Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 23
eftirsóttur verkmaður. Stundaði meir og meir vinnu utan heimilis: Fór í ver, vann einnig við kola- raám, sem á árum fyrri styrjaldar- innar var rekið á Tjörnesi af rik- inu og fleirum, hirti búpening fyr- ir bændur o.s. frv. En kom heim í Kvíslarhól ef á lá þar. Taldi sér heimili á Kvíslarhóli allt til ársins 1924. Þá fluttist hann til Húsavík- ur og hefur átt þar heima alla tið síðan. Hinn 10. nóvember 1924 kvænt- ist Hólmgeir, Kristínu Sigurbjarn- ardóttur. Hún fæddist á Hallbjarn arstöðum á Tjörnesi 10. nóv. 1903. Foreldrar hennar voru hjónin: Una Jónsdóttir Sveinbjarnarsonar bónda frá Landmótseli í Ljósavatns hreppi og Sigurbjörn Guðnason Þorkelssonar Torfasonar frá Landamóti í Ljósavatnshreppi. Sigurbjörn og Una bjuggu á Hallbjarnarstöðum. Ennfremur á Bangastöðum og Auðbjargarstöð- um í Kelduhverfi og siðast á Sand- hólum á Tjörnesi. Kristín ber nafn ómmu sinn- ar, konu Guðna, en hún va” al- systir Sigurbjarnar skáids frð Fóta- skinni, föður Ja'iobínu Johnson skáldkonu í Vesturheimi. Góð frændsemi hefur erið með þeim Jakobínu og Kristínu og bréfasam- band. Fyrstu árin á Húsavík vann Hólmgeir hvaða vinnu sem gafst, en hafði þó venjulega aðaltekjur sínar af sjósókn. Um skeið átti hann með öðrum 5 lesta vélbát, er nefndur var Sindri og gerði hann út. Öðrum þræði stundaði hann ]dfn an smíðar, bæði trésmíðar og múr- verk. Árið 1926 kom hann sér upp íbúðarhúsi: Dvergasteini (syðsta), sem nú er nr. 7a við Höfðaveg. Árið 1938 tók hann próf i múr- smíði og fékk meistarabréf í þeirri iðn 12. des. 1938. Hefur hann mik- ið unnið við byggingarstörf síðan, ýmist sem yfirsmiður eða á veg- um annarra svo sem fyrirtækisins Fjalars h.f. á Húsavík. Komið hef- ur það fyrir að hann hefur farið til Reykjavíkur og Suðurnesja til þyggingarstarfa. Á Húsavik o/ í sveitum Þingeyj- arsýslu hefur hann staðið fyrir byggingum a.m.k 30 íbúðarhúsa og fjölda peningshúsa. Yfirsmiður var hann við b.yggingu frystihúss Fiskiðjusamlags Húsavikur, þegar það var reist upphafega. Tún ræktaði Húlmgeir — eins og fleiri Húsvíkingar —og hafði nokk urn landbúnað alllengi, kú og sauð fé. Að landbúnaðmum vann hann í tómstundum með hjálp fjöl- skyldu sinnar. Fóðraði hann fén- að sinn mjög vel — og hafði af honum góðar afurðir. En langur varð oft vinnudagur hans vegna bú skaparins. Nú er hanr, hættur bú- skapnum fyrir allmörgum árum. Árið 1951 fluttist Hólmgeir úr sínu gamla íbúðarhúsi, Dverga- steini, í nýtt og tízkuiegt íbúðar- hús, sem hann byggði séi þá: nr. 7 við Stóragarð, — 183 ferm að flatarmáli, 2 hæðir. Þar býr hann nú og einnig tengdastmur hans með sína f jölskyldu. Hólmgeiri og Kristínu varð tveggja barna auðið. Börnin eru: Guðný, fædd 2. nóv. 1926, gift Guðmundi Sigurjónssyni frá Fiat- ey, pakkhúsdeildarstjóra hjá Kaup félagi Þingeyinga. Þau eiga sjö börn. Björn, fæddur 25. febrúar J945, kvæntur Hallfríði Jónasardóttur frá Öndólfsstöðum í