Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 6
/ MINNING HJÓNIN FRÁ BREKKU, Jón Bergvinsson og Margrét Sigurtryggvadóttir — Þessi minningarorð um Jón í Brekku, hafa legið í skrifborðs- skúffu um árabO. Kona hans, Mar- grét Sigurtryggvadóttir, lézt á síð ast liðnu ári. Ég hafði helgað þeim smáþætti, hvoru um sig, og þyk ir mér nú hlýða að þeir fylgist að. Þ.G. Jón Bergvinsson, fyrrum bónái í Brekku í Aðaldal, Hann andaðist í Fjórðungssjúkra húsinu á Akureyri 19. maí s.l. eftir örðuga sjúkdómslegu. Jan fæddist að Húsabakka í Aðal- dal 23. janúar 1886, sonur hjón- anna Elínborgar Jónsdóttur og Bergvins Þórðarsonar, en þar bjuggu þau þá. Jón var ungur er faðir hans tók þann sjúkdóm, er þjiáði hann síð ustu æviárin. Varð sonurinn þá fyrirvinna hjá móður sinni og reyndi því snemma á þrek og kjark drengsins. Árið 1918 kvongaðist Jón Margréti Sigurtryggvad. frá Litlu-Völlum í Bárðardal. Bjuggu þau þar síðan allan sinn búskap. Nú býr í Brekku Yngvi Karl son- ur þeirra og kona hans, Valfríð- ur Hermannsdóttir. Jóni í Brekku kynntist ég ekki fyrr en hann var •kominn á efri ár. Ég átti heima út við sjóinn, hann nær því innst í dalnum. Hann var mikið eldri en ég. Við áttum ekkert saman að sælda, enda strjálar samgöngup um sveitina. Ég vissi að bóndinn í Brekku hét Jón og kona hans Margrét, hafði heyrt að þau myndu búa þar við fremur þröngan hag, eins og margt bændafólk þá — og þau ættu mörg börn í uppvexti, Það var almæli að bóndinn Í Brekku væri mikill afreksmaðuí viðunandi svör og spurningar þess líði út í endalausa þagnamótt. Mun svo oft fara unz ijósið og hið guðdómlega líf uppgötvast í eigin hjarta og fólk opnast fyr- ir dásemdum tilverunnar og get- ur tekið undir með skáldinu, er segir: „Lífsgátan svarar aðeins með sjálfri sér. Þú verður að sökkva sjálfum þér niður í djúp hennar og dvelja þar í vakandi undrun eins og lítið barn. — Það, sem mest er um vert, er það, að veg- ur undrunarinnar er vegurinn til Guðs.“------ Þennan göfuga veg hygg ég Ást ríði hafa gengið. Jafnframt námi sínu og starfi í London var hún sífellt leitandi að andlegum og list- rænum verðmætum óg eignaðist góða vini, er voru henni andlega skyldir. T.d. tók hún um skeið þátt í fræðsluflokki, er fjallaði um heimspeki og andleg mál. Hún sótti að staðaldri úrvals hljómleika og átti gott safn klass- iskra tónverka. Hún var ljóðelsk, kunni mikið af Ijóðum og las bók- menntir íslenzkar og erlendar. Með slíkum menningarverðmæt 6 um auðgaði hún bæði sitt eigið líf og annarra. Heim til íslands kom Ástríður ávallt einu sinni til tvisvaT á ári hverju, því að foreldrum sínum, systur sinni, landi sínu og þjóð inni hún heitt og var bundin sterkum böndum. Sumarið 1968 heimsótti ég Ást- ríði í London og var bróðir minn, Eiríkur, í fylgd með mér. — Ég mun aldrei gleyma, hve fallega og alúðlega hún tók á móti okkur. En eftirminnilegast er mér kvöldið, sem við fórum saman í Festival Hall. Það var draumfag- urt júníkvöld. Við gengum yfir Waterloo-brúna upp að hinni glæsi legu hljómleikahöll. Rúmlega 100 manna hljómsveit lék verk heims- meistaranna, undir fráþærri stjórn hljómsveitarstjórans. Úrvals píanó leikarar komu fram, þar á meðal Askenazy. Við vorum öll innilega snortin af töfrum tónaregnsins. Og Ástríð- ur var svo létt og hamingjusöm. Það var sem hin yndislega hljóm- list og unaður vorkvöldsins lyfti henni í andlegar hæðir, svo að yf- irjarðnesk fegurð og gleði geislaði frá henni.--------- Elsku Addý mín, þannig vil ég alltaf minnast þín. I Ijóma þessa júníkvölds vil ég hugsa um þig og þakka þér fyrir allt. Harmþrungnum foreldrum þín- um og systur votta ég bjartanlega samúð. En ég veit, að í hjarta síntt og huga fylgja þau þér inn i feg. urri heim, því að: „HiminvegU ástin ratar“. Og nú hefur þú verið leidd inn í nýja hljómleikahöll — inn í nýj« an ljósheim og Ijóðheim — inn 1 nýja jólagleði. Og þangað langar mig að senda þér 2 erindi eftir Grétar Fells úr Ijóðinu Jólatrú: Og jólaklukkur kalla til kærleiks himinfjalla, sem bíða, björt og heið, og eru fyrir alla hin eina rétta leið. Að heirns og himna milli með huga og kærleikssnilli sé hægt að byggja brú, — það undur enn ég hylli. Það er mín jólatrú. Svava Fells. fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.