Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 16
ar 1969. Vilborg ekkja Gísla ÞórS- ; arsonar oddvita á ölkeida í Stað- 1 arsveit og býr hún þar enn 76 ára. Hálfsystkini Signrðar sam- | imæðra voru: Kristján bóndi á Mel í Staðarsveit, kvæntur Guðrúnu Björleifsdóttur nú í Hafnarfírði ' Halldór bóndi í Dal Miklaholts- hreppi, kvæntur Önnu Einarsdótt- , ur. Ingibjörg gift dönskum manni. Hún andaðist í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. Sigurður komst fljótt til mikils þroska. Hann var hinn myndarleg- asti á velli stór og fríðuT sýnum. Duglegur til aðkallandi verk- efna. Hjarðarfell er þannig í svelt sett að ýmsa fyrirgreiðslu varð að veita gestum og gangandi. Þar sem þióðvegur lá um hlaðið og símstöð kom þar snemma. Voru þetta óskráð lög gestrisninnar. En framandi blær fylgdi símanum, póstum og langferðamönnnm. Sig- urður hafði fljótt opinn hug fyrir ýmsum nýjungum, stefnum og dkoðunum, sem bárust um landið á heimastjórnarárunum, þótt skóla ganga væri ekki löng var hann vel menntaður að þeirra tíðar hætti. Hann var víðsýnn í skoðunum mannblendinn og glaðsinna. Þess- ir eðliskostir entust honum til ævi- loka. Um þrítugsaldur flutti Sigurður frá Hjarðarfelli. Hafði hann þá bú- ið þar 5 ár ókvæntur en 3. marz 1919 gekk hann að eiga glæsilega heimasætu úr Miklaholtshreppi, Margréti Hjörleifsdóttur frá Hof- stöðum Björnssonar frá Breiðaból- stöðum á Álftanesi. Var hún ung að árum, en hjónaband þeirra varð hið farsælasta f meir en 50 ár. Þau byrjuðu búskap á Hofstöð- um i tvíbýli við Hjörleif, sem þá nýlega hafði misst fyrri konu sina. 1927 fluttu þau að Dal f Mikl- holtshreppi og bjuggu þar i 4 ár. Þaðan fluttu þau að Hrísdal, sem á var óræktuð jörð og húsalaus. igurður breytti henni f stórbýll, húsaði vel og ræktaði. Naut hann |>ar hin síðari ár aðstoðar barna aðnna, einkum Krlsfjáns, sem síðar hóf búskap þar með foreldrum sín- pn. Fyrstu árln f Hrisdal urða þeim hjónum erfið, þvf Sigurður var algjör sjúklingur á árunum 1080—31. Létu þau hjón þá tvö þðrn sln I fóstur til nánustu vanda toanna og ólust þau þar upp til ífuilorðinsára. Sem betur fór yfír- Vann Sigurður sjúkdóm sinn. Tók hann nú tll við uppbyggfngu jarS- 16 arinnar en heimilið þuifti mhrils með því, að börn þeirra urðu alls 11, sem ödl komust upp og urðu dugnaðar- og atorkufólk. Það þarf ekki útskýringar við, hversu mikið átak það var að koma svo stórum barnahópi til manns á kreppuárunum og án almanna- trygginga og án þess að Ieita á náð- ir samfélagsins. Sigurður var hinn umhyggjusamasti heimilisfaðir og snyrtimenni innan húss sem utan. Kunni hann vel að meta þátt konu sinnar f búrekstrinum, en íéiti henni jafnframt störffn sem bezt mátti verða. Börn þeirra hjóna tóku snemma þátt í störfum á heimilinu, unz þau burfu á braut eitt af öðru. Sigurður hvatti þau til íþrótta og félagsstarfa og urðu synirnir vel hlutgengir í fþróttum, f héraði, á landsmótum og erlendis, og virðist það einnig ná til barna- barna hans. Sigurði búnaðist vel í Hrísdal þó ekki væri hann stórbóndi á fyrstu árum sínum þar. Hann vaT með afbrigðum fjárglöggur og fór vel með gripf sfna. Forðagæzlu- starfi gegndi hann í Miklaholts- hreppi í áratngi frá yngri árum allt til ársins 1965. Sigurður var félagslyr.dur, hressilegur og hispurslaus. Söng- maður var hann góður og átti létt með að blanda geði við háan og lágan. Hann var minnugur og fróð- ur og átti auðvelt með að koma skoðunum sínum á framfæri. Til forna myndi hann hafa verið kall- aður sagnamaður góður, svo var mál hans kjarnyrt og blæbrigða- rikt. Hann var hinn mesti höfð'- ingi heim að sækja og þau hjón bæði. HjáJpsöm voru þau og raut í fslendingaþáttum Timans 14. 1. ‘70, í afmælisgrein um Svanhildi Arnadóttur, hefur fallið úr rið prentun nafn Jóhönnu dóttur henn ar, gift Ástráði Ingvarssyni bíó- sviii hans umhyggju þeirra á síð ustu æviárum sínum. Börn Sigurðar og Margrétar eru þessi talin í aldursiöð: Hjörleifur vegaverkstjóri. Hann byggðl nýbýli í Hrísdal, kvæntur Kristínu Hansdóttur. Kristján bóndi I Hrísdal kvæntur Maríu Lúise Eðvarðsdóttir. Sigfús kunn- ur íþróttamaður, verzlunarstjóri Selfossi: kvæntur Ester Einarsdótt- ur, Kristjana, gift Vigfúsi Þránl Bjarnasyni oddvita Hlíðarholti Staðarsveit. Áslaug, ólst upp á Hof stöðum, gift Sveinbirni Bjarnasyni lögregluflokksstjóra R.vík. Valdi- mar lögregluþjónn f R.vík. ólst upp á Hjarðarfelli, kvæntur Bryn- hildi Daisy Eggertsdóttur. Elín Guðrún ljósmóðir Stykkishólmi gift Sigurði Ágústssyni veghefils- stjóra, Olga veitingakona Hreða- vatnsskála, gift Leopold Jóhannes- syni hótelstjóra. Magðalena Mar- grét, gift Oddi Péturssyni skíða- kappa ísafirði. Anna, gift Þorsteini Þórðarsyni bónda Brekku, Norð- urárdal. Ásdís, gift Simundi Sig- urgeirssyni húsasmið Rvík. Barnabörn og barnabarna- börn þeirra munu nú yfir 50 tals- ins. Á áttræðisafmæli hans héidu börn hans þeim hjónum veglegt samkvæmi og glöddu hann með góðnm gjöfum. Hann var á sjúkrahúsi nokrrar viknr og vissi þá vel að hverju stefndi. Var hann ætíð léttur f máli og gamansamur til hins síðasta. Ætíð fannst mér hann góður full- trúi þeirra. sem láta ekki baslið smækka sig. stjóra á Keflavíkurflugvelli, og bið- ur blaðið afsökunar á þvf. Þá er í sömu grevn komizt svo að orði: „og komið bömum sfnum til náms, á að vera manns. Þórður Kárason. Leiörétting ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.