Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Blaðsíða 7
Sigurður Jónsson frá Brún Við stönduimst ei örlaga ógnþrunginn seið, er æðir sem fijót anilli skara, því mannsævi hverri er markað sitt skeið og myndirnar koma og fara Við eigum hér skammsetinn áfangastað, og aidan úr ströndinni sverfur. Þann minningin geymir, sem mannsbragð er að, en mannleysan gleymist og hverfur. 'Þú fyrirleizt tízkunnar formleysurót, er flöktandi nútímann seiðir, varst trúr þinni skoðun og hirtir ei hót um harðtroðnar alfaraleiðir, en orðkynngi sagnanna undir þér við, þar uppsprettur höfugar sungu, við stemmunnar þjóðlega straumþunga nið og stuðlaberg ísl'enzkrar tungu. Sú trúin er mamniinum tormetin gjöf, er tjáð var í ræðu og letri, að handan við dauða og helkalda gröf sé heimurinn friðsælli og betri. Ég ætla þú dveljist þó af og til samt á íslenzkra fjalldala grundum, á sporléttum fola, sem tödtið er tamt, og taumarnir leika í mundum. MINNING Sigfús Stefánsson Fæddur 28. júlí 1878. Dáinn 10. nóvember 1969. Lyngið er fölnað, að lindinni fjötrar þrengja og lóukvakið heyrist ei framar úr mónum. Úr fjarskanum berast ómar •lágstilltra strengja og stöðugt fjölgar þeim blómum, sem hyljast af snjónum. Horfinn er vinur, en hugstæðar minningar geymast um höfðinglegt svipmót og eigindir drengsins sanna. Barstu í fari þann aðal, sem eigi mun gleymast í áranna róti og prófraunum þrauta og anna. Að mold ertu hníginn, en mann- dyggð þín fölskvast eigi né menningararfur sá, er eftir var skilinn. Vertu sæll, vinur — það bjarm- ar af björtum degi og bregður ljóma á sviðið við þáttaskilin. Veturinn hverfur, af lindinni fjötrar þá falla og fagrai’ berast raddir úr litkuðum mónum. Þá upp verður lokið dyrum ljósprýddra halla Og laufið, sem féll í haust kemur grænt undan snjónum. Jórunn Ólafsdóttir, frá Sörlastöðum. Sipröur Úiafsson, fyrrv. kolakaupmaður Ég vll með linum þessum minn- ast Sigurðar Ólafssonar, sem lézt þann 27. f.m. Sigurður stofnsetti kolaverzlun sín síðla sumars árið 1932. Það var hörð samkeppni í kolaverzlun á Þessum byrjunarárum Sigurðar. Smálest af kolum komst niður í Þrjátíu og þrjár krónur og átti það Verð að nægja til að koma ný- græðingum stéttarinnar fyrir katt- arnef, enda stóð þetta þrjátíu og Þfiggja króna verð eigi undir nauð- synlegum rekstrarkostnaði. Þessu kollegabragði var sér í Iagi stefnt fSLENDINGAÞÆTTIR að Sigurði Ólafssyni, því hann var éUtinn sá stóri þeirra smáu í þessari fámennu stétt. Sigurður stóðst þessa þrekraun og varð í fararbroddi þessarar fámennu stétt ar aHt þar til hann hætti sinni kolaverzlun árið 1960, þegar hita- veitu og oHuupphitun leystu kol- in af hólmi. Eftir að Sigurður hætti kola- verzlun, hóf hann skrifstofustörf við embætti saksóknara ríkisins, þar starfaði hann til dauðadags. Ættir Sigurðar kann ég ekki að rekja, að öðru leyti en þvi, að Sig- urður var borinn og barnfæddur Reykvíkingur og tilheyrði aðli Reykjavíkur, sem sé Vesturbæjar- aðHnum. Að lokum vil ég votta konu hans, frú Guðrúnu Árnadóttur, syni þeirra og bróður, svo og öðr- um ættingjum, mína innilegustu samúð. Það er huggun harmi gegn, að með Sigurði er norfinn til feðra sinna einn af betri sonum Reykja víkur. Blessuð sé minning hans. E. Guðnasom. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.