Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 8
'll MINNING Margrét Gísladóttir og Gísli Gíslason f Lambhaga í Skilmannahreppi, þar sem sér vítt til allra átta, og fagur fjaUahringur blasir við, ólust , upp í stórum systkinahópi Margrét Gisladóttir, sem lézt á Borgar- ' sjúkrahúsinu 14. des. s.l. og var jarðsungin mánudaginn 22. des. s.l. , frá Fossvogskapellu, og Gísli Gísla , son, sem lézt 15. janúar á síðasta 1 ári. Faðir þessara systkina, Gísli Gíslason, var sonur Gísla Gíslason- ar frá Stóra-Botni í Hvalfirði, g konu hans Jórunnar Magnúsdótt- ur. En Jórunn var tvígift. Fyrri mann sinn, Bjarna Helgason frá Stóra-Botni, missti hún eftir fárra ára sambúð. Frá henni er mikill ættbogi kominn. Móðir systkinanna var Þóra, dótt ir Sigurðar Jónssonar bónda og smáskammtalæknis í Lambhaga, ættuðum frá Neðri-Hálsi í Kjós og konu hans Margrétar Þórðardóltur frá Þerney í Kollafirði. Gisli fluttist aldamótaárið 1900 með foreldrum sínum frá Stóra- Botni út að Stóru-Fellsöxl i Skil- mannahreppi. Þegar þangað var komið gat varla hjá því farið að hann kynntist heimasætunni í Lambhaga, sem er næsti bær, og árið 1906 kvæntist hann Þóru. í assonar og Rannveigar Elínar Magn i úsdóttur. ' Margrét festi ekki yndi í Brekku eftir lát manns síns og dvaldist hún þar ekki langdvölum eftir Það. Síðustu æviárin átti hún athvarf hjá börnum sínum til skiptis. En lengsta dvöl mun hún hafa ótt hjá , yngstu dóttur sinni, Kristínu. Þær ■ voru alltaf mjög samrýndar. — Farskólafyrirkomulagið í sveit , um landsins hefur nú nær því , gengið sér til húðar. Því hefur ■ verið margt til foráttu fundið. Vitanlega var mörgu ábótavant í ' því skipulagi. En samt lærðu börn • furðumikið í farskólanum, miðað við aðstöðu. Kennarinn vissi nokk- uð hvar skórinn kreppti mest og ' gat verulega miðað aðgerðir sínar með hliðsjón af því. Hann var í | nánum tengslum við foreldra og forráðamenn barnanna og var hon- , um oft að því mikill styrkur. Hann naut virkrar aðstoðar þeirra, enda áttu þeir með kennaranum ' verulegan þátt í námsárangri nem- | enda. Með þessu fékkst og stund- , um leiðrétting á misskilningi og i hleypidómum, ætti slíkt sér stað á | aðra hvora hlið. , Nú er litið minnzt ó farskólann j í ræðu eða riti. Þó finna æ fleiri hjá sér köllun til að leggja orð í ; belg um skólamálin. Alltof mikið í L« þeim orðaflaumi er þó neikvætt, því miður, miðar til niðurrifs án uppbyggingar. Margt af því er skýjum ofar og kemst hvergi nærri veruleikanum. Þess vegna mun ým islegt af því falla ógilt um leið og orðin deyja á vörunum, — eða jafnskjótt og blekið þornar á papp- írnum. En hvers vegna er hér minnzt á farskólann? Vegna Þess að kynn- ing okkar Mprgrétar í Brekku var í tengslum við hann, fyrst og fremst, meðan hann var og hér. Ég starfaði þá við þær aðstæður, sem hann bauð í sveit okkar. Þurfti þá að leita til húsráðenda um úrlausn og fyrirgreiðslu, og fyrst og fremst þeirra, isem áttu fræðsluskyld börn, eða höfðu nokk urt húsiými. Hjónin í Brekku óttu þá enn börn á skólaaldri. Jón bóndi hafði nýlega reist stórt og vandað íbúð- arhús á jörð sinni, miðað við kröf- ur þær, er þá voru gerðar um hús- næði í sveitum. Undirtekningalítið var vel og drengilega brugðizt við, þegar leit að var til húsráðenda um úrræði í þágu skólans. I hópi þeirra, sem fúsastir voru til þessarar fyrir- greiðslrf voru Margrét og Jón í Brekku. Erill allur, aukið erfiði, sem þessu fylgdi óhjákvæmilega, og truflanir á hússtjórn, mæddu fyrst og fremst á húsmóðurinni, Ekki varð þess vart að Margrét teldi það eftir. Ég álít að börn þau, er skóla- vistar nutu í Brekku, hafl borið hlýjan hug til Margrétar húsfreyju og eigi góðar endurminningar Það- an. Og aldrei fannst þeim hjónr um of vel gert til kennaranna. Farskólinn gegndi mikilvægu hlutverki um áratugi. Hann var áfangi að því marki, sem að er keppt, að efla manndóm ungu kyn slóðarinnar. Meginhluti foreldra sýndi mikla lipurð í samvinnu við kennara og aðra, sem fjölluðu um fræðslumál- in og vilja til hvers konar fyrir- greiðslu. Þetta er skylt að þakka. Margrét í Brekku var heimakær og seildist lítt út fyrir þann verka hring, sem var innan vébanda heim ilisins. Hún fann þar næg verk- efni. Hússtjórnin fór henni vel úr hendi. Hún var nærgætin móðir barna sinna og umhyggjusöm. Hún skilaði miklu dagsverki að ævi- kvöldi. Margrét Sigurtryggvadóttir var vinur vina sinna, ógleyimin á það, er henni þótti vel gert í sinn garð. Þórgnýr Guðmundsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.