Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Blaðsíða 16
eldna og forfeður Sigríðar Finns- dóttur eiga að lýsa að nokkru þeim jarðvegi, sem hún var vaxin í. Og bar hún iþess sannarlega merki, að hún átti til góðra að telja. Systkini Sigríðar voru: Guðný, er átti Daníel Bjarnason. Bjuggu þau fyrst í Önundarfirði, en síðar í Súganda og ísafirði, að síðustu í Reykjavík. Bæði voru þau hjón gáfuð og vel gerð, gædd kímni- gáfu. Fékk hvorugt þeirra notið sinna góðu hæfileika, vegna að- stæðna þeirra tíma. Þau gleymast ekki, þeim sem kynni höfðu af þeim. Af börnum þeirra eru nú tveir synir á lífi, skipstjóri og hér- aðslæknir. Eiríkur, lengi verkstjóri hjá Neðstakaupstaðarverzluninni og stórútgerðarfyrirtækinu á ísafirði. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona h.ans dó ung og einkadóttir þeirra á barnsaldri. Síðari kona hans var Kristín Einarsdóttir. Eignuðust sex mannvænleg börn, sem öll eru á lífi. Þau eru nú bæði látin. Eiríkur var einhver grandvar- asti og trúverðugasti maður, sem ég hefi kynnzt. Þau hjón voru sam- valin gæðahjón. Tvö börn Finns og Guðnýjar dóu ung úr barnaveiki. Sigrýður var anoað barn þeirra hjóna. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum og vék aldrei þaðan til dvalar, utan þrjár vikur, e,r hún fór í kynnis- ferð til unnusta síns vestur í Dýra- fjörð. Hún lét sér nægja það sem hún nam af foreldrum sínum og stjúpföður móður sinnar. Árið 1896 giftist hún Bernharði Jónssyni, kominn af vestfirzkum og breiðfirzkum ættum. Var hann á yngri árum vinnumaður, m.a. 9 ár á Arnarnúpi í Keldudal hjá ekkjunni Guðbjörgu Bjarnadóttur, er þar bjó myndarbúi, og reynd- ist þar vel liðtækur, og er til meir en 90 ára gamall vitnisburður um veru hans hjá Guðbjörgu, og mjög lofsamlegur. Þau hjónin Bernharður og Sig- ríður tóku við búi í Dal vorið 1897, og dvöldu foreldrar hennar og Kristján Jónsson hjá þeim til dauðadags. Kristján dó á útmán- uðum 1905. Vorið 1905 losnaði Hraun á Ingj aldssandi úr ábúð og flytjast þau Dalshjón þangað um vorið, og bjuggu þar síðan, fyrst sem leigu liðar, en síðar keyptu þau jörð- ina. Með þeim fluttust foreldrar Sigríðar, eldri kona, Kristín Jóns- dóttir, vinnukona M byrjun bú- skapar þeirra, og dvöldu þau öll í Hrauni, meðan ævin entist. Einnig ikom með þeim Guðmund ur, elsta barn Guðnýjar og Daníels, er afi og amma ólu upp. Var þá um fermingu og dvaldi í Hraum fram undir fullorðinsár. Fimm syni höfðu þau hjón eignazt, er þau fluttust að Hrauni: Marsellius, skipasmíðameistara á ísafirði, Guðmund, stofnanda ný- býlisins Ástúns á Ingjaldssandi 1930 og býr þar enn ásamt Ás- valdi syni sínum, Guðjón, gullsmið ur á Ákureyri og síðar í Reykja- vík, Finnur, miðstöðvalagninga- maður á ísafirði, nýlega látinn, Þorlákur, fyrst bóftdi í Hrauni, síðar sjómaður á Flateyri, nú í Hafnarfirði. í Hrauni eignuðust þau þrjár dætur, Kristínu, gift kona í Reykjavík, Marsibil, nú bú- sett í Reykjavík, og Ólöf, bónda- kona í Breiðadal í Önundarfirði. Öll eiga þau börn og barnabörn, nenia Finnur, og eru afkomendur Si-gríðar 124 að tölu. Fjögur fósturbörn ólu Hrauns- hjón upp, auik eigin barna: Ingi- björgu Eiríksdóttur, bróðurdóttur Sigríðar, er Eiríkur eignaðist