Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 30.01.1970, Blaðsíða 11
MINNING Sigtifður G uðnumdsson FRÁ BÚÐ í ÞYKKVABÆ f'aiiinn er nú að Mdu vinur, Sigurður Guðmundsson frá Búð. Þakkir og kveðjux kýs að flytja. Víst mun nú honum vel að Múð. Einatt ég kom á Eiríksgötu, viðtðkur ætíð varmar hlaut. Húsbóndinn aldni hress i bragði, siðustu ár þótt særði þraut. Leit ég þar bækur bundnar, gylltar. Heimilisarinn hlýju bauð. Umihirða stök þar innan veggja hvarvetna lýsti andans auð. Dimmleit er nótt og dagar gráir, sólin því lítið sendir skin. Harmar nú Guði ún Halldórsdóttir eiginmann sinn og æðsta vin. Kveður nú Þykkvibærinn bróður einn, sem var trúr um ævileið. Verði nú hvíldin vær ‘in hinzta. Minningin vakir mild og heið. A.B.S. PÁLL JÓNSSON frá Grænavatni Fæddur 3.9.1890. Dáinn 25.9.1969. Gerðist það fyrir þriðjungi aldar, þung var oss kveðjustund. Glæsileg bona á góðum aldri gekk á drottins fund. Héðan var kvödd frá hálfnuðu starfi með heilsteypta drengskapar- lund. Gömul sár eru sein að gróa, svo varð u-m þessa und. , Hann, er þá bar á breiðum herðum bjartan og sterkan harm. , Engum tjáði þó undir sviðu, opnaði ei heitan barm. Föðurleiðsögn og móðurmildl mynduðu farveg einn. fSLENDINGAÞÆTTIR Heimilið varið hlífiskildi, hafinn úr götu steinn. Gleymist engum að yfirbragði, eða drengskapargerð. Vaka-ndi hugur. Hiklaus boðin hj-álpsemi í langri ferð. Ómældur greiði innri þarfar aðall, sem vitni bar föður og móður er syni sínum siðrættu hugarfar. Lét þér ei vel á langri ævi leggja hendur í skaut. Sóknarglaður að settu marki sigraðir hverja þraut. Kallið hefir u-m aldir alda eilífðarinnar raust. Mungát úr lífsins mælikerl mæld var þér út um haust. Góð mun þér hvíld í garði vorum gagnmerki búan-dþegn. Hljóðlátt sem nóttin, heitt af trega hnígur vort hvarmaregn. Þeim sem að unna eilífð verðui aldrei nein lausafregn, en hal-dreipi sem að hvergi bilar harminu-m sára gegn. Aldrei verður að öllu vituð ævi langferðamanns. Liggur þó á hans víðavangi vegurinn kærleikans. Örlagaþræði enginn rekur alla í hendi sér. Drottinn gefur og drottinn tekur. Drottinn sé með Þér. Arnþór Ámason frá Garði. "J

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.