Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 8
MINNING Oskar Þorvarðsson Laugardaginn 17. ágúst var til moldar borinn að Akurey í Vest- ur-Landeyjum Óskar Þorvarðsson, en hann andaðist á Borgarspítal- anum í Reykjavík hinn 7. ágúst s.l. Vegna langra kynna og vináttu, langar mig til þess að minnast Óskars með nokkrum orðum. Óskar var fæddur að Éystri- Tungu í Vestur-Landeyjum 3. nóv- ember 1903, sonur hjónanna Þor- varðs Sigurðssonar og Margrétar Magnúsdóttur. Er foreldrar Óskars fóru frá Eystri-Tungu, var Óskar eftir og ólst þar upp hjá Guðna Þorsteinssyni og Ingibjörgu Vig- fúsdóttur. Voru þau hjónin hon- um sem beztu fore’ldrar og minnt- ist hann þeirra ávailt með mikilli virðingu og þakklæti. Sömuleiðis var alia tíð mjög kært með honum og fóstursystkinum hans og þeirra börnum. Á heimili fósturforeldra sinna starfaði Óskar, unz hann stofnaði sitt eigið heimili árið 1930, en það ár hinn 5. júli gekk hann að eiga Lilju Einarsdóttur frá Kálfsstöðum í Landeyjum og hófu þau búskap að Ljótarstöðujn í Austur-Landeyj um. Þar tók hann á heimiiH sitt aldraða foreldra sína svo þau mættu njóta þar skjóls í ellinni. Var mikil hamingja hinna ungu hjóna og bjartar framtíðarvonir. En sorgin barði að dyrum fyrr en nokkurn varði, því Li'lja dó skyndi lega 16. júlí 1931, eftir aðeins eins árs sambúð. Óskar tók hörðum ör- lögum með karlmennsku og æðru- leysi, en mun þó hafa borið ó- gróna und í hjarta til æviloka, þó ekki blæddi hún svo aðrir sæu. Hann hugði a'ldrei til hjúskapar upp frá þessu, en gerðist mikill verkmaður í annarra þágu. hann hafi goldið þeim fósturlaun- in í ríkurn mæli. Kom það ekki sdzt fram á seinni árum eftir að systkinin fóru að heiman, vinnu- þol peirra þvarr og aðfengnu starfsfólki fækkaði. Einnig ólst upp hjá þeim um nokkurra ára bil Jón Friðriksson bifvélavirki á Gróu- stöðum. Ennfremur dvöldu i Garpsdal fjölda barna um lengri eða skemmri tíma, meðal annarra bróðursynir Haflínu, Helgi og Svavar, sem minnast verunnar í Garpsdal með þakklæti og virð- ingu. Alsystkini Haflínu voru: Hall- dóra húsfreyja á Ingunnarstöðum. Hún lézt 4. apríl sl. Hafði þá verið sjúklingur í 5 ár. Halldóra var ein þedrra kvenna, sem í verkum sínum og viðmóti sýndi öllum góð vild og vináttu, ekki sízt þeim sem minni máttar voru. Guð- munduir I. yfirkennari við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraskóla ís- lands. HafJína var myndarleg, björt yf- irlitum með niikið hár, sviplhrein og háttprúð. Gekk þar um glæsi- leg kona skemmtileg í samræðum, frjálslynd í skoðunum, mild 1 8 dómum um menn og málefni, þótt á öndverðum meiði væri. Hún hafði ákveðna skoðun á lífinu, til- veru þess og framtíð. Var hún því ekki vanbúin er hún var kvödd á annan starfsvett- vang. Síðasta daginn kvaðst hún vera dálítið þreytt og gekk til herberg- is síns. Eftir stutta stund er Júlíus vitjaði hennar var hún nær með- vitundarlaus. Var þar um heila- blæðingu að ræða. Hún var flutt til Reykjavíkur, þar lézt hún 5. júlí. Við heimanför Haflínu verður hjá fjölskyldu og vinum margs að minnast, margs að sakna. En huggun er það harmi gegn, að yf- ir þeim minningum er ljómi um- hyggju og kærleik þar sem vök- ull hugur og líknandi hönd áttu samleáð. Öllum þeim sem kynntust Haf- línu verður hún ógleymanleg, þvá er hún kvödd með þakklæti og ósk um guðs blessun á þroskans braut. Ég þakka 60 ára vináittu. Guðbr. Benediktsson. Árið 1940 fluttist óskar að JBjargi á Seltjarnarnesi og var þar í mörg ár hjá þeim sæmdarhjón- um Isak Villhjálmssyni o g Jó- hönnu Björnsdóttur. fsak var hinn bezti drengur, umsvifamikill og hafði mörg járn í eldinum, því heimilið var stórt og barnmargt. Þeim Óskari og ísak féll svo vel saman, að nálega voru þeir sem fóstbræður. Óskar var að eðlisfari ákaflega barngóður, eins og hátt- ur er beztu manna. Hann lagði mikið ástriki á börn ísaks bónda og var þeim traustur vinur og huggari, jafnt í smáum raunum sem stórum, enda var hann val- menni að allri gerð. Þessi mörgu börn, sem hann lagði svo mikla ást á, nutu umhyggju hans og hjálpsemi til hans síðustu stundar. Mörg síðustu ár ævinnar átti Óskar við mikla vanheilsu að stríða þótt hann væri við vinnú meðan unnt var. Bar hann þjáningar sín- ar af karlmennsku og vildi sem minnst um veikindi sín tala og gat hann jafnan haft gamanyrði á vör. Óskar var ungur að árum, er fundum okkar bar fyrst saman fyrir meir en hálfri öld og hélzt með okkur vinátta upp frá því. Hann var állra manna tryggastur og brást aldrei, hvorki í gleði né sorg, en hann þekkti hvort tveggja. Að leiðarlokum þakka ég Ósk- ari trygga vináttu við mig og mitt fólk, Ég veit hann á góða ferð fyrir höndum yfir móðuna miklu. Ingi Gunnlaugsson. ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.