milli kvenna, Guðnýju, hálfsystur Sig- ríðar, er Finnur átti á gamals- aldri, Arnór Sigurðsson og Rós- eyju Helgadóttur. Börnin í Hrauni urðu því alls tólf, og þætti nú ærið erfitt að annast slíkan hóp styrkjalaust. Ei- ríkur greiddi systur sinni og mági meðgjöf með dóttur sinni. Öll þessi börn önnuðust þau Hraunshjón af sömu ástúð og að- búð og sín eigin, og fósturbörnin báru sama hug til fósturforeldr- anna og góð börn til góðra eigin foreldra. Róðurinn var að sjálfsögðu oft þungur og ekki alltaf hægt að fá það er þurfti hjá kaupmanninum handa svo stórri fjölskyldu, er bjó á hlunnindalausri og erfiðri jörð. Húsbóndinn stundaði sjó á vorin, eins og allir bændur þá hér vestra, og Finnur vann á ísafirði á vorin, eða reri til fiskjar. Hann sló öll suniur fram á sín síðustu ár, og var mikilil sláttumaður og laginn að fá ljáinn til að bíta, þó grýtt væri í dala og fjallaslægjuim. Hann reið jafnan á engjarnar og hestagöturnar ruddi hann á hverju vori. Þá voru börnin á bænum dug- mikil og kappsMl og fóru snemma að létta undlr eftir getu, einkum elzti sonurinn, er byrjaði að smala kvíaánum um 8 ára aid- ur og fónst það vel. Eignaður var honum foli, sem hann smailaði á upp um fjöll og engan veit ég hafa lei'kið það, nema hann, að ríða hesti upp á Álfadalsfjall og út á Barðabrún. Fermingarvorið hans var hon- um fyrst lofað á sjó og dró hann þá 80 væna fiska, enda fannst afa hans, að það mætti lofa þessum dreng á sjó. Þegar börnin komust upp og voru flest heima, varð heimiilið vel stætt, búið stórt og umbætur sótt- ar af kappi. Gestrisni og hjálp- semi héldust í hendur. Bernharður Jónsson var val- menni, dugnaðurinn og áhuginn mikill, að vinna fyrir sínum stóra hópi. Árrisull var hann svo, að oft- ast fór hann á fætur kl. 4 og var búinn að gera mikið í eldhúsi og dytta að amboðum o.fl. þegar aðr- ir komu á fætur, og var þó risið snemma í Hrauni. Ég held, að aldrei hafi fallið styggðaryrði milli þeirra hjóna. Sigríður Finnsdótt- ir var góð kona. Man ég aldrei eftir að ég heyrði hana mæía ó- nota- eða kaldyrði í garð nokkurs manns. Hún var sívinnandi við að annast og hlúa að sínum stóra hópi. Kristín vinnukona var dug- mikil og trölltrygg, var hún tengd heimilinu eins og um sifjabönd væri að ræða. Hún dó í Hrauni á níræðisaldri 1932. Finnur dó 1926, Bernharður 1934, Guðný 1935. Sigríður bjó áfram með Finni syni sínum til 1938, en þá tók Þor- lákur við jörðinni. Sigríður fór þá til Plateyrar til Marsibilar dóttur sinnar og dvaldi hjá henni til dán- ardægurs, síðustu 10 árin í Reykja- vík. Síðustu 15 árin var hún rúm- liggjandi, en þjáðist ekki. Miuni sínu hél’t hún óskertu, fylgdist vel með öllu og mundi fæðmgardag og aldur allra sinna afkomenda. Hún naut frábærrar umönnun- ar og aðhlynningar Marsibilar dótt ur sinna-r og manns hennar, Hjalta Þorsbeinssonar og barna þeirra. Börn hennar, vin-ir og tengdafólk heimsóbtu hana þá er þau máttu, og -stuðluðu allir að því, að hún ætti sem fegunst og ánægjulegast æviikvöld. Sigríður var löngu búin að á- kveða leg sitt í nýja klrkjugarðin- um á Sæbóli, við hlið mann-s síns og ættm-enna. Spurði hiún lengí 16 fSLENDINGAÞÆTTlB

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.