Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Blaðsíða 6
varpstæki þegar á fyrstu mánuð-
um tilraunaútvarps hér á landi,
löngu á undan Qðrum bændum.
Það var eitt af fágætinu á Ing-
unnarstöðum fyvir fjörutíu árum
að fá að setja á sig heyrnartól og
heyra raddir manna suður í Reykja
vík. Af útvarpinu var hann svo
hugfanginn, að .fyrir hans atbeina
komu útvarpstæki mjög snemma
á /bæi kringum hann. Svo veit
ég með vissu, ^ð var um æsku-
heimili mitt.
Hann fékkst einnig við að finna
upp og smíða smátæki, og man
Þórey
Björnsdóttir
Bólstöðum
Reyðarfirði
F. 30.12 1911. D. 22.10 1968
Gott er sjúkum að sofa,
svefninm er náðargjöf,
líkama þreyttum að lofa
langþráðri að hvílast í gröf
Sálin er létt, og líður
langt út í bláan geim.
þar sumar og sól hennar bíðuir
í síbjörtum friðarheim.
Við aveðjum þig vina mín kæra
hve mí'kil hetja þú varst
og margt hefðum mátt af þér
læra.
Þú margfaldar raun'irnar barst,
án þess að æðrast né ikvíða
örlaga bergðir þú Skál.
Þungbæra þraut máttir líða,
þó var svo heilbrigð þfn sál.
Börnin þín blessa þær stundir,
er bjuggu við móðuryl þinn,
hve mjúkar voru þær mundir
er milt þerruðu tárin af kinn.
Móðir þín kvéður með klöktova
kæra ástvininn sinn,
hennd í heimi finnst rökkva
við hérvistar skilmaðinm.
Systkini og vinir þig syrgja
svo sárt, þú ert horfin á braut.
Sorgarský sóOána byrgja,
en sól þín er losnuð frá þraut.
Losnuð úr líkamansböndum,
er lét hana faigna um stund
að sumarsins sólgullnu ströndum
xiú svífur á ástvin'arfund.
Ragna S. Gunnarsdóttir.
ég eftir markatömg, ©r hann gerði.
Með henni var bæði fljótlegrá og
þægilegra að marka lömbin héld-
ur en nota til þess hníf. Um eibt
skeið fékkst hann við að móta
myndir í leir, og er enn til brjóst-
mynd, er hann gerði af systur
sinni látinni.
Ingunnarstaðahjónin voru mjög
ólík, jafnt að útUti, skaphöfn og
áhugamálum, og þó bæði mæt,
hvort á sinn hátt. Guðrún stór
kona, döfek á brún og brá, stór-
skorin í andliti. Hún var gædd af-
burðadugnaði, víkingur til vinnu
og iðjusöm og þrautseig að sama
ekapi. Áhugamál hennar voru
heimitíð, velferð vina og vanda-
manna, búreksturinn og/ skepn-
urnar, sem hún sýrndi óbrigðula
umhyggju, og er það, að ég ætla,
að órækt vitni hverjum manni um
gott hjartalag. Henni var mjög
fjarri skapi að berast á og mun
hafa þótt meira að gilda að vera
en sýnast. Skaprik ætla ég, að hún
hafi verið, þótt þess gætti ekki að
jafnaði, gat verið umvöndunar-
söm, ef brotið var gegn þeirn siða-
lögum, er hún hafði tileinkað sér,
en þó grandvör í orðum og gerð-
um og forðaðist Ihlutun um þau
málefni, er hún taldi sig ekki
varða. Einn ríkasti þáttur skap-
gerðar hennar var þó fágæt trú-
mennska og tröllaitryggð, sem
aldrei brást þeim, er öðlazt höfðu
vináttu hennar. Bæði voru þau
hjón mjög samhent um mikla gest
risni.
