Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 22
SEXTUGUR
Guðjón Magnússon
oddviti Kjörvogi
Við vorum 13 fermingarsyst-
kinin, sem fermdust í Ár-
neskirkju á Ströndum vorið 1922,
íjö stúlkur og sex drengir. Helm-
Ingur af þeim féllu í valinn á unga
aldri. Þar var hvíti dauðinn að
verki. Við, sem eftir lifum, erum
öll flutt úr byggðarlaginu að undan
skildum Guðjóni Magnússyni á
Kjörvogi, sem enn býr á sinni föð-
urleifð við mikla rausn. Hann
einn hefur ekki vikið af verðinum
og staðið af sér öll hret sem dun-
ið hafa yfir byggðarlag hans sein-
ustu ár, og þann 28. júní s.l. varð
Guðjón sextugur.
Þar sem ég var samstarfsmaður
og nágranni hans, þar til ég flutt-
ist úr hreppnum, þótti mór viðeig
andi á þessum tímamótum að
senda þessum vini mínum og
frænda árnaðaróskir og þakklæti
fyrir fjölþætt samstarf og vináttu
og ótal gleðistunda sem ég og fjöl
skylda min höfum át á heimili
hans.
Snemma kom í ljós, að Guðjón
var maður djarfur og kjarkmikill
eins og margir frændur hans hafa
verið og vel til forustu fallinn.
Hann er hvatur í framgöngu og
hispurslaus í tali, hreinskilinn og
kemur ætíð til dyra eins og hann
er klæddur og fer ekki alltaf troðn
ar slóðir.
Hugur hans hneigðist snemma
að smíðum og sem barn var hann
hugvitsamur og listrænn. Guðjón
hóf ungur smíðanám á Akureyri
og lærði húsasmíði hjá Eggert Mel-
steð. Strax að námi loknu hvarf
hann til æskustöðvanna og hefur
unnið sveit sinni mörg og fjölþætt
storf fy~st og fremst við margvís-
ega smíðavinnu og auk þess gengst
fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit
sína og verið oddviti um árabil
Það var mikið happ fyrir bvggðar-
lagið að Guðjón skvldi setjast að
í sinni heimabyggð. Varla er hægt
að segja að ráðizt hafi verið
i nokkra framkvæmd, að hann hafi
ekki verið með í ráðum og að
hann væri ekki sjálfkjöirinn bygg
ingarmeistari hvort heldur voru
stórar eða smáar byggingar að
ræða. Ég vil hér nefna Heimavist-
arskólann á Finnbogastöðum, sem
hann byggði strax að loknu námi
um 1930.
Er sá skóli með allra fyrstu
heimsvistarskólum í sveit á fslandi.
Á meðan sfldarverksmiðjumar
voru í uppbyggingu í hreppnum
kom Guðjón þar mjög við sögu.
Fjölda annarra stórbygginga stóð
hann fyrir í sveit sinni og víðar við
Húnaflóa. Ég vann í fjölda ára
meira og minna undir hans stjórn
og einnig Guðmundar bróður hans.
Það voru vaskir menn og frískir,
sem létu ekki allt fyrir brjósti
brenna og jafnframt glaðir
og spaugsamir, minnist ég þeirra
samverustunda með gleði og pakk
læti.
Ég held að engum sem tll
þekkja blandist hugur um, að Guð
jón á Kjörvogi sé mikill gæfu-
maður og hann megi líta glaður
yfir farinn veg sem ég veit hann
gerir. Hann hefur byggt sér gott
heimili, verið heilsugóður og not-
ið trauists og vinátfcu sveitunga
sinna.
En umfram allt er þó mesta
gæfa hans fólgin í því, að hann
giftist góðri konu, Guðmundu Jóns
dóttur frá Seljanesi og eignaðist
með henni 12 börn sem öll eru á
lífi og hin gervilegusfcu. Kona
Guðjóns þessi háttvísa og látlausa
kona, hefur staðið fyrir sínu um
dagana og ekki síður en maður
hennar skapað það heimilislf sem
til fyrirmyndar má teljast. Það
hefur sjálfsagt reynt mikið á and-
legt og líkamleg þrek hennar að
standa fyrir svo fjölmennu heim-
il þegar þess er gætt, að maður
hennar varð að vera fjarverandi
langfcímum saman vegna atvinnu
sinnar.
Ég og fjölskylda mín þökkum
þér og konu þinni fyrir fjölda
ánægjulegra samverustunda um
árabil og óskum ykkur gæfu og
gengis á ókomnum árum.
________ Sigmundur.
11
ÍSLENDINGAÞÆTTIR