Íslendingaþættir Tímans - 04.03.1970, Síða 20
Formáli og gamalt erfiljóð
Halldór Benjamínsson fæddist
16.1. 1853 í Sauðlauksdal. Faðir
hans var Benjamin Ma?nús-
son Bjarnasonar frá Seljalandi í
Gufudalssveit. Móðir Benjamíns
var Sesselja Þórðardóttir frá Mið-
hlíð á Barðaströnd. Móðir Halldórs
var Ingi’björg Bjarnadóttir, bónda i
Hænuvík Halldórssonar. Benjamín
og Tugibjörg voru vinnuhjú séra
Gísla ÓlafSsonar.
Halldór fer með foreldrum sín-
um að Geitagili og voru þau Þar í
4 ár. Þá fara þau vinnuhjú að
Bröttuhlíð en Halldór mun þá hafa
farið til afa síns Magnúsar Bjarna-
sonar sem þá var bóndi í Stekka-
dal. 12 ára gamall er Halldór kom-
inn til foreldra sinna að Bröttu-
hlíð, en^Þá voru þau tekin við búi
þar. Árið 1867 deyr Ingi-
björg móðir hans og faðir
hans hættir búskap. Systur
Halldórs, sem þá voru ein-
ar lifandi af systrum hans, Rósa,
f. 9.11. 1851 og Sesselja, f. 7.12.
1865 fóru að Sjöundá, en Halldór
fer vinnupiltur að Stekkadal til
Sigfreðs Ólafssonar. Árið 1870
fer hann vinnumaður til Jóns
Ólafssonar að Króki 1872
fer hann að Stökkum, en
árið 1882 er Halldór kominn
vinnumaður að Skógi til systur
sinnar, Rósu og manns hennar
Ivars Magnússonar, ásamt heitmey
sinni Ingibjörgu Árnadóttur bónda
á Stökkum og síðar á Lambavatnl
og syni þeirra Ingimundi fædd-
um 11.4. 1879, síðast bónda á
Hvallátrum, dáinn 29.5. 1959. Ingi-
björg Árnadóttir deyr úr misling-
um 1882. Árið eftir fer Halldór
vinnumaður að Sjöundá með son
sinn Ingimund. Árið 1890
eru þeir feðgar á Nauia-
brekku og 1892 í Kefla-
vlk. Þar kvæntist Halldór 16.10.
sama ár, Önnu dóttur bóndans þar,
Jóns Gíslasonar. Halldór er orðinn
bóndi I Keflavík 1898 og er það
tR dauðadags 16.10. 1905. Ekkja
hans, Anna Jónsdóttir, heldur búi
éfram eftir lát manns síns með
stjúpsyni sínum Ingimundi og börn
um slnum um nokkur ár. Börn
Halldórs og Önnu voru:
Ólafur Halldór, f. 1.0. 1803.
Húsmaður á Hvallátrum, d. 29.11.
1065.
Áslaug Ingileif, f. 11.1. 1898, bú-
sett í Reykjavík.
Hafliði, f. 6.9. 1899, bóndi ó
Hvallátrum og víðar, nú á Patreks-
firði.
Guðbjörg Ingveldur f. 9.12. 1901
d. á Siglufirði um 1923/
Eftir að Benjamín faðir Hall-
dórs missti konu sína og lét af
búskap í Bröttuhlíð, var hann
vinnumaður á ýmsum stöðum í
Rauðasandshreppíj ehdhugði .þó til
hjúskapar með Gunnhlldi Ólafs-
dóttur, en sveitarstjórn var á móti
að svo mætti verða. Áttu þau sam-
an þrjú börn: ólöfu f. 7.9. 1870,
búkona í Litla-Laugardal í Táikna-
firði, dó á Patreksfirði. Magnfríði
f. 9.10. 1876, kona Guðritórídar
Þorlákssonar Kaupféiadsstjóra á
Þingeyri og Ingimund f..5.tó. 1883,
fórst I snjóflóði í Hnífádal.
Benjamín dó 1 Kirkjuhvammi
hjá dóttur sinni Rósu, 8. apríl 1897,
77 ára.
Samtíma búskap var Halldór
Benjamínsson við róðra á vorin á
árabátum í ýmsum verstöðvum í
hreppnum, sem þá var algengt.
Kefiavík var talin með betri hlunn-
indajörðum í Rauðasandshreppi.
Bjargfuglaveiði góð og að jafnaðl
nægur rekaviður til húsagerðar og
stutt á fiskimið vor og sumar. En
brimasamt var oft er vindur var
frá suðaustri til vesturs. Útbeit fyr-
ir sauðfé ágæt og Þari að jafnaði
nógur'við sjóinn. Keflavík er um-
girt fjölíum alla vega nema til suð-
urs. Samgöngur voru þvi erfiðar.
En á þeim tíma. var hesturinn eða
maðurinn. sjálfur eina flutn-
ingatækið, ,sem ekki krafðist neins
af öðram um aðdrætti til búsins
og pkki þótti búmannslegt meðal
efnaðrá bænfla. ef vara, snm þurfti
til vetrarins, var ekki að mestu
fiutt heim að haustinu áður en
yfir lagði snjóa og svellalög. Aðal
aðdráttarleið til Keflavíkur annað
en fiskifang var vfir fjallið til Ör-
lygshafnar og sást varla fyrir vegl
þá leið að sumri til. Keflavík hef-
ur um m’örg ár verið í eyði. En
þar er skipbrotsmannaskýlið Guð-
rúnarbúð og bílfært að mestu orð-
ið þangað nú.
Erfiljóð þau, sem hór eru birt
um Halldór Benjamínsson, móðú#*
bróðir minn, orti Pétur Jónssoa
fræðimaður á StÖkkum.
ivar ívarsson.
Nú er hnlgin hurð að stöfum
i skiirúms-vegg skapa dóma,
Horfinn er Halldór hölda sjónuna
Benjaminsson til betra heims.
f. 16. jan. 1853 d. 16. okt. 1905.
Skarð er hér fyrir
skiidi oi'ðið
en harmur ríkir
með heimamönnum.
Því horfinn er héðan
húsfaðír beztur
og genginn allrar
. veraldar1 veg.
Þreftán ár;
p þessum ranni
húsúm hann réð
með bolivinum.
Harrnar hann nú ekkja
höfgum tárum,
syrgja hann {vær dætur
og synir þrír.
Ástríkur var hann
ekta maki
og blíður faðir
barna sinna.
Húsfaðir bezti
og hölda sómi,
hógvær, hreinlyndur
og hjartagóður.
Hugprúður var hann
á hinztu stundu,
og sjúkdóm sinn bar
með sálarþreki.
Miðlaði huggun
harmandi vinum
byggðrl á frelsarans
fyrirheitum.
Greiðvikinn var hann
grönnum sínum,
og göfuglyndur
svo gat sér ástir.
Fór því síðast,
er fluttist héðan
sáttur við alla
samferðamenn.
Veittu hugstyrk
heilagi guð
20
ÍSLENDINGAÞÆTTIR