Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 17
MINNINC Þorkell Guðbrandsson Þriðjudaginn 6. ágúst síðastl. var gerð frá Fossvogskirkju útför Þorkels Guðbrandssonar, en hann Ihafði andazt 28. júlí. — Með hon- Um er horfinn seinasti heimamað- urinn á Staðastað í tíð Ragnheið- ar Pálsdóttur og séra Þorkels Eyj- ólfsonar, en hann var prestur þar ó árunum 1875—1860. Þorkell Guðbrandsson var fædd ur að Búðum á Snæfellsnesi 28. nóvember 1880. Móðir hans var Guðbjörg Vigfúsdóttir frá Kálfár- völluim í Staðarsveit. Föðurafi Guð bjargar var Vigfús á Hraunhafnar- tanga, en langafi hennar Vigfús er fyrst bjó á Akri í Staðarsveit og síðar í Háagarði. Þar með þrýt ur þessi snæfellski ættbogi í karl- legg, því að faðir Vigfúsar í Háa garði var Hákon Þorláksson frá Stóruborg í Víðidal. Hákon flutt- ist vestur á Snæfellsnes um miðja 18. öld og kvæntist konu, er hét Guðrún Halldórsdóttir. Þau bjuggu fyrst í Syðri-Görðum í Stað arsveit, en síðar að Þorgeirsfelli. Hákon andáðist á Hraunsmúla 1784. Foreldrar Hákonar voru Þór dís Björnsdóttir og Þorlákur Guð- mundsson á Stóruborg. Er Þor- minnisvarða í íslenzkri tón'listar- sögu. Hin ljúfi listamaður var lagður í íslenzka mold. Kór hans söng hann að síðustu inn í þá Paradís, sem hann hafði svo títt látið prisa í söng og hljóðfæra- slætti. Minningasjóðurinn sem Þjóðleikhúskórinn stofnaði um bann ber vott um þá ást og virð- ingu er hann naut. Og kórinn var ekki einn um það. Þjóðin öll harm- aði andlát þessa hámenntaða lista- man/ms, sem vakti aðdáun allra er tii þekktu. Þegar ég því lít yfir ævibraut dr. Urbancic hér á landi minnist ég hans ekJki einasta sem listamanns, heldur líka sem frá- bærs drengskaparmanns sem vann h'ljóður sín mikiiu verk, hins trú- rækna Ijúflings og sanna vinar. Slíkra manna er gott að minnast. Þorstebm Sveinsson. láksnafnið títt í þeirri ætt, því að faðir Guðmundar var Þorlákur, sonur Þórðar Þorlákssonar á Marð arnúpi, bróður Guðbrands Bisk- ups. — Kona Guðmundar Þorláks sonar á Stórúborg var snæfellsk, Hólmfríður, dóttir Jóns Illugason- ar og Hallvarar Jónsdóttur úr Ein- arslóni undir Jökli. Hallvör var al- systir Þorgils lögréttumanns á Brimilsvöllum. — Kona Hákonar Þorlákssonar á Þorgeirsfelli var\ Ingibjörg Vigfúsdóttir, og virðist ætt hennar einkum úr Miklaholts- hreppi og i henni margt Vigfúsa. Kona Vigfúsar á Kálfárvöllum, móðuramma Þorkels, var Elín Gísladóttir, en móðir Vigfúsar á Kálfárvöllum var Þorbjörg, dóttir Solveigar jónsdóttúr og Jóns Magn ússonar í Krossabúð í Staöarsveit. Ráða má af því, sem nú hefur stuttlega verið á stiklað, að því er varðar móðurætt Þorkels, að hún er aðallega snæfellsk, og gæt- ir þar mest Staðsveitunga. — Um föðurætt hans gegnir öðru máli, þar eru þræðirnir dreifðari svo sem oft vill verða þar sem presta- blóð er ýkja áberandi. Ekki er of- mælt, að svo sé í beinan föður- legg Þorkels, því að í tíu ættliði frá föður hans að telja voru sjö prestar. Af þeim þjónuðu þrír um Iengri eða skemmri tíma brauð- um á Snæfellsnesi eða við Breiða- fjörð. Guðbrandur, faðir Þorkels, var eitt af tíu börnum Ragnheiðar Pálsdóttur og séra Þorkels Eyjólfs sonar, er upp komust. Eigi þykir ástæða til þess að víkja hér að ættum þeirra hjóna, því að frá þeim er víða greint, m.a. í ágæt- um æviþætti, sem dr. Jón þjóð- skjalavörður reit um föður sinn og nýverið hefur verið endurprent aður í ritinu Merkir íslendingar. Presthjónin á Staðarstað tóku tvö barnabörn sín í fóstur og var Þorkell annað þeirra. Þótt hann væri eiigi nema.á 12. ári, er leiðir hlutu að skilja með þeim og hon- um til fulls, taldi Þorkell sig hafa fengið hjá þeim heimanesti, er hann hefði búið að alla tíð og gæti seint fulliþakkað. Aldrei minntist Þorkell svo á dvöl sína á Staðar stað, að ekki gætti mikillar hýru í svipbrigðum hans og máli. — Eftir að séra Þorkell var látinn og Ragnheiður ekkja hans komin til dóttur sinnar og tengdasonar í Stykkishólmi, átti Þorkell heimili um skeið hjá hjónunum Guðrúnu Bjarnadóttur og Magnúsi Einars- syni á ÖLkeldu. Þaðan fluttist hann 16 ára gamall til foreldra sinna, en þau höfðu þá fyrir nokkru sezt að í Ólafsvík. Börn Guðbjarg- ar og Guðbrands urðu tíu, og náðu átta þeirra fullorðinsaldri. Hin næstu ár vann Þorkell hjá foreldr- um sínum, enda var þungur róður þeirra og honum umhugað að létta undir með þeirn. — Ólsarar áttu þá sem reyndar fyrr og síö- ar nálega allt sitt undir björginni úr sjónum og sjómennskan lét Þorkeli vel. Þegar hann hafði fyrst kynni af sjósókn Ólsara, voru stór- skipin, en svo nefndust tólfrónir teinæringar, nær því öll úr sög- unni, bæði í Ólafsvík og á Sandi. Á verfcíðinni 1898 reri Þorkell þó á einu slíku, er Sæmundur hét og var nafnkunnugt um allan Breiða fjörð. Á því voru þá enn tvö þver- segl, en það var líka í síðasta sinni sem skipi með þeim seglabúnaði var róið til fiskjar undir Jökli. Þau þáttaskil voru að vísu mark- verð á sinn hátt, en Þorkell átti eftir að verða viðriðinn önnur, sem voru sýnu umtalsverðari. Fyrsta íslenzka vélbátnum var haldið til fiskjar á vertíð veturinn 1903 og gerður út frá ísafirði og Bolungarvík. Þau tíðindi spurðust fljótt og víða um íslenzkar ver- stöðvar, hversu útgerð þessa báts hafði lánazt vel, og munu lands- menn vart í annan tíma hafa orð- ið jafn viðbragðsskjótir sem þá, að reyna að öðlast hnoss vélaaldar. Haustið 1903 fór Þorkell til Reykja víkur ásamt Guðbjarti Kristjáns- syni, síðar bónda á Hjarðarfelli, og tveim mönnum öðrum. Erindið var að fá smíðaðiiB vélbát. Bjarni ÍSLENDINGAÞÆTTIR 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.