Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Qupperneq 19

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Qupperneq 19
MINNING JÓN EIRÍKSSON Loks kom heilög nönd, sem uffl þig bjó himnesk 'rödd, er sagði: það er nóg. Ofangreindar ljóðlínur komu mér í hug, er mér var færð fregn- in um að afi minn væri látinn. Um nokkurt skeið höfðu ættingj- ar hans gert sér grein fyrir því, að senn var æviskcið hans á enda, þrátt fyrir að sínu andlega og að mestu líkamlega þreki héldi hann allt til hinztu stundar. Á hvern hátt hann kvaddi þennan heim finnst mér hafa verið eins og eibt af hans fastákveðnu verkefnum og einkennandi fyrir allt hans líf. Hann fékk hægt andlát í stóli sín- um að kvöldi uppstigningadags hins 7. maí og með því hafði hann fengið ósk sína uppfyllta. Saga þjóðarinnar segir okkur, að lífskjör á íslandi hafi ekki ætið verið góð og lífsbaráttan því hörð. Á þetta ekki hvað sízt við um tímabilið frá því Jaust fyrir og um síðustu aldamót. Á þeim tíma flutt ist til útlanda stór hópur íslend- inga í leit að betra lífsviðurvæii, sem því miður í mörgum tilfellum gaf ekki það í aðra hönd er til var ætlazt. En þeir er sátu um kyrrt og trúðu á landið urðu að horfast í augu við erfiðtéikana og treystu á sjálfa sig og von um betri tíma. Lífsviðhorf þess fólks er var að alast upp á þessum tíma mótaðist því af hinum erfiðu þjóðfélagsaðstæðum og er ein- kennandi fyrir þessa kynslóð hversu atorku- og eljusöm hún hefur verið. Ríkast í fari hennar var trúmennska og samviskuserni, n*gjusemi svo og það „að sælia er að gefa en þiggja“. Einn af Þessari kynslóð var Jón Eiríksson. Jón Eiríksson fæddist að Sól- þeimum í Hrunamannahreppi fi. júlí 1885. Foreldrar hans voru Guðrún Sigurðardóttir og Eiríkur Jónsson bóndi. MÚRARAMEISTARI Vegna veikinda móður hans var Jóni, fárra vikna gomlum, komið í fóstur til hinna mætu hjóna Aldísar Pálsdóttur og Lýðs Guðmundssonar, hreppstjóra að Hlíð í Gnúpverjahreppi. Þó svo að móðir Jóns næði fullri heilsu aftur var það fyrir einlæga ósk hjónanna í Hlíð að Jón varð hjá þeim áfram og ólst hann þar upp til fullorðinsára. Sambandið við foreldra og syst kini sem urðu 17 að tölu rofnaði þó aldrei, enda er stutt á milli áðurnefndra bæja, aðeins Stóra- Laxá skilur þar á milli. Lýður hreppstjóri var mikill hagleiks- maður bæði á tré og járn og eru þau sjálfsagt ekki fá handbrögðin sem Jón hefur numið af honum. Jóni var mjög kært til fósturfor- eldra sinna og minntist hann þeirra alla tíð með mikilli virð- ingu og þökk. 31. október 1908 kvæntist Jón Kristínu Jónsdóttur frá Bala í Gnúpverjahreppi og hófu þau bú- skap þar. Bali var hjáleiga frá Steinsholti og i dag sjást lítil sem engin ummerki um búsetu a Bala. Hugur Jóns stóð ætíð mikið til bú- 1 skapar. En hann var stórhuga og það, hversu landlítil jörð Bali var, svo og þjóðfélagsaðstæður á þessum tíma, urðu þess valdandi, að þau hjón fluttust til Reykjavík- ur árið 1916. Vissu fyrir því að honum hefur þótt þröngt um sig á Bala fékk ég fyrir nokkrum árum, pegar ég gekk með Eiríki bónda í Steins- holti um túnið á staðnum og hann reyndi að staðsetja þar fyrir mig bæjarstæði á Baia. Fljótlega eftir að til Reykjavík- ur kom hóf Jón nám í múrsmíði og við stofnun Múrarafélags Reykjavíkur árið 1917 gsrðist hann félagi í því. Meistararéttindi í iðn sinni fékk hann árið 1933, sama ár óg Múrarameistai’afélag Reykjavíkur var stofnað. Var hann einn af stofnendum þess og félagsmaður til æviloka. Er námi lauk hóf hann byggingarstörf und ir stjórn Jóns Þorlákssonar verk- fræðings og síðar borgarstjóra. Var samstarf þeirra með eindæm- um gott og ánægjulegt og virti Jón Eiríksson mjög nafna sinn að verðleikum sem samstarfsmann og stjórnanda. Síðar réðist Jón sem múrara- meistari til hins mikla fram- kvæmdamanns Thors Jensen og vann fyrir hann að mörgum bygg- ingum m.a. að Korpúlfsstöðum, Lágafelli og Arnarholti. Sjálfsagt hefur Thor Jensen metið vel þessi störf Jóns, því að í ævimi íningum sínum lætur Thor þess gðtið, að hann hafi verið heppinn að fá slík- an mann sem Jón til þessara starfa. Eftir að störfum lauk fyrir Thor Jensen hóf Jón að vinna að ýms- um byggingarframkvæmdum í Reykjavík og eru þau orðin æði mörg húsin sem hann hefur unn- ið að og átt þátt í að reisa. Má þar t.d. uefna Laugaveg 105 og ÍSLENDINGAÞÆTTIP 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.