Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 1
o ISLE^DIWGAÞJETTIR Timans «. TBL. 1. ÁRG. LAUGARDAGUR 7. SEPT. 1968 SIGFUS halldórs FRÁ HÖFNUM Fæddur 27. desember 1891. Dóinn 19. ágúst 1968. Haldóra Bjarnadóttir segir frá því í ævisögu sinni, að er hún var rúmlega tvítug að aldri, hafi hún Verið heimiliskennari hjá Jónínu Jónsdóttur, ekkju Árna, Sigurðs- sonar frænda síns, er þá bjó að Höfnum á Skaga. Heimilið var mannmargt og nemendur Hall- dóru voru margir, ungir og gaml- ir, vinnumenn og vinnukonur, og unglingar úr nágrenninu. Hún seg ir ennfremur: „Á heimilinu var lítill gestur, Sigfús Halldórs, sonarsonur Árna bónda. Hann var þá aðeins þriggja ára gamall. Hann var furðulegt barn, og er hann sá nemandi minn, sem er mér minnisstæðastur. Virt- ist liann eiginlega læra allt af sjálfu sér. Fluglæs var hann tveggja ára, eftir því sem sagt Var. Hann hafði gaman af að fylgj- ast með í landafræðitímum. Eitt sinn, þegar óg kom inn í stofuna, þar sem kennslan fór fram, sat stór og sterklegur vinnumaður og hlýddi á Sigfús. Sigfús litli benti á lönd og borgir á kortinu. Sigfús er yngsti kennarinn og nemandi hans elzti nemandinn, sem ég hefi haft um dagana.1 Ég hefi heyrt frá því sagt, að Sigfús hafi þegar í barnæsku les- ið og kunnað síðan utanbókar alla stóru Mannkynssögu Páls Melsteðs sem var í fimm bindumm Sigfús fæddist á Þingeyrum Þriðja dag jóla árið 1891. Foreldr- ar hans voru hjónin Halldór sýslu- skrifari Árnason frá Ilöfnum og Huríður Ragnheiður Sigfúsdóttir, prests á undirfelii Jónssonar. Á nieðal móðursystkina Sigfúsar var Björn alþingismaður á Kornsá. Um það lejdi er Sigfús var sex ára gamall, skildu foreldrar hans að samvistum, og fór faðir hans til Ameríku, en Sigfús var í um- sjá móður sinnar þar til hún and- aðist. En hún dó sama vorið og Sigfús fermdist. Móðir Sigfúsar var kennslu-.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.