustu stundar. Stefanía andaðist 27. jan. 1956, nær 94 ára. Að loknu námi í Kvennaskólan- um stundaði Margrét heimilis- kennslu að vetrinum, en kaupa- vinnu á sumrin. Einnig var hún við verzlunarstörf um tima. — En þetta nægði ekki athafnaþrá Mar- grétar og námslöngun, enda þótt hún á þessum árum færi utan og tæki þátt í ýmsum kennaranám- skeiðum á Norðurlöndum. Hún fór því í Kennaraskóia ísiands og lauk prófi þaðan um 1926, með ágætum vitniisburði. Sama árið varð hún kennari við Miðbæjarskoiann og síðar Austurbæjarskólann, nær tvo tugi ára. Þá lét hún af störfum vegna vanheilsu og dvaldi í sjúkra- húsj nokkur missiri. En hún náði allgóðri heilsu aftur, til mikillar gleði aldraðri móður og öllum vin- um og samstarfsmönnum. Síðan hef ir hún unnið í Þjóðminjasafninu, stundaði ritstörf og heimilisstörf Hún er gift ágætum manni, Magn- úsi Péturssyni, kennara frá Akur- eyri, sem einnig er Ijóðavinur mik- ill og prýðilegur hagyrðingur. Margrét mun snemma hafa fengizt við vísnagerð, en fyrsta ljóðabók hennar, Við fjöll og sæ, kom út 1933, en fyrsta kvæðið hennar, Melkorka birtist í kvenna- blaðinu „19. júní“ 1920. Alls hafa komið út 16 bækur eftir Margréti, sögur, ljóð og leikrit. Eru þær flestar ætlaðar börnum og ungl- ingum en 4 ljóðabækur og eitt smásagnasafn fyrir fullorðna les- endur. Auk þess hefur hún þýtt 5 góðar unglingabækur, sem út hafa komið. Allar þessar bækur hafa náð miklum vinsældum og eru nú flestar uppseldar. Það sýn- ir vinsældir þeirra. Samtímis fram angreindum störfum var Margrét ritstjóri Æskunnar árin 1928— 1942. Ritstjórnin fórst henni vel úr hendi. Hún er skáld gott, ritar fallegt mál, og hefur næman skiln- ing á eðli og blæbrigðum íslenzkr- ar tungu. Hún skilur barnseðlið og á því létt með að ná hugum og hjörtum æskufólksins með ljóðum sinum, leikritum og sögum. Vegna þessara eiginleika sinna var hún einnig ágætur kennari, hugkvæm, vinsæl og stjórnsöm. Ég endurtek hér, það sem ég sagði um hana á sextugsafmælinu, að ég tel hana hik'laust í fremstu röð kennara sinnar samtíðar. Hún er einnig í fremstu röð þeirra rithöfunda, sem ritað hafa fyrir ísknzk börn og unglinga. Bækur hennar eru ómet- anlegur fjársjóður fyrir þá sem unna fögrum ljóðum og sögum. Það anda'r frá þeim mannúð og mildi höfundar, ásamt ást og að- dáunar á náttúru ísland.s, sögu þess, íegurð og tign. Til styrktar þessum orðum mín- um skrái ég hér ummmæli merkra manna um bækur Margrétar. Dr. Guðm. Finnbogason segir í Skírni 1933: Ljóðin eru hjartan- slög góðrar konu, mildrar og móð- urlegrar, sem leitar ljóssins, gleðst yfir því, sem gott er og fagurt, er minningum trú og finnur innilega til með öðrum.“ Dr. Richard Beck segir í MbL 1954: „Það er enginn stormhvin- ur eða vopnagnýr í þessum kvæð- um, þau eru í ætt við hinn blíða blæ, ljóðræn og léttstíg, með und- irstraum innilegra tilfinninga og djúprar samúðar og þau bera vitni fegurðar og hugsjónaást skáldkon- unnar, traustri guðstrú hennar og framtíðartrú sem verið hefur henni skjöldur og skjól í storrn- um og andstreymi lífsins og orðið styrkari rót 1 þeirri raun.“ — — — Þetta læt ég nægja, en af meiru er að taka. Margrét er félagslynd kona, sem he-fur tekið mikinn og virkan þátt í samtökum kennara, kvenfélaga og Góðtemplara. Hún er heiðursfé- lagi Stórstúku íslands af I.O.G.T. og í Lestrarfélagi kvenna. Af framanskráðu er auðséð að Margrét Jónsdóttir hefur verið starfsöm kona og lokið miklu verki, þrátt fyrir þrálátan sjúkdóm um árabil, sem hún bar með frábæru þreki. Margt íleira mætti segja um þessa ágætu konu, en hér verð ur staðar numið. En að síðustu vil ég minna á að Margrét ann æsku- lýð íslands öllu öðru fremur og hefur starfað fyrir liann alla tíma ævi af mikilli fórnfýsi og dugnaði. Þegar blaðamaður Mbl. átti tal við hana á sextugsafmælinu spurði hann að lokum: „Og hafið þér nokkra sérstaka ósk fram að færa á þessu merkis- afmæli yðar?“ Skáldkonan svaraði: „Ekki aðra fremur en þá að æskan okkar megi bera gæfu til að varðveita hinn dýrmæta arf ís- lenzkrar tungu og menningar, sem ég ann framar öllu öðru — að hún gangi áfram götuna til góðs og gleymi ekki guði sínum, þvi að 12 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.