Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Side 3

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Side 3
í Vífilsnesi fluttist hann til Vil- borgar systurdóttur sinnar og manns 'hennar, Marinós Guðfinns- sonar á Egilsstöðum. Siðan eru tæp 5 ár. Þar naut hann góðs félags og voru allir kærir. Og margar stund- ir sat hann með Sigfási mági sín- um, las og rakti gömul minni. — „Sá staður, sem þú stendur á er heilög jörð“. Einar Pétursson, er svo 'lengi var meðlijálpari í Kirkju- bæ og safnaðarfulltrúi sóknarinn- ar og forsjármaður garðsins og helgidómsins kemur ekki oftar til þjónustunnar. Hönd hans veitir ekki framar aðhlynning á auðum staðnum og hugur hans talar ekki lengur máli Kirkjubæjar í Hróars- tungu. Heilög jörð hljóðra minn- inga kynslóðanna, stóð enn opin — til að fela geymd hins jarð- neska í ástúðugu skauti sínu. Eins og alis þess, sem var. Hljómur klukkunnar signdi yfir gröfina og staðinn og minnti oss á, að það er yfir oss vakað. Hann belndi hugum vorum til himins, þar sem Drottinn Kristur beið síns hóg- væra og dygga þjóns í heilagleik hins fyrirheitna lands, — bak við skýið á austurfjöllunum, handan við opnar dyrnar að árdagsljðma eilífðarinnar. Ágúst Sigurðsson í Vallanesi. t 15. júli 1956 var fagur sólsktns- dagur á Héraði. Þennan dag ætl- aði sr. Sigurjón Jónsson að ferma á Kirkjubæ í síðasta sinn. Hann hafði beðið undirritaðan að pré- dika við athöfnina. Þess vegna kom ég til Kirkjubæjar um það leyti sem guðþjónusta skyldi hefj- ast. Er þangað var komið og ég hafði gengið á fund sr. Sigurjóns, kynnti hann mig fyrir hæglátum og viðmótsþýðum manni og sagði um leið: „Þetta er meðhjálparinn hér, Einar Pétursson“. Á þennan hátt bar fundum okk- ar Einars Péturssonar saman fyrsta sinni. Síðan lágu leiðir okk- ar oft saman, því að hann var með hjálpari minn við Kirkjubæjar- kirkju í þau fjórtán ár, sem liðin eru frá þvi, sem hér gat um þenn- an sólríka sumardag 15. júlí 1956. En þvi get ég þessa hér, að minningin um Einar Pétursson, meðhjálpara, er í huga mér tengd þeirri hlýju, sem sólin er svo rík af. Allt viðmót og framkoma Ein- ars bar með sér sólskinshlýju inn í samfélagið. Öll framkoma hans var hnitmiðuð af hógværð og um- burðarlyndi. Þar sem hann var, fór prúðmenni, sem aldrei gleymdi þvi, hvað það er, að vera heiðursmaður, því að það var hon um ekki aðeins áunnið, heldur einnig eðlilegt. En hann var jafn- framt ræðinn og fróður um menn og málefni. Við áttum margar skemmtileg- ar stundir á leið minni til og, frá Kirkjubæ, eigi sízt eftir að hann flutti í Egilsstaðaþorpið, því að þá lengdist leiðin og meiri tfmi gafst til skrafs en áður, meðan hann dvaldist á Heykollsstöðum í Tungu. Þessar stundir verða mér ávallt ofarlega í huga. þvi að bær voru eigi aðeins skemmtun, held- ur jafnframt til fróðleiks um ýmis legt hér á Héraði. Hm æviatriði Einars meðhjálp- ara er það helzt að segja, að hann fæddist á Galtastöðum fram í Hróarstungu. Foreldrar hans voru Pétur Einarsson og Jónína Odds- dóttir, sem þar bjuggu. Hann naut eigi foreldra sinna að, nema skamma hríð, því að ungur að ár- um missti hann móður sína. Faðir hans bjó þó áfram með mágkonu sinni, en eftir nokkur ár dó hann einnig. Þá fluttist Einar að Brekku í Tungu til hálfsystur sinnar Sól- veigar Sveinsdóttur og manns hennar, Ásmundar Þórarinsson- ar. Að fáum árum liðnum fluttu þau svo að Vífilsstöðum í sömu sveit. Einar dvaldist hjá þeim fram að þritugu, en settist bá í Alþvðuskólann á Eiðum árið 1926. Skólastjóri var þar þá Ásmund- ur Guðmundsson, síðar biskup. Hann kenndi sögu og íslenzku og var frábær kennari. Einar dáði hann mjög og fékk mikinn áhnga á öllu sögulegu. Um tíma var Ein- ar hringjari skólans. Það starf er mikilvægt, eigi sízt í heimavistar- skóla, þar sem bjallan ákvarðar eiktarstundir skólastarfsins, frá því að upp er risið á morgnana og þar til gengið er til náða á kvöld- in. í skólanum var það á orði haft, hversu Einar gegndi hringjara- starfinu af mikilli samvizkusemi, enda hans eðli af allri gerð. Einar átti eigi langa dvöl í Eiða- skóla, því að hann lauk þar námi í þeim greinum, sem hugur hans stóð til sérstaklega, en ljúfar minn ingar átti hann frá dvölinni þar. Frá Eiðum hélt Einar svo vorið 1927, yfir fljótið á nýjan leik og gjörðist nú kaupamaður hjá Sveini Bjarnasyni, oddvita á Hey- ; kollsstöðum í Tungu. Þar átti Ein- ! ar heima, þar til hann fluttist í j Egilsstaðaþorpið, eins og áður er ! drepið á, árið 1965. Frænka hans j þar, Vilborg Sigfúsdóttir og mað- ! ur hennar Marinó Guðfinnsson sýndu honum það frændsemis og . vinarbragð, að bjóða honum að ' dvelja á sínu heimili, þar sem gömlu hjónin á Heykollsstöðum, Sveinn og Ingibjörg, voru þá hætt búsýslu og bærinn kominn í eyði. í Egilsst.aðaþorpinu gekk Einar að ýmiss konar vinnu, þótt aldur færðist vfir hann. Um tíma sá hann um bókasafn Héraðsins, sem þar er staðsett. Það gerði hann af sinni þekktn smekkvísi og snyrti- mennsku. Á meðan hann átti heima á Heykollsstöðum hafði hann eignazt mikið og vandað bókasafn, sem hann seldi Héraðs- bókasafninu. svo að þar þekkti hann sína gömlu vini. En þó eign- aðist hann marga nýja eftir að hann fluttist í þornið, þvi að það var honum svo eðlilegt, að láta umhverfi sínu í té vináttu og hlýju. Til dauðadags var Einar með- hjálpari og safnaðarfulltrúi Kirkju bæjarsóknar og hafði verið það um aldarfjórðungsskeið. Þar sem hann var, átti kirkian ábyggilegan og traustan starfskraft, mann, sem virkilega giörði samfélag sitt betra á sinn hógværa og prúðmannlega hátt. Hann hefur nú haldið á Drott ins fund, til sólarstrandar og eilífð arljóss. Að leiðarlokum flyt ég honum innilegar þakkir fyrir allar sólskinsstundirnar, sem við áttum saman., Einar Þ. Þorsteinsson. t ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.