Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 07.09.1968, Blaðsíða 6
eignuðust þau, Sigurð, gjörvuiegan efnismann., hefur hann stundað bifreiðaakstur og biMlavirkjun og nú farmennsku. Þrjú börn hefur Sigurður eignazt, ágælis og mynd- ar börn, sem mikið hafa verið í snertingu við afa sinn og ömmu, eflaust hefur það létt Skúla stund- ir því barnabetri mann var vandi að finna, enda hans skapgerð þann ig að vilja hlynna að öllu minni máttar og hjálparþurfi. Reynsla mín og kynni var þann veg við Skúla haustið 1924, þegar þau hjón byrjuðu búskap í Keflavík keyptu þau lítið hús við Vesturgötu og bjuggu þar til ársins 1928, er nýtt hús var byggt á sömu lóð. Fyrstu árin stundaði Skúli bifreiða akstur hjá Vegagerð ríkisins sum- armánuðina, en einnig vann hann við akstur hjá Bræðslufélagi Kefla víkur að vetrinum. Árið 1930 verður breyting á hög um Skúla, kaupir hsan bifreið. sem hann flytur á bæði fólk, og vörur milli Keflavíkur og Reykja- víkur, og þar með er hafinn sjálf- stæður atvinnurekstur og fastar ferðir til höfuðborgarinnar dag hvern. Þessi farkostur hafði aðeins sæti fyrir 6 manns, fargjald lækk- aði Skúli hér á milli úr kr. 3.00 í kr. 2.50 og hélzt það verð til árs- ins 1938. Þetta var mikil vinna og miklar kröfur gerðar til þjón- ustu þessa' starfs, fólkinu var smal að í bílinn og hverjum einstakl- ing skilað heim til sín á hverju kvöldi. Eftir tvö ár stækkaði Skúli farkost sinn, og er þá hægt að flytja 10 manns í hverri ferð, og með næstu bílastækkun var hægt að flytja 18 manns. Með hagsýni og dugnaði þróaðist þetta fyrir- tæki í höndum Skúla. Eftir 12 ár, eða nánar sagt í des. 1942, seldi Skúli þetta fyrirtæki Kefla- víkurhreppi og þá voru bifreiðar orðnar 4 tuttugu og tveggja manna hver, ekki var ætlunin að hætta að starfa. Fljótlega var farið af stað aftur og Skúli stofnar Fólksbílastöð Keflavíkur ásamt fleirum og er þar í stjórn, hann var lengi í , stjóm þessarar stöðvar, og þar síðar við akstur á leigubifreið sinni. En fljótt mun hafa Komið 1 Ijós, að ekki gekk rekstur áætl- unarbifreiðanna eins vel i hönd- um hreppsins eins og Skúla, og var þá leitað til hans að taka við stjórn fyrirtækisins, og það gerði hann. Eftir níu mánuði er hann orðinn forstjóri síns fyrra fyrir- tækis, vissulega var það metnað- ur hans að þetta væri hægt að reka þótt breppseign væri, traust- inu brást hann ekki, sem til hans var borið. Þróunin hélt áfram und ir stjórn hans. Bifreiðum fjölgaði og þær stækkuðu með árunum, fleiri bifreiðastjórar, meira starf og umsvif. Þegar Skúli hættir störf um fyrir hreppinn eftir 15 ár eða 1955, voru bifreiðarnar orðnar 6 og þeirra stærst 37 farþega. Á þessum starfsárum Skúla var byggt myndarlegt hús fyrir af- greiðslu bifreiðanna og er það með allra fullkomnustu aðstöðu, sem hér þekktist af slíku. Seinna var byggð hæð ofan á þetta hús, sem nú eru í skrifstofur Kefla- víkurkaupstaðar. Þessi húsbygging var Skúla mikið áhugamál að það kæmi áfram áður en hann hætti störfum við fyrirtækið. Hann 'var lengi í stjórn Sérleyfisbifreiða Keflavíkur, að ég bezt veit, voru- hans tillögur bornar fram af íhug- un og drengskap, enda hafði hann fullt traust samverkamanna sinna Ég hef stiklað á þvi stærsta um þessi manndóms- og starfsár Skúia enda verður þeim gerð fyllri og gleggri skil af