Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Side 2

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Side 2
Víst munu Tungainena og aðrir þeir, sem heigi hinnar gömlu kirkju, saga staðarins o.g fegurð hefur dregið til sín í andlegum tökum og uppljómun, skilja orðin og manninn. Og margir eru þeir, sem voru einlægir hluttakendur i sorg hans yfir eyði Kirkjuhæjar umliðin ár, og þeim örlögum, sem þessum yndislega stað er nú búin á Alþingi íslendinga. Engimi vissi þar, að hér er heilög jörð. Enginn heldur þar á loft nafni þess stað- ar, sem þó ber af um tign hinna fornu prestsetra á Héraði. Hin leitandi, nýja borgaralega menn- ing vor veldur ekki hefð heilög- ustu þáttanna í þjóðarsögunni. Hið harkfulla fótatak hennar og sókn- in eftir því, sem mölur eyðir og ryð, yfirgengur vé friðar og feg- urðar, svo að ekki er framar til það, sem áður var mest með þess- ari þjóð. Það er tímanna tákn í sveitum þessa lands, að Kii'kju- bær í Hróarstungu skuli missa hvors tveggja á einu vori, prest- setursins að lögum og mannsins, sem fremur en nokkur annaí sýndi staðnum rækr, síð in er sim Sigurjón fór, og auðni i tok að leggjast að í öU.un sínum ömur- leik. —En -ið baki þaira ásýnd ei heilög jörð og mynd hennar geymd við helgu mianin. I huga gamals Tungumanns stafar birtu í sálina úr fjarlægnm tíma hðinnar kynslóðar. Frá glöðum dögum og góðum fundi, eða kveðjustundun- um, þegar hinzta ferðin var gerð og þungu sporin stigin út i garð- inn við lágan hljóm fornrar klukk- unnar. Einar fæddist 28. marz 1896 á Galtastöðum fremri. Voru foreldr- ar hans hjónin Pétur Einarsson og Jónína Oddsdóttir. Áttu þau upp- runa sinn á Héraði: Einar, íaðir Péturs, bjó á Stóra-Bakka, Sigfús- ison bónda á Svínafelli á Úisveit, Jónssonar á Kleif í Fljótsdal. Og er það Melaætt. Jónína var dóttir Odds Jónssonar sjálfseignarbónda á Hreiðarsstöðum í Fellum, Odds- sonar á Skeggjastöðum, eins og síra Einar Jónsson rekur í ætt frá Rafni á Ketilsstöðum í Hlíð og Jóni syni hans. Pétur var síðari maður Jónínu, áður átti hún Svein Einarsson, síð- ast á Fljótsbakka, og var dóttir þeirra,, er lifði, Solveig husfreyja á Vífilsstöðum. Börn Péturs og Jónínu voru aðeins Einar og Sig- rún, er giftist Sigfúsi Stefánssyni. Bjuggu þau í Gröf í Eiðaþinghá frá 1916 meðan Sigrún lifði, en hún lézt snemma sumars 1932. Síðan var Sigfús í Fáskrúðsfirði lengi og svo á Jökmdal og í Fnjóskadal, unz hann fluttist tii Viiborgar dóttur sinnar á Egils- stöðum fyrir 4 árum, þá alblind- ur. Hann kvöddum vér írá Kirkju- bæ á s.l. hausti, glæsimenni á tí- ræðisaldri. Móðir Einars dó, þegar hann var aðeins 3 ára. Þarf ekki orðum að því að leiða, hver harmur var kveðinn að bóndanum o? börnun um á Galtastöðum fremri við frá- fall móðurinnar, en Guðrún syst- ir hennar tók að sér forsjá þeirra ig annaðist um heimiiið. Pétur varð ekki gamall. Áverki, sem (hann hafði bliotið á höfði við vegghleðslu, dró hann til dauða, eftir vanmátt og þungbær veik indi, á fermingarári Einars. Þannig leið bernskan við skugga.mörk for- eldramissis, hrörnun föðurins og fátækt. Tilfinningarik bÖrn, greind og opin fyrir áhrifum umhverfis- ins, tekur slíkt enn sárar. Snemma leitaði Einar huggunar í einlægni barnslegrar bænar og fann traust æðri handleiðslu þess