Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 4
MINNING ASTRIÐUR SKAGAN Fædd 14. marz 1933. Dáin 23. desember 1969. Fyrir handan höfin blá heiðan veit ég dag. Þar sumarþrá mín athvarf á eftir sólarlag. Með dögun í augum vitjaT okkar dauðinn, björtust vaka þess draums, sem er lífið. Kahlil Gibran. Hjartfólgna systir mín. Minningarnar um samveru- stundir okkar eru mér dýrmætur fjársjóður, sem penni minn nær ekki að festa á blað fyrir annarra sjónum. Kveðjur og þakkir eru fátækleg orð — nú, þegar gestur- inn með huliðshjálminn hefur hrif ið þig inn í ósýnileikann. Gestur- inn frá „hafinu bak við himin- rönd“ — og þó sá, er hvíslar: — Hið fjarlæga er nær en næstu hús. Sá, er læðir þeim grun inn í vitund okkar — að stjarnan sé fögur vegna blóms, sem maður sér ekki —. Eða sjáum við það? Skáldið, sem talaði um stjörn- una og blómið, sagði einnig: —Maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum. Ég sé þig, systir min, lifandi í hjarta lífsins. Þess lífs, er austur- lenzkt skáld eitt sinn orti svofelld- um orðum: — Ég sagði við lifið: Mig lang- ar að heyra dauðann tala. Og lífið hækkaði röddina lítið eitt og sagði: — Hlustaðu, þetta er hann. Já, nú heyrir þú hann. Og ég veit, að nú mun lífið syngja' þér óð fegurðar og gleði, samhljóm alls, er þú annt á jörðu og himni, bjartan og undursamlegan. Þess vegna vil ég ekki gefast á vald þeim sára söknuði, er segir: Vertu sæl, systir mín, ó, vertu sæl — heldur verða í hug og hjarta í sam fylgd þeirra framUðnu ástvina og ljósvera, sem bjóða þig velkomna þangað, er sjóndeildarhringurinn syni, er glæddi mjög bókmennta- áhuga þeirra. Þau Hildur og Guðbjartur gift- ust í sept. 1909. Rúmum áratug síðar eru börn þeirra orðin sex. Þá hófst erfiðleikatímabil, eftir fyrri heimstyrjöldina, er sjávaraf- urðir féllu mjög í verði. Kom það tilfinnanlega við hagsmuni þessar- ar barnmörgu fjölskyldu, sem hafði aðallífsviðurværi sitt frá sjó. Og enn líður áratugur. Heims- kreppan skellur yfir með öllum sinum afleiðingum. Þá eru þau hjón að vísu komin á sæmilega bú- jörð, Láganúp í Kollsvík, sem Þau eru síðan kennd við, enda áttu þau þar heima til æviloka. Börn þeirra eru þá orðin tíu og urðu ekki fleiri, en tvö þeirra eru þó lát- in, Fríða, sem dó 18 ára gömul og Ingvar, er lézt 2 ára. Nærri má geta hversu erfitt það hefur verið þeim hjónum að sjá þessari tín manna fjölskyldu fjár- hagslega borgið á krepputimun- um. Vafalaust hefur þeim viljað það til að elztu drengirnir léttu þeim mjög róðurinn, sá elzti um tvítugt, en tveir þeir næstu milli fermingar og tvítugs, ailir mynd- arlegir og duglegir. Hjónin á Láganúpi fóru ekki varhluta af andstreymi, frekar en margir aðrir, en samt eiga þau að baki marga sigra í baráttunni við brim og boða lífsins. Og þó er sá boðinn ónefndur enn, sem orðið hefur þeim hjónum einna þyngst- ur í skauti á langri lífstíð. Eftir sjö ára hjúskap þeirra hjóna kenndi Guðbjartur van- heilsu, svo að hann gekk ekki heill til skógar eftir það, eða i meira en hálfa öld. Þó var sú bót með böli að á alllöngum tímabilum kenndi hann sér ekki meins. En sjúkdómstímabilin voru mörg og erfið og þó sennilega lítt léttbær- ari konu hans, en honum sjálfum. Kjörum hennar, þegar svo stóð á, með fullt hús a* börnum og fjár- hagserfiðleika stundum í meira lagi, er ekKi á færi óviðkomandi manna að lýsa. Eins og áður segir voru börn þeirra hjóna tíu, en tvö þeirra dóu ung. Af þeim átta, er kom- ust til fullorðinsára, dóu tveir bræðurnir á bezta aldri, báðir kvæntir og áttu börn. Magnús drukknaði 28 ára gamall, er tog- arinh Gullfoss fórst með allri á- höfn. Halldór lézt af skæðum sjúk dómi 53 ára. Eftir lifa nú systkin- in sex, sem öll eru löngu gift og eiga börn: Einar og Páll eru báð- ir skrifstofumenn hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, Össur og Ingvar eru bændur á æskustöðvum sínuin í Kollsvík og býr Össur á föðurleifð sinni Láganúpi. Guðrún er hús- freyja í Reykjavik, en Fríða hús- freyja í Kvígindisdal í Rauðasands- hreppi. Fyrir skömmu var saga hjón- anna frá Láganúpi öll. Hildur and- aðist 31. jan. 1967, 78 ára gömul, fæddist 16. ágúst 1889. Guðbjart- ur lézt 2. nóv. 1969, rúmlega ní- ræður að aldri, fæddist 15. júli 1879. Kollsvík er nú önnur en hún var fyrir 60 til 70 árum, þegar 20 til 25 bátar gengu þar til fiskjar og 80 til 100 manns gengu þar milli verbúða. Grasbýlin eru öll horfin, vorvertíðin er úr sögunni, bátarn- ir standa ekki lengur þar á sand- inum. Og hjónin frá Láganúpi eru flutt í kirkjugarðinn í Breiðuvík. En þrátt fyrir allt þetta er Kolls- víkin mun blómlegri nú, en hún áður var. Ræktað land er miklu meira, búin eru mun stærri, veg- ur og simi hafa rofið einangrun- ina og tíu barnabörn hjónanna frá Láganúpi, sem nú eru að alast upp í Kollsvík, munu væntanlega á- vaxta arfinn frá ömmu sinni og afa. Sigurvin Einarsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 4

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.