öðrum mér færari. Mín persónulegu kynni af vini mínum Skúla Hallssyni eru nokk- uð löng meira en hálf öld, og fyrstu kynni mín af honum voru á þann veg, ég er sendur smali i sveit í Biskupstungum á tiunda ári öllum ókunur bæði fólki og ÖU- um störfum sem viðkoma sveitalífi átti að fylgja fjárrekstri til fjalls um vorið minn karl ekki stór þá stundina, sennilega hafa kindurnar rekið mig meira, en ég þær, eftir þessu hefur Skúli tekið, kom til mín huggaði mig með mildi og festu, traustið sem ég fékk frá hon um hefur enzt mér alla okkar sam veru, enda hafa leiðir okkar legið mikið saman síðan, vepð s*man við sveitarstörf, vegavinnu og fleira. Þegar við hjónin byrjuðu bú skap fluttum við til Keflavíkur i leiguhúsnæði til Skúla og Ásdísar höfðum við þar húsnæði í þrjú ár, og minnumst við þar margra góðra stunda í því sambýli, og erum i nágrenni við þau í næstu 20 ár, dagleg umgengni milli heimilanna og féll aldrei skuggi á öll árin. Vorum við hjá þeim hjónum á að- fangadagskvöld Jóla þar til þaif fluttu í annan bæjarhluta, þessar stuadir vil’ég þakka þeim hjónum i báðum og ekki sizt velvild til drengjanna minna. Ekki var Skúll skólagenginn enda ekki haft að- stöðu til náms, en hann var mjög skýr maður, gjörathugull og i- grundaði máli, flanaði ekki að neinu, bókamaður mikill, las til þess síðasta sér til fróðleiks og á- nægju bæði bundið og Óbundið mál, sérstaklega var hann hrifinn af ferskeytlum, sem vel voru kveðnar. Mér var oft óskiljanlegt hváð hann var oft fljótur að læra það sem hreif hug hans, enda staka til reiðu þar sem við átti. Skúli var mjög góður og skemmti- legur heimilisfaðir og naut þess aðbúnaðar, sem hans ágæta kona Ásdis bjó honum og börnunum, heimilið alltaf til fyrirmyndar frá fyrstu tíð, gestrisni og glaðværð var ríkjandi á heimilinu nóg um- talsefni bækur vísa gamlar endur- minningar, enda stóð heimilið sam an af sterkum stoðum af þeim hjónum, samtök og gagnkvæmur skilningur til lífsviðhorfanna. Minnzt hef ég áður veikinda Skúla og voru þau orðin erfið síðustu ár- in og stundirnar þá var hann líka studdur af konu sinni af fórnfýsi og sérstakri umönnun. Skúli Halls son var glæsi- og snyrtimenni í sjón, æfði íþróttir á yngri árum fékk þar af styrk og þrótt, enda framkoman óþvinguð og einarðleg. Sumum sem ekki þekktu Skúla fannst hann geta orðið hvassyrtur og jafnvel óvæginn, en engan skyldi undra sá maður sem ber á- byrgð á lífsafkomu sinni um síð- ustu aldamót, ungmenni að aldri þyrfti að eiga eitthvað hjá sjálfum sér ef ekki átti að verða undir í baráttunni, ég held hann hafi ekki viljað beita aðra órétti en sínum málum hélt hann fram með ein- urð og festu, en alltaf reiðubúinn að það réði málum sem sannara væri. Annars get ég lýst því hug arfari, sera ég þekki bezt hjá Skúla með smáatviki, ég átti að fóstra eldri drenginn minn. Eitthvað lá illa á honum þegar Skúli kom inn til okkar, bregður Skúli sér þá í helstlíki, og segir: komdu á bak vin ur, þar með var drengurinn bú- inn að taka gleði sína, þetta var hans eðli að eyða hryggð þess smáa. Hestamaður var Skúli og átti góðhesta meðan hann var i sveit- inni, og man ég margar gleðistund ir, sem við áttum á hestum og skemmtum okkur saman, en alltaf var Skúli hættur leiknum þá 6 ISLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.