Lúther var fremur smár vexti,
ljós yfirlitum og fríður sýnum,
áreiðanlega kvennagull á yngri ár-
urn. Hann var maður sérlegá barn
góður, og yfirleibt hygg ég, að
hjarta hans hafi jafnan staðið með
þeim, er minna máttu sín. Hann
var samkvæmismaður að eðlisfari
og kunni vel gestakomum, ræð-
inn og skemmtinn, frjálslegur í
tali, fylgdist mjög með hvers kon-
ar málefnum, eins þeim sem fjarri
starfsvettvangi hans, afdráttaríaus
í skoðunum sínum og fór sínu
fram, þar sem hann átti málum
að ráða. Hann var kappræðumað-
ur mikill, stundum einsýnn og ó-
væginn í dómum og ályktunum,
en hélt þó málflutningi sínum inn
an þess ramma eða talaði í þeim
tón, að viðmælendur þyrftu ekki
að styggjast. Þau voru orðin mörg
kvöldin, er hann gekk um gólf í
stóru stofunni á Ingunnarstöðum
og rökræddi hvers konar mál við
gesti sína. En þrátt fyrir lifandi
áhuga sinn á margs konar málium,
varð hann ekki kallaður félagslynd
ur í þröngri merkingu þess orðs.
Hann gaf sig ekki að sveitarmál-
um umfram það, er snerti hann
sjáifan, og hann tók ekki þátt í
félagsstanfi, og sM'kt yndi, sem
hann hafði af því að blanda geði
við aðra, vildi hann sem sjaldn-
ast fara út af heimili sinu, áð
minnsta kosti ekki hina síðari ára-
tugi. T1 Reykjavíkur gat varla
heitið að hann kæmi, eftir að
bræður hans, er hann átti mest
sanian við að sælda, voru látnir.
Þótti honum þai’ og mörgu önd-
vert farið við það, er veira ætti.
Nú er rödd Lúthers hljóðnuð og
heyrist ekki framar, og Guðrún
gengur ek'ki oftar um beina.
Ingunn'arstaðahjón þurftu hvor-
ugt að liggja lengi á sóttarsæng,
þótt bæði væru lasburða hin alira
síðustu misseri. Lúther aridaðist
23. september og var borinn tii
grafar í Foissvogskirkjuigarði í
Reykjavik. Síðustu fyrirmæli hans
voru þau, að láts síns yrði að engu
getið, fyrr en hann hefði verið
moldu ausinn. Þegar hann var lát-
inn, var líkt og Guðrún fyndi, að
ævihlutverki sínu væíi iokið. Hún
þurfti ek'ki léngur að beita vilja-
styrk sínum til þess að halda upp-
réttu höfði. Hvíldartími hennar
var einnig kominn og 29. otkóber
andaðist hún. Eftir er á lífi aðeins
ein Þórustaðasystra, K'risitín, er
langdvölum var öft á Ingunnar-
stöðum, nafnkunn saumakona á
siðari tíð.
Það hafði áður verið ákveðið, að
Guðrún hlyti leg að Saurbæ á Ilval
fjarðarströnd, þar sem hvíla for-
eldrar hennar og tveir bræður,
sem dóu ungir. Sjálf ítrekaði hún
það, áður en hún gaf upp öndina.
Lúther var þrátt fyrir a-llt sonur
Reykjavíkur. -Guðrún lifði nálega
allt sitt líf í þrem dölum — Svína-
dalnum, þar sem hún sleit barns-
skónuim, Botnsdalnum, þar sem
hún var æsfeuár sín, og Brynju-
dalnium, þar sem hún átti þroska-
ár sín öll og elliár. Reiði moldin
í Saurbæjargarði henni þæga hvílu.
Þannig s streymir elfa tímans.
Einnig í ifiannheimi heimtar haust
ið sina uppskeru. Eftir lifa fjögur
börn þeirra hjóna: Hafsteinn, bæj-
arstarfsmaðuir á Akranesi, nieð
nokkurn búskap í Hrísakoti fram
að þessu, kvæntur EMsabetu, þýzkri
6
IslendingaþættiR