vinar, er aldrei bregzt. Trúin var honum blessun, ailt frá einmanaleik og vonbrigðum bernskunnar, sem hann vildi veita öllum, sem áttu bágt, hlutdeild í. Er faðir hans var allur, leystist heimilið upp og fór hann þá til Solveigar hálfsystur sinnar og Ás- mundar, manns hennar, á Brekku. Með þeim, þar og á Vífilsstöðum, varð hann nær aldarfjórðung, en vistaðist þaðan að Heykollsstöðum. — Einar var einn þeirra manna, sem án efa eru Itt hneigðir tii erfiðisvinnu og búsumsvifa. Hann var þegar í æsku bókhneigður í meira lagi. Benti allt atgervi hans og önnur. rök til. andlegrar iðju, lærdóms og skóla. Nema fátæktin. Hér réði hún afskiptum hlat, sem oftar. Hann naut allrei skóla, nema skamman tíma á EiSurn, þá aö verða þrítugur. Hugur hans mun hafa staðið til prestskapar. Af því gat ekki orðið að þeim emhættislega skilningi, sem oss er næstur. Páil p ostuli talar um „hinn almenna prestdóm“ í bréf- inu til Tímóteusar. Að þeim hætti var Einar Pótursson þjónn guðs og kennandi meðai safnaðarins. Sá, er lifði svo í heimi hér, sem vér þekktnni að hann gerði, í hóg- 1 / værð og mildi hins hljóðláta í landinu, sýnir helga virðingu fyrir verki trúarinnar og þjónustuvilj- ann til að fegra og bæta hið hugs- andi brot sköpunarinnar, mann- lega sál. Viturt hjarta finnur í leit sinni að þekkingunni, að vizkan nær skammt. Þess vegna safnaði Ein- ar bókum eftir því, sem efni fram- ast leyfðu. Bókaeign hans nú, var allmikil, en hefði verið í stærra og merkara lagi, ef hann hefði ekki gefið kost góðra bóka lestrarfélagi sveitar sinnar og Bókasafni Hér- aðsbúa, þar sem hann starfaði í 4 ár við erfiðar aðstæður, en alls ytra búnaðar furðaaiega vant. A bókasafninu kom þegav i ljós hve mikill kunnáttu- og hæíileika- maður Einar var um bækur, val og skráningu þeirra, og voru störf hans við safnið ómetanleg, eins og margir vissu og virtu. En sjáltur átti hann þar sælustundir, þrátt fyrir allt. — Ástæðan til þess, að hann gaf bækurnar á söfnin var sú, að hann þráði að aðrir nytu þeirra einnig. Á slíkan hátt gat hinn fé- lagsþroskaði, fórnfúsi maður mennt sveit sína og Hérað. Þannig sýndi hann enn í verki elsku sína til annarra og umhyggju fyrir and- legri velferð með samtíð sinni og framitíð byggðarinnar. Árin á Heykollsstöðum urðu enn fleiri en með Sólveigu og Ás- mundi, nær þrír áratugir. Um hagi hans og kjör verður ekki nánar getið hér að öðru en því, er segir um hæfileika hans, áhugamál og sálarþroska. Hann vann öll sín skylduverk af þeirri alúð, sem gagnger heiðarleiki hans bauð og hinn fegrandi lífsskilningur helg- aði. Hann stóð ekki alltaf á heil- agri jörð, en miklu oftar en oss gæti boðið í grun, þegar vér minn- umst þess, að hugur hans var hneigður íil annars en ævilangrar vinnumennsku. En af því hve óvenjulegrar gerðar hann var og djúp hans kristna jafnréttis- hugsjón, varð það hlutskipti, sem örlögin réðu honum, ekki aðeins bærilegt, en ljúft að bera, jafnvel eðlilegt. Sú var gæfa hans. Því varð 'hann-maður í miklu og verð- skulduðu áliti. Samfélagið við hús- bændur var og sem milli frænda og vina. FuHkomnari heimilismað- ur en Einar var mun og harðla torgætur. Eftir þriggja missera vist á ný- býlinu Lindarhvoli og eins vetrar 2 fSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.