Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 20
sríðið. Peningaráð almennings voru mikil og kröfur fólksins juk- ust, svo að þeir skólar sem aftur- úr dógust með aðbúnað og þæg- Indi urðu fyrir minkandi aðsókn og ýmisskonar gagnrýni Frú Þórný stjórnaði Húsmæðraskólanum á Hallormsstað einmitt við slíkar að- stæður, og hélt uppi þeim anda og brag, sem fyrirrennari hennar hafði skapað og mótað, þar til skól inn var lagður niður eitt ár til gagngerðra endurbóta. Er ég tók við skólanum ári síðar réðist frú Þórný að skólanum sem vefnaðar- kennari og hélt því starfi síðan. — Nýir siðir koma með nýjum herr- um. — Ýmsar breytingar voru gerðar á kennslufyrirkomulagi og reglugerð skólans, er hann tók til starfa aftur, og mjög tel ég senni- legt að þær hafi ekki allar fall- ið frú Þórnýju vel, en aldrei lét hún það í Ijós. Ætið stóð hún þétt og örugg að fylgja fram þeim mál- um þar sem hún taldi hag og sóma skólans bezt gætt. í kennslu sinni lagði hún ríka áherzlu á allt, sem þjóðlegt var og stuðlaði að auk- inni heimilismenningu. Það mun ekki ofsagt að heimili þeirra Þórnýjar og Hrafns á Hall- ormsstað sé eitt failegasta heimili þessa lands, hvort heldur er í sveit eða bæ, þar sem saman fer menningarbragur, þjóðlegur metn aður og listrænn smekkur. Ég veit að einn áhrifaríkasti dag ur og ógleymanlegasti hvers skóla- árs í Húsmæðraskólanum á Hall- ormsstað, var þegar frú Þórný bauð kennurum og nemendum heim til sfn, en það gerði hún ætíð einu sinni á vetri. Það var áreiðanlega hinum ungu stúlkum ómetanlegt og á við margar kennslustundir i uppeldisfræðum, að dvelja þar eina eftirmiðdagsstund, njóta hinnar rómuðu íslenzku gestrisni yfir rjúkandi súkkulaði með þeyttum rjóma, dirukknu úr örþUnnum postulinsbollum, skoða gamlar myndir og fræðast af þeim um sögu skólans og staðarins. Og há- marki nær heimsóknin, þegar hús- móðirin tekur fram hannyrðir sín- ar o-g vefnað og sýnir og útskýrir form og gerðir. Frú Þórný var stórbrotin kona, hún var fáskiptin og hlédræg dag lega, en trygg og traust ef á reyndi hún var áfcveðin í skoðunum og vann af alíhug að því, sem hún á annað borð tók að sér. Hún var Þingeyingur að ætt og alla tíð var hún það, en hún var einnig Aust- firðingur og hafði mikinn .metnað fyrir Austurland, einkum mun þó Fljótsdalshérað og Hallormsstaður hafa átt huga hennar. Á síðari árum gaf frú Þórný sig nokkuð að félagsmálum. Fyr- ir hönd Sambands austfirzkra kvenna vil ég þakka sérstaklega þátt hennar í aðstoð við fræðslu um fornan listiðnað og heimilis- menningu. Nú, þegar frú Þórný er horfin frá sínu fagra heimili á Hallormsstað, kveð ég hana með mikilli eftirsjá og þakka langt- og gott samstarf við skólann og síðan. Ágætum eiginmanni hennar, Hrafni, elskulegri dóttur, Sigrúnu, fjölskyldu Sigurðar Blöndal og skjólstæðingi þeirra hjóna, Hail- dóri, votta ég innilega samúð, svo og öðrum vandamönnum. Ásdís Sveinsdóttir. f Þegar ég frétti andlát Þórnýjar Friðriksdóttur á Hallormsstað, kom mér það ekki á óvart, þar sem hún hafði legið þungt haldin und- anfarna mánuði. Við þessa sorgarfregn varð mér hugsað til fyrstu kynna okkar Þór- nýjar fyrir tæpum 30 árum og hversu þau kynni urðu mér mikils virði öll þessi ár. Sigrún Blöndal stofnsetti og mót aði Húsmæðraskólann á Hallorms- stað, en hann er staðsettur á ein- um fegursta stað á íslandi. Skól- inn var og er þjóðlegur og sérstæð ur. Ég var svo lánsöm að eiga kost á námi í Hallormsstaðarskóla tvo vetur og tók ég miklu ástfóstri við staðinn. Eins held ég að flestum stúlkunum hafi farið, sem voru mér samtíða. Ég kom í skólann haustið 1939. Þá hófust kynni okkar Þórnýjar og héldust æ síðan. Hún var þá kennari við skólann i hannyrðum og saumum, einnig í bóklegum greinum. Um miðjan vetur var hoggið stórt skarð í kennaralið skólans, er húsbóndinn, Benedikt Blöndal, féll frá. Kom þá í hlut Þórnýjar að taka að sér kennslu í hans greinum. Þórný var mjög góður kennari og hafði gott vald á nemendum. Þórný var mjög ákveðin í skoð- unum, hreiii og bein, og lærði ég að meta þá eiginleika í fari henn- ar, því lengri sem kynni okkar urðu. Á heimavistarskóla verða sam- skipti nemenda og kennara meiri en á öðrum skólum. Kennslan hófst snemma og stóð mestallan daginn, og í frístundum var kenn- arinn einnig með, á kvöldvökum, í lestrartímum og fleiru. Skólinn var heimili út af fyrir sig og til kennaranna var leitað með vanda málin, en þau voru mörg og marg- vísleg. Minningarnar frá þessum vetr- um, þar sem ég var nemandinn, en Þórný kennarinn, eru hugljúf- ar. Minningar um kennslu í fáta- saumi, í hannyrðum sem voru fjöl- breyttar og sérstæðar, minningar frá mörgum glaðværum stundum á saumastofunni, minningar frá kvöldvökunum þegar eldurinn snarkaði á arninum og Þórný las hina átakanlegu sögu Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl. — Minn ingin um fíngerða, höfðinglega og fágaða konu, sem var nemendum sínum fyrirmynd í einu og öllu. Þessi fátæklegu orð eiga að vera þakklæti til Þórnýjar Friðriksdótt ur fyrir hennar stóra hlut í námi og þeim undirbúningi, sem ég og fjöldamargar fleiri stúlkur nutu á Hallormsstaðarskóla. Slíkur undirbúningur er hverri stúlku ómetanlegur styrkur, og hún gengur út í lífið, gerist hús- móðir og móðir. Ég þakka sérstaklega margar- á- nægjustundir, sem ég naut á heim ili Þórnýjar og manns hennar, þann hlýhug og gestrisni, er ég ætíð mætti þar. Heimili þeirra ber húsmóðurinni fagurt vitni, enda var það henni allt. Hún sagði eitt sinn við mig, að þeir dagar, sem hún væri ekki heima, fyndust sér glataðir. Ég votta eiginmanni og ungri dóttur. blessunar á ókomnum ár- um. Soffía Björgúlfsdótir. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 20

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.