Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Blaðsíða 2
MINNING THEÖDORA JÖNSDÖTTIR HÓLI í BAKKADAL Tlheódóra Jónsdóttir var fædd 15. apríl 1897 á Húsum í Selárdal við Arnarfjörð. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Guðbjörg Halldórsdóttir. Þau voru bæði komin af greindu og dugandi bændafólki, ætt Jóns var mest um Arnarfjörð og Tálknafjörð, en Guðbjörg var ættuð úr ísafjarðar- djúpi innanverðu. Þau Jón og Guð björg bjuggu fyrst á ýmsum stöð- um í Arnarfirði, en síðast lengi á Granda. Var Jón atorkumaður, en missti snemma heilsuna. Guðbjörg lifði hann í mörg ár og varð göm- ul, mikil áhuga- og eljukona alla tíð og svo minnug og fróð um marga hluti að fágætt mátti telja. Theódóra ólst upp á Granda hjá foreldirum sínum. Hún giftist 8. des. 1923 ungum og efnilegum manni í nágrenni sínu, Þorvaldi Gíslasyni, fóstursyni móðursystur sinnar, Guðrúnar Árnadóttur og manns hennar, Jóns Einarssonar á Hóli. Tóku ungu hjónin við búi á Hóli og bjuggu þar í sambýli við systkin sín, hjónin Finnboga Jóns- son og Sigríði Gísladóttur, til 1947 er þau fluttust til Bíldudals, þar sem Þorvaldur stundaði sjó, en úr norsku og. vann nokkuð við þau störf. Thorolf Smith var vinsæll mað- ur og mikils metinn af vinum sín- um og öðrum þeim, sem þekktu hann og störf hans. Útvairpsmað- ur var hann ágætur, hann flutti marga þætti í útvairp, bæði frétta auka af ýmsu tagi og Um daginn og veginn, auk annarra erinda. Bækur hans, t. d. um bandarísku forsetana, urðu vinsælar og þóttu glöggar og læsilegar. Hann var snjall frásögumaðuí fg kunni vel að gæða efnið lífi og sþennu. 2 það hafði hann raunar gert með búskapnum meira eða minna allt frá barnæsku. Til Reykjavíkur fluttust þau hjónin 1952 og áttu þar heima sáðan. Þorvaldur lézt Samstarfsmenn Thorolfs í blaða mannastétt eiga um hann margar góðar minningar, og þeir muna hann sem góðan dreng og ágætan félaga, skemmtinn og félagslynd- an. Hann var glæsimenni í sjón og gerð og átti jafnan ríkan sam- hug þeirra, sem kynntust honum. Þótt störf hans og afköst á of stuttu æviskeiði væru mikil og góð, vissu þeir, sem þekktu hann bezt, að allir hæfileikar hans, fjöl þættar gáfur, menntun og miklir mannkostir stóðu til meira hlut- skiptis en örlög leyfðu. AK 15. janúar 1963 og hafði fengið það orð hjá öllum, er af honum höfðu nokkur kynni, að hann hefði verið hið mesta valmenni. Þau Þorvaldur og Theódóra eign uðust 3 börn, sem öll eru búsett í Reykjavík. Þau eru: Elsa, ógift, Anna, kona Steins Guðmundsson- ar kennara við Iðnskólann, og Páll trésmiður kvæntur Höllu Stefáns- dóttur. Eftir lát Þorvalds bjó Theódóra um skeið með Elsu dóttur sinni, sem alla tíð hafði dvalizt á heim- ili foreldra sinna, en síðustu árin átti hún heima hjá Önnu dóttur sinni og Steini manni hennar. Ekki lét Theódóra Jónsdóttir mikið að sér kveða utan heimilis- Lífsstarf hennar var af hendi leyst á heimili hennar og í lífsbaráttu fólks hennar. Hún var kappsöm og dugleg, að hverju sem hún gekk, og vel verki farin. Hún var sein- tekin nokkuð, en ákaflega trygg og traust vinum sínum og raun- góð þeim, er einhvers þurftu með- Það er því ekki að undra, þótt kunningjum og vinunr þyki mikið skarð standa opið eftir, þeg" ar hún er burtu horfin. Hún lézt á gamlárskvöld siðastliðið eftir langa og erfiða sjúkdómslegu, 72. aldursári. Theódóra var einlæg trúkona, ekki sízt eftir að lífsreynsla henn- ar jókst og skilningur hennar á líf inu þroskaðist. Guðstrú hennar var sterk og alvarleg. Þangað sótti hún styirk í erfiðleikum, sem líf$ lagði henni á herðar eins og öðr- um mönnum. Þess er að vænta, a® nýja árið hafi runnið upp yf’r henni með meiri og sannari fögn- uði en okkur má ljóst vera, semi eftir lifum. ölafur Þ. Kristjánsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.