Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 19
MINNING Frú Þórný Friðriksdóttir Frú Þórný Friðriksdóttir, Hall- ormstað, andaðist í sjúkrahúsi i Reykjavík 19. ágúst s. 1. Þórný fæddist 24. desember 1908 að Efri-Hólum í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu og ólst þar upp í stórum systkinahópi. For- eldrar hennar voru Friðrik Sæ mundsson bóndi og kona hans Guð rún HaMórsdóttir. Heimili þeirra á Efri-Hólum var rómað fyrir myndarskap, eitt hinna traustu hornsteina íslenzkrar sveitabyggð- ar, og mótaði börn sín svo sterkt að ekki máist. Þórný Friðriksdóttir aflaði sér víðtækrar þekkingar í kvenlegum fræðum. Það nám hóf hún í Reykjavík veturinn 1928—‘29, er hún sótti þar námskeið í saumum kona, gift Gunnari Steingrímssyni loftskeytamanni. Þorkell var jafnan heilsuhraust- ur og bar ellina vel, þótt háaldrað- Ur yrði, enda létu börn hans, tengdabörn og barnabörn ekki sitt eftir liggja, að honum yrði kvöld- ið bjart og milt. — Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur var hann lengst af hafnarverkamáður í þjón ustu Eimskipafélags íslands. Sein- ustu árin var hann vaktmáður í húsum félagsins við Skúlagötu, en hætti því starfi, þegar hann stóð á áttræðu. Mörgum heimanfluttum Snæfeil ingd hef ég kynnzt, enifáum. sem hafa notið þess jafn innilega og Þorkell Guðbrandson, að ræða um átthagana á Nesinu og fólkið þar. Þrátt fyrif langa fjarveru það an, ætla ég, að hann hafi alltaf talið þar sitt heima. — Margur var fagur vormorgunninn, þegar Þor kell gekk fram með húsum Eim- skips i Skúlagötu. Sól var á loft komin, stafaði á Flóann og hand- an hans allur SnæfellsnesfjaUgarð ur. Þangað var Þorkeli títt litið, °g áhrif þeirrar sýnar fylgdi hon- um heimleiðis að lokinni vöku — heim til Theódóru. Lúðvík Krlstjánsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR og vefnaðd. Síðan lágu leiðir til Noregs, þar sem hún stundaði nám við Fana Folkehögskole við Berg- en 1930—1931. Þar sótti hún einn- ig hússtjórnarnámskeið næsta sum ar og, stundaði nám við hússtjórn- ardeM Satens lærerinne skole í husstell í Stabekk. Næsta vor sat hún þriggja mánaða vefnaðarnám- skeið í Husflidsskolen í Stavanger. — Síðar fór hún tvívegis til Finn- lands í Kompletteringskursus fyr ir vefnaðarkennara í Áibo kvinne- lega hemslöjdsskole, þar sem hún lauk vefnaðarkennsluprófi 1937. 1946—1947 átti hún enn námsdvöl á Norðurlöndum. Var þá lengst í Stokkhólmi. Árið 1933 réðist Þórný mat- reiðslukennari til Húsmæðraskól- ans að Hallormsstað. Hún tók við skólastjórn 1944 við fráfall stofn- anda skólans, frú Sigrúnar Blönd- al, og gegndi því starfi til ársins 1953. Skólinn átti þó enn eftir að njóta starfskrafta hennar um ára- bil. Frá þeim tíma og allt þar til prófum lauk í vor hefur hún kennt vefnað við skólann, en sú námsgrein var henni ætíð næsta hugstæð. Það er þannig orðinn meira en þriðjungur aldar, sem Húsmæðra- skólinn að Hallormsstað hefur not ið starfskrafta frú Þórnýjar Frið- riksdóttur. — En hér hafa orðið þáttaskil. Leiðir hafa skilið um sinn á krossgötunum miklu. í nafni skólanefndar og annarra for sjármanna skólans skulu hér tjáð- ar alúðar þakkir fyrir unnin störf, fyrir traust og óhvikult samstarf að málefnum þeirrar stofnunar. Sjálfur á ég Þórnýju þakkir að gjalda fyrir þá vinsemd er hún sýndi mér á sinn kyrrláta hátt alla tíð. Þórný giftist eftirlifandi manni sínum, Hrafni Sveinbjarnarsyni oddvita, 9. október 1947. Einka- dóttir þeirra, Sigrún er nú 15 ára að aidri. Þegar sterkir stofnar falla er skarð fyrir skildi. Og það er llkt og umhverfið fái annað yfirbragð um sinn, láti nokkuð af lit sínum og ljóma. Við fráfall góðrar eiginkonu og móður drúpir heimilið — missir ástvinanna er ætíð mestur. Ég votta Hrafni Sveinbjarnarsyni og Sigrúnu dóttur hans innilega sam- úð. Vilhjálmur Hjálmarsson. t Árið 1933 kom ung súlka að Hallormsstað sem kennari til frú Sigrúnar P. Blöndai þáverandi skólastýru húsmæðraskólans. Það var Þórný Friöriksdóttir frá Efri- Hólum 1 Núpasveit í Þingeyjar- sýslu. Tókst með frú Sigrúnu og þessari ungu stúlku hin ágætasta samvinna, og er frú Sigrún and- aðist snögglega á miðju skólaári 1944, tók frú Þórný við skólanum Og stjórnaði honum til 1953. Var gengi húsmæðraskólanna fremur erfitt á þeim tímum um og eftir 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.