Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 24
SJOTUGUR: HÓLMGEIR ÁRNASON múrarameistari, Húsavík Hvaða ófikapa læti ei'a þetta í ár- unum að :íða, var'ö mér að nrði, þegar í ijós kom, að Hólmgeir Árnason frá Kvíslarfióli, múrara- meistari á Húsavík, hafði orðið sjötugur 17. desember síðastliðinn. Maðurinn lítur út eins og hann hafi undanþágu frá því að vera svo gamall. En vitanlega er engin und- anþága frá liðnum árafjölda til. Hins vegar eru menn misjafnlega vel gerðir til þess að bera árin, — kunna misjafnlega vel „þá list aS lifa“, og eru misjafnlega heppnir. Hólmgeir Árnason fæddist 17. desember 1899 að Skóg- um í Reykjahverfi í Suður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin: Björg Sigurpáls- dóttir og Árni Sörensson, sem bá bjuggu á litlum parti úr Skógum Björg móðir Hólmgeirs var dóttir Sigurpáis Árnasonar bónda í Skóg- um og konu hans Guðnýjar ójaís- dóttur. — Björg var alsystir Árna Sigurpálssonar hins vaska manns, sem lengi bjó í Skógum og er Þar enn á lifi, kominn yfir nírætt. ern, minnugur ágætlega og kann frá mörgu að segja. Árni faðir Hólmgeirs var sonur Sörens Árnasonar bónda í Hóls- gerði Indriðasonar frá Heiðar- bót í Reykjahverfi. Kona Sórens var Hólmfríður Sigurðardóttir, sem nefndur hefur verið „hinn kynsæli“, og var bóndi á Þórodds- stað í Ljósri:' itnshreppi. Snemma á 18. öld var kaupmað- ur á Vopnafirði, Sören að nafni, sem kominn var frá Danmörku og danskættaffur. Ha’in var oft nefnd ur Sören danski, en hann skrifaði sig Sören Jensson. Hann kvæntist íslenzkri komi, Critðvúnn Þorvalds- dóttur prests að Hofi Stefáns- sonar skálds í Vallanesi. Sören hætti kaupmennsku og gerðist bóndi á Ljósavatni i Þing- eyjarsýslu, en Ljósavatn hafði Guð nún kona hans fengið í heiman- inund. Dóttir þeirra var María móð ir hinna kunnu Ljósavatnssyst- klna: Bóasar, Jónatans, Júditar og Rutar, sem öll lifa í annálum fyr- ir orðkyngi sína í kveðskap og hispursleysi. Afkomendur Sörens á I.jósa- vatni hafa haldið við nafni hans í héraðinu. Þar eru og hafa verið allmargir Sörenar. Kynkostir hafa reynzt miklir meðal niðja hans og Guðrúnar. Hólmgeir Árnason er áttundi maður frá þeim. Árni Sörensson faðir Hólmgeirs bjó stutf í S’kógum. Hann fór það- an í Dýjakot i sömu sveit, því næst til Húsavíkur (að Hlíð), síðan í ís- ólfsstaði á Tjörnesi og þaðan í Kvíslarhól í sömu sveit vorið 1906. Hólmgeir fylgdi að sjálfsögðu for- eldrum sínum á þessum ferli. Á þessum árum átti margur tor velt með að fá jarðnæði, er hann gæti unað við til frambúðar eða fengið ábúð á, nema um stundar- sakir. Því voru búferlaflutninga: tíðir. Árni Sörensson var hár maður vexti og sýndist vegna hæðarinnar grennri en hann var. Hann var rammur að afli ti! átaka, þegar á reyndi, en yfirlætisiaus í þmm efnum. Verkmaður var ha.nri agæt ur og fengsæll veiðimaður. Gaman- samur maður og fyndinn. Ég minn- ist þess, hve hann skemmti mér oft og vel, — nágrannastráknum, með gamansögum og eftirberm- um. Björg liúsfreyjd hans var geð- prúð, starfsöm búsýslukona og um hyggjurík móðir barna þeirra. Þau eignuðust ellefu börn, þrjár dætur og átta sonu. Var Hólmgeir sá fimmti í aldursröð barnanna. Þetta var þungt hús. Jörðin ekki kostarík eftir búskaparháttum þá- tíðar. Samt komust Kvíslarhóls- hjónin af í heiðarlegri fátækt. Árni bjó á KvíslarhóR til dauða- dags, en hann lézt 1914 úr lungna- bólgu, sem þá gekk eins og far- aldur í sveitinni og deyddi þrjá bændur með stuttu millibili. Nú féll það í hlut þriggja elztu sonanna: Sörens, Sigurðar og Hólnigeirs að standa fyrir búí með móður sinni og hjálpa henni til þess að koma upp yngri börn- unum. Var Sören elztur og íyrst og fremst fyrirsvari. Elzta barnlð, Guðný, var gift og komin að heim- Frainhald á bls. 22 24 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.