Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 24.01.1969, Blaðsíða 23
Stefán Hallgrímsson skrifstofustjóri, Dalvík Ég vinum mínum einnar auðnu beiði: góðs eftirmælis! Mem það gleði- feginn. Að kyndlar brynnu á gæfumanna gröfum, sem góðvirkt unnu, trúað satt við höfum. Og það mun blika ljós yfir þínu leiði °g lýsa, að hnéstu á slóð um sannleiksveginn. St. G. St. í þröngri stofu dveljast ungling- ®r við bóknám. Úti í horni situr Eexára telpa á lágum skemli, læt- litið á sér bæra, en hlustar J^ögum á kennsluna- Samtlmis því bo.rfir hún aðdáunaraugum á kenn arann, sem er lítið e'dri en nem- óndurnir. Aðdáun barnsins byggist ekki e>nasta á ytri glæsimennsku kenn- 0rans, sem þó er ærin, heldur ®innig á viðmóti hans Það er hið ®ama við bamið sem aðra — ó- brigðul ptrúðmennska, hlýr hlátur, Seislandi glettni í bláum augum, mjómfögur rödd í ræðu og söng. Þannig er fyrsta endurminning um Stefán Hallgrímsson °g samur er undirstraumur- í öllum mínum minn- mgum um • hann. Voru þó |^yn.ni milli hans og æsku'heim míns löng og náin. Poreldrar ®kyldustarfa. Haraldur er félags- hyggjumaður, fórnfús og ætíð reiðubúinn að ljá því málefni lið, Eem til góðs má verða. Hann er mniæguir vinur vina sinna og frænd rmkinn í bezta lagi. Hann er raun- Saer og heilskyggn á kosti og galla lætur meðfædda réttlætiskennd aða gerðum sínum hverju sinni. J vil að lokum, frændi góður, óska P61’ gæfu og gengis á komandi ár- m 0g það yeit ég að mæla allir Pmir firændur og mörgu vinir. Steinþór Ásgeirsson. ,Sl-ENDINGAÞÆTTIR hans höfðu bæði verið á vist með afa minum og ömmu og hjá þeim héldu þau brúðkaup sitt að Yzta- bæ í Hrísey. En það var ekki ein- asta vegna þess, að i æsku hafði tekizt vinátta milli foreldra okkar, að foreldrar mínir unnu Stefáni. Það var nans eigin persónuleiki, sem þau virtu og unnu. Stefáni Hallgiímssynj var margt vel gefið og hann var ekki spar á krafta sána, hvort heldui var við skyldustörf eða í félagsmálum. Mun seint verða metið hver stoð hann var félagslífi í Svarfaðardal. í sönglífi sveitarinnsr var hann löngum meðal beztu hðsmanna og er mér 1 minni samsöngur þeirra, hans og Sæmundar bróður míns, bæði heima í stofu og í kirkj- unni. í leiklistarstarfi bar hann hæst allra sveitunga okkar á með- an ég var heima og vist lengi síð- an, þvi auk höfðinglegs yfirbragðs og ágætrar söngraddar átti hann til að’bera mikla leikarahæfileika. Mig grunar, að í ungmennafélag- inu hafi hann ekki einasta verið góður félagi, heldur hafi fas hans og framkoma táll orðið mörgum holl fyrirmynd. Oft átti ég viðdvöl á heimili þeirra Stefáns og Rannveigar Stef- ánsöóttur, frændkonu minnar. Bar heimilið blæ þeirra eiginleika, sem bæði hjónin sameimiðu: frábær snyrtimennska og smekkvísi var samfara eðlilegri ástúð. Eftir að foreldrar mínir fluttu búferlum úr Svartaðardal, stóðu þeim jafnan opin óta! heimiii þar til viðdvalar, hvenær sem þau vildu. Þó hygg ég, að hjá fáum hafi þau dvalið oftar á Dal- vík en Stefáni og Rannveigu, áður en fóstursonur þeirra flutti þang- að. >> Þeir voru margir mannkostirnir, sem löðuðu vini að Stefáni Hall- grímssyni, en kannski var þó hrein lyndið sá eiginleiki, sem viitst sterkastur í fari nans — breinleiki þess, sem ekki hefur neina tilhneyg ingu til að iúta að því lága. Þann eiginleika tekst fáuir. að varðveita alla ævi. Því fylgdi bann jafnan, sem hann vissi sannast og réttast. Þessi síðbúnu og fátæklegu orð eru lítill pakkarvottur fyrir vin- áttu og viðkynningu við þennan góða dreng. En vegn.a mannkosta hans mun það sanna«t. sem Step- han G. Stephansson sagði: „Og það mun biika ljós yfir þínu leiði og lýsa, að bné-tu á slóð um sannleiksveginn.“ Sigríður Thorlacius. MíNNING Framhald af bls. 11. Ekkja lífsins ólgi.sjó og ein róðri þrátt, en ég held engmn merkti þú ættir nokkuð bágt. Beindir gnoð, vattst upp voð, veðrum öllum mót, á langri ævi á pótt gæfi öldurót. Hlægir mig, þin hetjulund, hélt þó velli í styr, ég sá þig hrósa sigri og sigla ljúfan byr. Stormur hló, stillti sjó, stefndi æ þín skeið inn til vorsins undralanda æsk- unnar leið. Af brosi þínu birtlr enn: „Blessuð grátið ei, unið mér þess yndis, sem aðrir menn ég dey. Fólkið mitt, fólkið þitt, friðar vermi Ijós, svo í lífsins kulda ei kali kær- leikans rós.“ Þökk fyrir fagra f.vrirmynd, festu og vinartryggð, ef lýðir af þér lærðu, þá lifnaði íslenzk byggð Hjartans þökk, heit og klökk, heillar minning þín, vertu góðum Guði falin, Guðrún ^ mín. Vildi ég litla ljóðið mitt sér lyfti á draumav.æng, hefði vorsins hlýju að hlúa að þinni sæng. Laus við bönd, líts á strönd lifir göfug sál, um pig líði állra blíðast engla- mál. Kristín M. I. Björnson. 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.