Reykjadal. Hann stýrir útibúi Kaupfélags Þingeyinga í Reykjadal. Björn er stúdent frá Menntaskólanum á Ak ureyri 1966. Hjónaband Kristínar og Hólm- geirs hefur verið ást.uki og sam- vinna þeirra ug sambúð til fyrir myndar. Kristín er smekkvís og ákaflega starfsöm og ráðdeildar- söm húsmóðir. Hún er mjög fín- virk á hannyrðir. Heimilið er vel búið, m. a. er þar vænt heimils- bókasafn. Gestrisnistaður er þar mikill, því hjónin eru vinmörg og veitul. Kristín er annáluð fyrir smekk og rausn við framreiðsiu veitinga. Haft er eftir manní frá Ameríku, sem var leiddur þar til borðs: „Svona veizluborð ætti að hafa til sýnis, — frysta það og geyma. Þetta er á sínu sviði Iista- verk“. Þegar gætt er mannkosta Knst- ínar, verður ekki sagt að Hólmgeir hafi staðið einn í lífsbaráttunni. Það verður aldrei fullkomlega skil greint, hve mikinn hlut góðar kon ur eiga oft í sigursæld manna sinna. Hólmgeii Árnason hefur alla daga verið viðmót’sléttur, búið yfir ' - ff ' ~~ ’ góðlátlegri kímni, sönghneigður og fús til glaðværðar. Vinfastur og traustur félagi, hjálpsamur og greiðvikinn. Hann er óbrinðull samvinnumaður og hefur fjölda ára átt sætj í fulltrúaráði Kaupfé- lags Þingeyinga. Einnig hefur hann verið kosinn ti’ þess að gegna nefndarstörfum fyrir sveit- arfélagið á Húsavík t.d. lengi í byggingarnefnd. Menn eins og hann eru hverri byggð, sem þeir búa f mikilsvcrð- ir. Þeir, sem fyrir málefnum byggðanna standa, ættu sann- arlega að gera sér grein fyrir því. Við Hólmgeir höfum frá bernskudögum lengst af verið ná- grannar. Aldrei man ég til að í kekki hafi kastazt okkai í milli. Veit ég, að það er honum m;kiu meira að þakka en mér, sem um tugi ára lagði á hann mikil siöld til sveitar, — fyrst á Tjörnesi og síðan á Húsavík. Þesskonar á marg ur, snnars ágætur maður, erfitt með að þola. í vináttu Hólmgeírs og konu hans við mig og mína, hef ég sannreynt, bæði á stundum gleði og sorgar, manngildj þeirra hjóna. Þessa vináttu verður seint hægt að fullþakka. Hólmgeir varð fyrir slysi í bygg ingarvinnu fyrir nokxrum árum og hefur endurtekið þjáðst nukið af þeim sökum og orðið að fara á sjúkrahús og til sérfræðinga. En vegna sinnar þolnu og góðu lundar og björtu lifsviðhorfa hefur hann borið þetta vel, — og unnið mikið eftir sem áður Hólmgeir er mjög nærn þvi að vera jafnaldri tuttugustu aldar- innar. Hann er einn þeirra manna, sem ísland má þakka stakkaskipti þau, sem það hefur tekið á þess- ari öld. Hann hefur með áhug.-i sía um á öflum verðmæta, vinnufjöri, fjölhæfni og fúsleik til umbóta og nýbreytni, flýtt fvnr framförum í húsakosti og aðstöðu til lífsþæg- inda og hagsbóta á mörgurn svið- um. En hann hefur ekki i grugg- ugum leysingaflaumi ildarinn- ar misst sjónar á fornum dyggð- um: orðheldni, skyldurækni og vinfestu. Ég óska þess, að honum og fólki hans verði aldurinn og öldin gifta- rík áfram. 15. jan. 1970. Karl Kristjánsson ÍSLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.