Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Side 18

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Side 18
Porkelsson, föðurbróðir Þorkels, tók að sér smíði bátsins og útveg- aði jafnframt í hann vélina. — Bát urinn, sem var álíka stór og tein- æringur, kostaði með sex hestafla Möllerupsvel, þrjú þúsund og tvö hundruð krónur. Þótt kaupendum væri allsendis fjárvant, reyndist þeim kleift að inna af hendi and- virði hans samtímis og hann var fullgjör. Þeir höfðu farið til Tryggva Gunnarssonar banka- stjóra og tjáð honum fyrirætlun sína um bátskaupin og jafnframt getuleysi sitt. Tryggvi tók þeim hresilega og sagði: — „Það hafa fleiri byrjað með tvær hendur tómar. Látið þið smíða bátinn, piltar mínir, það verða einhver ráð með greiðsluna, þegar þar að kemur, en ég áskil, að einhver einn ykkar sé skrifaður fyrir fleyt unni.“ — í júnílok 1904 kom „Vesta“ til Stykkishólms og með henni hinn nýi bátur svo og Dani, er átti að kenna Ólsurum meðferð vélarinnar. Báturinn hlaut nafnið Geysir, og var Þorkell Guðbrands- son skráður eigandi hans. Vélbáta öldin var þar með gengin í garð í Ólafsvík. — Þegar Ólsarar litu Geysi fyrsta sinni, mun engum þeirra hafa orðið eins notalega inn anbrjósts og föður Þorkels. Guð- brandi var margt vel gefið. Hann var sérlega vel drátthagur, en fátt eitt er nú varðveitt af því, sem hann teiknaði. Hann var einnig á- gætlega hugvitssamur og glímdi m.a. lengi við að smíða róðrarvél. Fátækur verzlunarþjónn með fullt hús barna átti fátt úrkosta til efnis kaupa og áhalda, svo að hann gæti gert róðrarvél sína þannig úr garði að hún kæmi að notum. En svo sögðu kunnugir, að Guðbrandur hefði sjaldan verið eins í essi sínu og þá, er hann braut heilann yfir róðrarvéi sinni. Enginn grandskoð aði eins vélina i Geysi sem Guð- brandur. Það var að visu ekki eins vél, en hún létti eigi að síður af sjómönnum þeirri bvrði, sem hon- um hafði með löngu og miklu sýsli verið hugleikið að losa þá við. Fyrsti vélbáturinn, sem Ólsarar éignuðust. reyndist vel og afli á hann varð miklu meiri en þeir höfðu átt að venjast á litlu sumar- fleyturnar sínar Sökum þess, hve Geysir var þungur, varð ekki við komið að róa honum á vetrarver- tíð, þar sem óhjákvæmilegt var að setja hann ofan og upp dag hvern, sem farið var á sjó. Sumarið 1905 byrjuðu róðrar á Geysi í maí og stóðu til ágústloka. Hlutur varð sjö hundruð krónur og þótti fádæma mikið. Báturinn sjálfur hafði á þessum tveim sumr um skilað andvirði sínu og ríflega það. En nú hugðu Geysismenn sigla hærri byr og seldu því þessa happafleytu sína. Þess í stað keyptu þeir 14 rúmlesta bát vest- an af ísafirði. Sumarið 1906 máttu þeir reyna, að ekki er lán lengur en léö er. Óumflýjanlegar breyt- ingar á bátnum höfðu orðið kostn- aðarsamar, vélabilanir urðu tíðar og afli var sáralítill. Um haustið urðu þoir félagar að missa af bátn- um og þeim fjármunum sem þeir höfðu fest í honum. En þar með er sagan ekki öll, því að þar að auki varð hver þeirra að ábyrgj- ast greiðslu á átta hundruð krón- um, svo að fullnægt væri skilum til allra, er þeir höfðu skipt við í sambandi við þessa - útgerð. — Nokkru síðar festi Þorkell kaup á vélbátnum Sæbjörgu ásamt Stefáni Kristjánssyni frá Hjarðarfelli og Guðmundi Magnússyni í Ólafsvík. En í þeim báti átti hann einungis tvö úthöld, og þar með var útgerð- arsögu Þorkels að fullu lokið. — Ekki er það ný bóla, að þeir, sem brjóta ísinn, njóti ætíð ávaxta í samræmi við áræði og erfiði. Haustið 1906 kvæntist Þorkell Theódóru Kristjánsdóttur frá Hjarðarfelli. Fyrsta kast-ið bjuggu þau í ólafsvik, en byrjuðu búskap að Furubrekku í Staðarsveit vorið 1909 og voru þar í tíu ár, en pá fluttust þau að Þorgeirsfelli. Það- an lá leiðin að Hjallasandi að þrem árum liðnum og síðan til Reykjavíkur árið 1925, þar sem þau áttu heima æ síðan. Sumarið 1930 var ég um tíma í vegavinnu á Kerlingarskarði, en þar bar fundum okkar Theódóru og Þorkéls fyrst saman. Þau kynni leiddu til þess, að ég bjó síðar um skeið á námsárum mínum hjá þeim hjónum. Samvistir við þau o.g börn þeirra urðu mér pegar kær og hugfólgin og hefur þar aldrei breyting á orðið. í heimilis brag kenndi eindregni, mikillar gestrisni, samfara hófsemi og lát- lauss virðuleika. Theódóra var fríð kona sýnum og höfðingleg, en það má telja kynfylgju Hjarðarfells- manna. Skapgerð hennar var á þá lund, að hún ávann sér traust og elsku allra, sem höfðu af henni náin kynni. Theódóra lézt 1962 og hafði því samfylgd hennar og Þorkels staðið í rösk 55 ár. Þau voru einkar samhent að sjá sér og sínum farborða. Aldrei var þó auð ur þar í garði, en ætíð stóð hug- ur þeirra til þess að rétta þeim hendi, sem á stuðningi purftu að halda. Þess nutu margir, ekki sízt skyldmenni þeirra, enda voru þau bæði í bezta lagi frændrækin og vinfögt. Þorkell Guðbrandsson var hóg- látur maður og ódeilinn um ann- arra hag. Flasfengni og yfirborðs- háttur átti ekki við skap hans Við mót hans var ætíð hlýtt og í við- ræðu var hann hóflega kíminn, en hins vegar svo umtalsfrómur, að hann vildi helzt aldrei bera sér neitt í munn, er gat orðið til þess að lagða menn. Þorkell var ekki einungis annadrjúgur, heldur jafn framt velvirkur, og það hygg ég ekki ofmælt, að hann hafi kastað höndum til nokkurs verks. Sjálf ur ætlaðist hann til samvizkusemi og áreiðanleika af öðrum, í smáu sem stóru, enda í samræmi við þá lífsskoðun hans að vdlja í engu vera viðriðinn það, sem vömm væri að. Börn Theódóru og Þorkels eru þrjú: Sigríður, er giftist Jóhann- esi Magnússyni Zoega prentsmiðj stjóra, sem látinn er fyrir ellefu árum, Guðbrandur lögregluvarð- stjóri, kvæntur Friðriku Jóhannes dóttur og Ragnheiður hjúkrunar- 18 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.