Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 15

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 15
Svava Ingadóttir Nielsen Ágústs af Jónasi höfðu djúp og varanleg áhrif á viðhortf hans til stjómmála. Gerðist hann hinn ör- uggasti stuðningsmaður samvinnu- hreyfingarinnar og taldi með réttu að þau samtök myndu verða hin mesta lyftiistöng fyrir íslenzka bændastétt. Hann er sérlega stét- vís bóndi, er mjög umhugað um veg og virðingu séttar sinnar. Hann var þegar á unga aldri ákveð inn andstæðingur danska valdsins, hafði bjargfasta tru á framtíð þjóð arinnar. Ágúst hlaut 1 vöggugjöf marga þá eiginleika er gerðu honum kleift að sigrast á þeim miklu erf- Iðleikum er oft urðu á vegi hans. Hann er prýðilegum gáfum gædd- ur bæði til sálar og líkama, at- orkumaður, verkmaður ágætur ráð snjall með afbrigðum og hugkvæm ur. Mun honum vart nokkru sinni hafa hugkvæmzt að gefast upp, hvað sem á bjátaði. Ágúst á því láni að fagna að eiga ágæta konu, sem hefur verið honum hinn traustasti lífsförunaut ur. Er sambúð þeirra óvenju góð, enda eiga þau svo vel skap sam- an að slíkt er fágætt. Þau eru jafnan með glöðu bragði, gestrisin og greiðvikin með afbrigðum. Þau hjónin eignuðust tíu börn, sem öll eru á lífi. Öll eru þau hin uiannvænlegustu, góðir og nýtir þjóðfélagsborgarar, nú stoð og stytta sinna öldruðu foreldra, stolt þeirra og gleði, enda er uppeldi þessa stóra og glæsilega barna- hóps hið mesta afrek þeirra sam- eiginlega. Börnin eru þessi: Karl Ásgrímur, sölustj. á Akur- ,.eyri, Helga Jóhanna, gift á Akur- eyri, Ingibjörg Vilhelmína, ekkja á Sauðarkróki, Sigrún Halldóra, gift í Reykjavík, Björn Arnar, bóndi í Hjaltastaðaþinghá, Halldór Ragn- ar, bóndi í Hjaltastaðaþinghá, Guð- jón Sverrir, starfsm. hjá Selfoss- hreppi, Guðgeir, fulltrúi hjá Sam- vinnutryggingum, Reykjavík, Skúli Björgvin, rafvirkjameistari á Sel- fossi, Rannveig Heiðrún, gift á Sel- fossi. Ég lík máli mínu með þvi að votta Ágústi og fjölskyldu hans hugheilar þakkir fyrir alla vin- somd í minn garð bæði fyrr og síðar og óska þeim gæfu og geng- ís á ókomnum árum. Skúli Þórðarson. ÍSLENDINGAÞÆTTiR Fædd 13. maí, 1926. Dáin 16. ágúst, 1968. Svava var dóttir þeirra hjóna, Guðlaugar Erlendsdóttur og Inga Halldórssonar, bakarameistara í Reykjavík. Svava mun hafa fengið gott upp- eldi. En, þó að heimili foreldar hennar teldist all vel bjargálna, þá mun Svövu svo og öðrum tveimur dætrum, fljótleg hafa skilizt, að •án vinnu og fyrirhafnar, verður litlu áorkað. Svava tamdi sér að einbeita kröftum sínum að því, sem hún tók sér fyrir hendur hverju sinni, enda skapmikil og góðum gáfum gædd. Að loknu barnaskólanámi hóf hún nám í Verzlunarskóla íslands og lauk þaðan prófi vorið 1944, með ágætum vitnisburði. Á skóla- árunum vann Svava á sumrin, m.a. í tvö sumur á Skrifstofu Ölgerðar- innar Egill Skallagrímsson í Reykjavík. Að loknu prófi í Verzl unarskólanum hóf hún störf hjá 0. Brynjólfsson og Kvar- an, og starfaði þar í rúm- lega tvö ár. Síðan dvaldist hún í Englandi í tæplega eitt ár, við framhaldsnám. Eftir heimkomuna hóf hún störf hjá Loftleiðum í Reykjavík og starfaði þar, þar til að hún giftist og stofn- aði heimili. Þó að Svava hafi, vegna góðra hæfileika sinna, haft gott og vel launað starf, þá kaus hún þó held- ur húsmóðurstörfin. Hinn 5. janúar árið 1952 giftist hún eftirlifandi manni sínum Gunnmari Ö. Nielsen, ættuðum frá Seyðisfirði, þáverandi sölustjóri hjá Heildverzluninni Eddu í Reykja- vík. Svava lagði sömu alúðina við hús- móðurstörfin, sem önnur störf. Eignuðust þau hjón brátt myndar- legt heimili, þar sem velvilji, hlýtt viðmót, glaðværð og gestrisni réði ríkjum. Varð þeim tveggja barna auðið, sem eru Guðlaug 16 ára, nemandi í Verzlunarskóla íslands og Gunnlaugur Pétur 6 ára, bæði efnileg börn. Fljótlega, eftir að þau Svava og Gunnmar giftust, hófu þau sjálf- stæðan heildsölurekstur. Hafa þau hjónin verið mjög samhent um heildsölureksturinn, svo sem um annað. Er Gunnmar vel virtur verzl unarmaður, bæði innan sinnar stétt ar og utan. Við, samferðafólk Svövu, eigum erfitt með að sætta okkur við það. að hún skuli ekki lengur vera hér á meðal okkar, en svo er þó kom- ið. Vinir hennar og fjölskylda þakka langa vináttu, nú þegar leið- ir skiljast að sinni. Ég, sem þessi fáu orð skrifa, votta eiginmanni og börnum sam- úð mína, svo og öldruðum föður, sem missti konu sína þegar hún var á bezta aldri, og verður nú einnig að þola missi sinnar elztu dóttur. Ég veit að hinir fjölmörgu vinir Svövu og fjölskyldu hennar á Hjarðarhaga 19, þakka henni góð kynni og vinsemd, um leið og þeir senda ástvinum hennar og fjöl- skyldu sínar innilegustu samúð- arkveðjur, yfir fráfalli þessarar góðu og mikilhæfu konu, sem okk- ur finnst öllum að' allt of fljótt hafi verið kvödd héðan. ólafur Svcrrisson. 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.