Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Side 4
Ástríður
Fædd 14. marz 1933.
Dáin 23. des. 1969.
ítur augnfögur
á æskumorgni
lék léttfætt
hin lokkaprúöa.
Heillaði fegurð
fljóðið unga
umgerð háf jalla
og ægisanda.
Svifu fyrir sjónir
sagnir fornar.
Brúaðar aldir
til Bergþóru.
Speki Njáls
nöpur örlög
hefndarvíg
og heilar sættir.
Ástrlður bar svip
æskustöðva
fagurs víðfeðmis
fjarlægrar sveitar.
Bráhvítir jöklar
benda á hreinleika
en víðátta hafsins
vekur spurnir.
Glæst var framganga
göfgi í svip.
litu upp til og þökkuðu Oig virtu.
Hann skildi vel, hversu mikils
virði góð félagsstarfsemi i skóia
er þroskaferli nemendanna og
rækti skyldur sínar í þeim efnum
til hims ýtrasta, svo að orð fór af,
Mka utam Hafnarfjarðar.
Kjartan ólafsson kennari bar
irækt til æskustöðva sinna til ævi-
lotoa, og nutu „ættingjar Eyja“
þess oft, ef þeir urðu á vegi hans
á einn eða annan hátt. Oft greiddi
hann götu þeirra eftir mætti og
vanm þeirn til hags og farsældar,
ef hann mátti því við koma.
Árið 1943 kvæntist Kjartan
Ikennaxi ólafsson eftirlifandi konu
sinni, Sigriði Elísabetu Bjarnadótt
Skagan
Þar var ekkert,
sem þurfti að dylja.
Góðra ætta
geymast einkenni.
Ekkert fær þeirri
auðlegð grandað.
Enginn mun gleyma
þér, er þekkti.
Traust var handtak,
traust þitt fylgi.
Enginn var einsamall,
er þig átti að vin.
Tryggð þín entist
til æviloka.
Sárt féll þér hræsni
og sýndarmennska.
Var því margt,
er vonbrigðum olli.
Leitandi sál þín
leitaði raka.
ÖHum spurningum
eilífð svarar.
Gott er að minnast
gleðistunda.
Þakka vil ég öll
okkar kynni.
ur úr Hafnarfirði. Þau hjón eign-
uðust 3 dætur barna: Iingu Þyri,
Ernu Björk og Grétu. Við kunn-
ingjar Kjartans heitins og vinir
sendum þeim okkar innilegu.-tu
samúð við fráfall hins góða og gáf-
aða eiginmanns og föður og árn-
um þeim allrar blessunar. Jafn-
framt árnum við heilla og bless-
unar barnabörnum Kjartans heit-
ins, sem sendu hin fögru erindi
um afa sinn í blað eða blöð.
Mættu minnin um góðan afa vaka
sem aBra lengst með þeirn og
verða þeim þroskaauki og blessun.
Vestm.eyjum 7. jan. 1970,
Þorst. Þ. Víglundsson.
Þakka einlægni
og ástúð hlýja,
háttvísi ljúfa
og hispursleysi.
Annist drottinn
ástvini þína,
er þér voru
svo undur kærir.
Gott er að eiga
ekkert er misst.
Það er Mfið,
sem að lokum sigrar.
Þórhildur Sveinsdóttir.
LEEÐRETTING
í greininni „Konan frá Hvassa-
felli og dætur hennar“ í síðasta
hefti íslendingaþátta Timans, hafa
orðið þau afleitu mistök, að brengl
azt hafa orð þannig, að lifandi
kona, frú Petrína Ágústsdóttir, er
sögð látin, en hún er húsfreyja á
Akureyri og þriggja barna móðir,
gift Aðalgeir Axelssyni. Vonandi
boðar slíkt langfífi hinnar prýði-
legu konu, sem ég bið afsökunar
á þessu.
Einnig skulu leiðréttar auðsæjar
villur, ömnur um snjóflóðið, sem
tók af Auðnabæinn 1953, ekki 1923
og hin i þriðju línu síðast, hennar,
ekki hiennl.
Snorri Sigfússon.
4
fSLENDINGAÞÆTTIR