Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 10
MINNING Jón M. Bjarnason frá Skarði Jón Bjarnason látinn. Þar féll hreinskilnasti og djarf- asti maður sem ég hef kjmnzt á minni ævibraut. Kynni okkat Jóns urðu ekki náin. Við kynntumst við störf okkar í stjórnmálum. Þar sem Jón vann manna sk&leggast að sínum hugðarefnum. Hann var einlægur vinur alþýð unnar í orði og verki, hann vissi og skildi að alþýðan erum við, þú og ég. Og með því að tala máli þinu uppskar hann góðvild og virðingu. Þessi fátæklegu orð mín eru til að votta virðingu mína fyrir góðum manni og þeim aðferðum er hann beitti í félagsstarfi sínu. Þar var ekkert laumuspil, heldur var maðurinn hreinn, og beinn og heiðarlegur, sagði án refja það sem honum brann í brjósti. Þeir eru fáir hans líkar, því miður. Megi hann í æðri tilveru öðlast það líf er hann barðist fyrir. Pétur Einarsson. f Mánudaginn 2. september var borinn til grafar frá Fossvogs- kirkju Jón M. Bjarnason frá Skarði 1 Eyrarsveit, en síðast þjó hann að Álfhólsvegi 95 í Kópavogi og var starfsmaður í skrifstofu Al- þýðusambands íslands. Hann lézt 27. ágúst eftir langa og erfiða sjúk dómslegu. Með Jóni Bjarnasyni er fallinn í val hinn mætasti maður og óvenjulegur á marga lund sakir mannkosta sinna og félagshyggju. Jón M. Bjarnason fæddist að Skarði í Eyrarsveit í Strandasýslu 28. okt. 1907, og voru foreldrar !hans Bjarni Jónsson bóndi þar, Elíassonar bónda á Klúku. Kona .Bjarna á Skarði og móðir Jóns var Valgerður Einarsdóttir frá Sand- nesi. Jón ólst upp þar nyrðra við venju leg kjör sveitabarna á þeim Arum, naut ekki skólanáms að ráði en varð fróður vel af heimalestri og nánum kynnum við lífsbaráttu og félagslíf. Hann var ágætlega greindur, ötull, léttur í lund og mjög félagslyndur. Hann tók snemma þátt í félagslífi sveitar sinnar og var þar oftast í farar- broddi, gegndi þegar á ungum aldri margvislegum trúnaðarstörf um og beitti sér fyrir framförum og félagslegum átökum, einkum í búskap og ræktun. Árið 1942 kvæntist Jón Huldu Elíasdóttur frá Lágáfelli í Staðar- sveit hinni mestu myndarkonu. Voru þau fyrst á Skarði nokkur ár en fluttust 1952 suður að Svarf hóli í Stafholtstungum í Borgar- firði og bjuggu þar tvö ár, en 1954 fluttu þau enn búferlum og þá suður í Njarðvík. Þar bjuggu þau nær áratug. Jón stundaði þar margvíslega vinnu, og lét að sér kveða í félagslífi sem jafnan áð- ur, enda voru honum falin marg vísleg trúnaðarstörf, sat meðal annars í hreppsnefnd um skeið. Jón var alla bíð mjög ákveðinn samvinnumaður, og í Njarðvík beitti hann sér fyrir stofnun kaup félags og var formaður þess um skeið. Árið 1963 fluttist Jón Bjarna- son með fjölskyldu sína í Kópa vog, kom sér upp góðri íbúð þar, og þau hjón áttu þar skemmtilegt og mjög aðlaðandi heimili, sem óblandin ánægja va? að koma á, bæði sakir vinsemdar og gestrisni hjónanna beggja og ekki sízt fyr- ir það, hve gaman var að spjalla við Jón M. Bjarnason. Nutum við kunningjar hans í Kópavogi — en þeir urðu þegar margir — þess í níkum mæli. Þegar Jón fluttist í Kópavog,. réðst hann starfsmaður í skrif- stofu Aliþýðusambands íslands. Hafði hann jafnan mikinn áhuga á kjörum vinnandi stétta, lét sig verkalýðsmál miklu skipta og stóð jafnan heill í þeirri bar- áttu, enda glöggur vel á þau mál. í Kópavogi starfaði Jón mikið að félagsmálum. Hafði hann sérstak an hug á að greiða fyrir íbúða- byggingum hinna efnaminni fjölskyldna og beitti sér fyrir auknu félagsstarfi og framkvæmd- um í Byggingafélagi Samvinnu- manna og að hans frumkvæði var efnt til samvinnunefndar af bæj- arins hálfu um þau mál og stuðn ingur og fyrirgreiðsla við bygginga samvinnufélög aukið eftir mætti. Bar starf Jóns og annarra, sem að þessu unnu þegar góðan árang ur. í félagsstarfi Framsóknarmanna var Jón M. Bjarnason ætíð með lífi og sál og var ætíð boðinn og búinn að leggja á sig hvers konar fyrirhöfn. Það er jafnan ánægju- legt að starfa í félagsskap með svo sporléttum, samvinnuþýðium og ósíngjörnum mönnum. Jón var ágætlega máli farinn og skemmtilegur ræðumaður, létt ur og fjörugur, skemmtinn og oft fyndinn vel. Ræður hans léttu margan fundinn og vöktu bros og kátínu. Þó var hann mikill al- vörumaður í afstöðu sinni til mála, hafði mjög ákveðnar skoðan 10 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.